Skjálftasagan í hnotskurn

EinarEinar hefur sent okkur kvikmynd af sögu  og dreifingu jarðskjálfta undir Bárðarbungu og umhverfi. Takið eftir að aðeins skjálftar með gæði yfir 60% eru sýndir.  Guli hringurinn er miðgildi á staðsetningu skjálfta hverrar klukkustundar, svarta línan sýnir sögu á miðgildi.  Það er fróðlegt að sjá hvernig virknin hoppar á milli, ýmist í kvikuinnskotinu eða öskjunni og víðar.   Rautt eru skjálftar frá 23. ágúst. Takið eftir hvað gangurinn rýkur hratt norður þann dag.  Gangurinn er reyndar kominn norður fyrir jökulsporðinn, og ef hann kemur upp á yfirborðið, þá væri það á íslausu landi.  Norður endi gangsins er nú kominn á sama stað og upptök Holuhrauns eru, en þar gaus árið 1797, eins og jarðfræðikort ISOR sýnir (sjá síðustu blogg færslu).  Hættan á jökulhlaupi minnkar því   stöðugt.  Svarta línan fylgir hreyfingu þungamiðju skjálftanna.   Smellið á hér til að skoða kvikmyndina:

https://dl.dropboxusercontent.com/u/40576923/bardarbunga.gif

Fréttir um gos eru misvísandi.  Ef til vill er hafið gos undir jökli, en ekkert bendir þó til þess, ef skoðuð eru gögn um rennsli í Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga.  Áin sýnir sína venjulega daglegu sveiflu frá um 220 til 150 rúmmetrum á sekúndu, eins og línuritið sýnir. Engin vöxtur er þar enn.   Sóri skjálftinn í nótt, sem var af stærðinni 5,3, var undir öskjubrúninni á Bárðarbungu og á um 5,3 km dýpi.  Er hann vegna hreyfinga á hringbrotinu, sem afmarkar öskjuna, eða vegna enn dýpri hreyfinga?  Það verður fróðlegt að sjá hvaða tegund af skjálfta þetta er: lóðrétt misgengi eða önnur hreyfing.Jökulsa Upptypp

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Takk fyrir fróðleikinn :)

Kristinn Pétursson, 24.8.2014 kl. 08:35

2 identicon

Sæll og takk fyrir góða pistla.

Dropboxið ræður ekki við þessa mynd og er með lokað fyrir alla umferð. Er einhver leið að tengja öðruvísi?

kær kveðja,

pall (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 12:51

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Páll:  Þú getur reynt að senda mér viðkomandi mynd í tölvupósti.

Haraldur Sigurðsson, 24.8.2014 kl. 13:00

4 identicon

Haraldur, ég er ekki með mynd. Ég er að vísa í myndina sem þú ræðir um í pistlinum.

https://dl.dropboxusercontent.com/u/40576923/bardarbunga.gif

Dropbox segir of mikið álag og ræður ekki við að opna á tenginguna....

kær kveðja, Páll

pall (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 13:39

5 identicon

hmm ...

svo dropboxið þolir ekki svona dreifingu. setti hnotskurnið á:

https://github.com/fishvise/bardarbunga/blob/master/mov/bardarbunga.gif

vonandi náið þið þessu þaðan. einhverstaðar á svæðinu er svo R-kóðinn sem notaður var til að búa til myndina.

einar

einar (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 13:42

6 identicon

Eru einhverjar líkur á að svona berggangur haldi áfram í stað þessa að koma upp og brjóti sér leið í kvikuhólf Öskju?

Hákon S (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 14:49

7 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Sennilega kemur gangurinn út úr kvikuþrónni.  Hann getur haldið áfram norður lengi. Berggangar á Íslandi geta verið tugir km á lengd, og sennielga allt að 50 km langir. Hvort hann nær til Öskju er erfitt að dæma um. 

Haraldur Sigurðsson, 24.8.2014 kl. 15:05

8 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það væri afar fróðlegt ef gangurinn kæmist alla leið í Öskju, en líklega ekki að sama skapi ánægjulegt! 

Skúli Víkingsson, 24.8.2014 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband