Sambandslaust við Bárðarbungu

GPS gögnÞað gerðist um kl. rúmlega sex í gærmorgun.  GPS mælirinn, sem situr á miðri íshellunni yfir Bárðarbungu hætti að senda, eins og sjá má á myndinni til vinstri.  Við skulum vona að hann komist aftur í gang sem fyrst, því án hanns vitum við ekkert um sigið í öskjunni.  Myndin sýnir að það var töluverður órói á GPS mælinum áður en hann hætti að senda.  Enginn veit hvaða sögu hann hefur að geyma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gæti þessi þöggun stafað af snjóhruni úr börmum öskjunnar ?  Þetta er eins og að missa tölvuna í rafmagnsleysi, ekkert hægt að gera og andinn myrkvaður. 

Þakka þér Haraldur, áræði við að setja fram hugmyndir og spá samkvæmt þeim.  Það er skemmtilegt.      

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2014 kl. 14:37

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Mér skilst að bilunin sé vegna rafmagnsleysis í sendinum, sem er í Kverkfjöllum.

Haraldur Sigurðsson, 12.10.2014 kl. 15:04

3 identicon

Jú passar rafmagnsleysi í Kverkfjöllum. Kemst vonandi í lag í dag eða á morgunn.

 Annars má má búast við að það verði mjög erfit að halda þessu við þarna í allan vetur. Erfiðari staður fyrir svona rekstur fyrirfinnst varla.

En við ættlum að reyna.  Samtstillt átak HÍ, VÍ, LHG og Almannavarna fer vonandi langt með að halda þessu  í samflelldum rekstri. nema kanski yfir allra erfiðasta tímabilið. En þetta fer allt eftir veðri og aðstæðum á svæðinu. það er allavega alls ekki sjálfgefið að halda þessu  gangandi í vetur 

 kv

Benni VÍ. 

Benedikt G. Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.10.2014 kl. 15:17

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Benni:  Takk fyrir þetta.  Við kunnum vel að meta ykkar verk við að halda tækjakerfinu gangandi.

Haraldur Sigurðsson, 12.10.2014 kl. 17:08

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað er sigið orðið mikið frá því þetta byrjaði? Er einhverja slóð að finna þar sem hægt er að fylgjast með þessu?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2014 kl. 20:40

6 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Sjá frekar hér

http://www.vedur.is/photos/volcanoes/barc_gps_all_is.png

Haraldur Sigurðsson, 12.10.2014 kl. 21:29

7 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Samband er nú komið á aftur við Bárðarbungu og sigið virðist halda áfram á svipuðum hraða og áður.

Haraldur Sigurðsson, 13.10.2014 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband