Stóra öskjusigiđ

stóra sigiđStćrsta öskjusigiđ til ţessa undir Bárđarbungu varđ um kl. 5 í morgun.  Ţá seig miđja jökulsins yfir Bárđarbungu um meir en einn meter, samkvćmt GPS mćlinum, sem er stađsetur yfir miđri öskjunni.  Sjá mynd hér međ, sem er af vef Veđurstofunnar.  Ekki er enn ljóst hvort jarđskjálfti hefur veriđ ţessu samfara, en sennilega er ţó svo.  Eftir er ađ yfirfara jarđskjálftagögnin áđur en ţau birtast á vefnum. Ţetta bođar einhverja rúmmálsbreytingu í kvikuţrónni og ef til vill aukiđ streymi kviku í ganginum og upp á yfirborđ.

Viđbćtir: Skömmu síđar hefur yfirborđ jökulsins hćkkađ, og er ţví heildarsigiđ í ţessu atviki um 30 cm.  En ţessi sveifla er einkennandi um meiri óróa í lóđréttum hreyfingum jökulsins  undanfarinn sólarhring.  Ef til vill er ţađvegna ţess ađ jökullinn er bćđi ađ brotna og síga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur veriđ ađ sveiflan á hćđ yfirborđs jökulsins stafi af ţví ađ mikiđ vatn sé komiđ undir hann, ţannig ađ ţegar askjan sígur um 30 cm ţá sekkur jökullinn ađeins meira ofan í vatniđ en réttir sig svo af?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 27.9.2014 kl. 09:12

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Mér dettur í hug helst ađ sprungur séu ađ myndast í jöklinum og ađ spildur séu ađ sprreisast á yfirborđi hans, ţađr sem GPS mćlirinn er stađsettur. Óreglur í mćlingum geta veriđ tengdar slíkum yfirborđshreyfingum, en ekki beinu sigi alls jökulsins.

Haraldur Sigurđsson, 27.9.2014 kl. 11:39

3 identicon

Ein spurning

Hvort er yfirborđ Bárđarbungu (fjallsins) ađ síga eđa jökullinn á yfirborđi hennar ađ bráđna (nema hvortveggja sé). Ég hef ekki séđ neitt um ţađ. Myndist skál á yfirborđinu er eitthvađ ađ gefa eftir undir yfirborđinu.

Björn Sigurđur Lárusson (IP-tala skráđ) 27.9.2014 kl. 12:39

4 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Jú, ég fjallađi einmitt um ţetta í fyrirlestri mínum hjá Ferđafélagi Íslands á fimmtudag sl.  Setti fram ţá hugmynd ađ sigiđ á yfirborđi jökulsins vćri bćđi vegna raunverulegs öskjusigs (botn öskjunnar sígur niđur í kvikuţró) og vegna bráđnunar á botni jökuls inni í öskjunni. Ţrepsig verđa ţegar stórir skjálftar ríđa yfir, en ţess á milli er hćgfara sig, ef til vill vegns stöđugrar bráđnunar. Ţýđir ţađ ađ kvika er komin upp undir jöklinum, í botni öskjunnar, eđa er ţađ einungis hiti, sem streymir upp sprungur í jarđskorpunni?  Veit ekki....

Haraldur Sigurđsson, 27.9.2014 kl. 13:38

5 Smámynd: Snorri Hansson

Ţetta náttúrufyrirbrigđi er ótrúlega mikilfenglegt og margbrotiđ.

Snorri Hansson, 28.9.2014 kl. 01:52

6 identicon

Askjan eđa tappinn öllu heldur skoppađi a.m.k. áđan ef marka má GPS mćlingarnar.

Gunnar Ingi Halldórsson (IP-tala skráđ) 30.9.2014 kl. 21:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband