Askja sígur

SturkellAskja er ein stćrsta eldstöđ Íslands. Í Öskju eru ţrjár öskjur eđa hringlaga sigdćldir, og er sú yngsta frá gosinu 1875: Öskjuvatn.  Ţađ var stórt sprengigos, sem dreifđi mikilli ösku yfir Austurland og kann ađ hafa hrint af stađ fólksflótta til Norđur Ameríku.  Ekki hefur gosiđ hér síđan 1961 en Askja er ćtíđ óróleg undir niđri.   Jarđeđlisfrćđingar hafa fylgst međ Öskju síđan 1966.  Myndin sýnir hćđarbreytingar í Öskju frá 1966 til vorra daga, eftir Sturkell. Ţetta er alls ekki einfalt, ţví ýmist rís eđa sígur öskjubotninn.  Ţessar mćlingar benda til ţess ađ ţađ séu hreyfingar á kviku á um 2,5 til 3 km dýpi undir miđri öskjunni.  Einnig virđist kvika vera á hreyfingu á um 16 km dýpi, eins og önnur mynd sýnir, eftir Soosalu og félaga.  Ţar kemur vel í ljós ađ jarđskjálftar rađa sér á tvö vel ađskilin dýpi í jarđskorpunni undir Öskju og Herđubreiđartöglum. En Askja er einnig á flekaSoosalu et al.mótum og gliđnun og ađrar flekahreyfingar hafa ţví einnig áhrif á lóđréttar hreyfingar jarđskorpunnar.  Ţađ er reyndar allt nágrenni Öskju sem hefur veriđ á hreyfingu undanfarin ár.  Ekki má gleyma hinum stöđugu jarđskjálftum, sem herjuđu í jarđskorpunni djúpt undir Upptyppingum áriđ 2007 og tíđum jarđskjálftum undir Herđubreiđartöglum.  Ađ öllum líkindum er kvika oft á hreyfingu á flekamótunum í grennd viđ Öskju.  En ţađ er ekki ţar međ sagt ađ eldgos séu í nánd.  Okkur ber ađ hafa ţađ í huga, ađ meiri hluti kvikunnar, sem kemur upp úr möttlinum, safnast fyrir í jarđskorpunni sem berggangar og önnur kvikuinnskot, og ađeins brot af kvikunni kemur upp á yfirborđiđ. Ţađ er ţví miđur engin GPS stöđ stađsett í Öskju, en sú nćsta er á Dyngjuhálsi, um 40 km fyrir suđvestan og viđ norđur rönd Vatnajökuls.  GPS DYNGJUHÁLSÁ Dyngjuhálsi rís land, sennilega vegna bráđnunar Vatnajökuls.  Bráđnunin kemur vel fram í árstíđasveiflum á GPS ritinu fyrir neđan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Ţorleifsson

En af hverju er landris undir Skrokköldu og Grímsvötnum eins og sést hér á mynd 5 :

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1365-246X.2008.04059.x/full

Pétur Ţorleifsson , 29.6.2014 kl. 09:46

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Landris á báđum ţessum svćđum og reyndar á öllu umhverfi Vatnajökuls, stafar af bráđnun jökuls.  Ţađ léttir á skorpunni.

Haraldur Sigurđsson, 29.6.2014 kl. 10:52

3 Smámynd: Pétur Ţorleifsson

Einhvers stađar sá ég ţví haldiđ fram ađ landrisiđ ţarna undir Skrokköldu og Grímsvötnum vćri ekki vegna loftslagsbreytinga.  Ég veit ekki meir, en landrisiđ  virđist ekki vera jafnt í og viđ jökulinn.  Allt landiđ ađ rísa nema Suđvesturlandiđ.  Mest á Suđausturlandi. Áhrif á eldvirkni verđi eins og eitt Gjálpargos á ţrjátíu ára fresti.
 Hér var minnst á ađ vegalengdin frá miđju jökulsins vćri sú sama til Hornafjarđar og til Kárahnjúka, 75 kílómetrar.

Pétur Ţorleifsson , 29.6.2014 kl. 18:59

4 identicon

Sćll Haraldur. Í tilefni skrifa ţinna um jarđskorpuna, sem ţú ert manna fróđastur um, langar mig ađ spyrja um álit ţitt á ţví ađ vinna eldsneyti úr jörđu međ svokölluđu bergbroti (fracking). Er ţađ ekki einfaldlega stórhćttulegt ađ fokka svona í berggrunni jarđarinnar?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráđ) 1.7.2014 kl. 14:45

5 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Ingibjörg:  Ég er einmitt ađ skrifa um ţetta efni núna.  Kannske á morgun.......

Haraldur Sigurđsson, 1.7.2014 kl. 16:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband