Hvers vegna vex hafísinn á Suðurskautinu?

MeginlandsíshellaÍsbreiðan sem þekur Suðurskautið heldur áfram að minnka, eins og fyrsta myndin sýnir. Á myndinni er magn jökulksins sýnt í gígatonnum, en einn miljarður gígatonna er einmitt einn rúmkílómeter af ís.  Jökullinn á Suðurskautinu minnkar að meðaltali um 100 rúmkílómetra á ári hverju síðan 2002, sennilega vegna hnattrænnar hlýnunar.  Þetta er svipuð bráðnun og á íshellunni sem þekur Grænland.  Til samanburðar er rúmmál allra jökla Íslands um 3600 rúmkílómetrar. En meginlandsjökull og hafís eru tvö ólík fyrirbæri. Hafísinn umhverfis Grænland minkar á sama hátt og íshettan á meginlandinu, en hafísinn umhverfis Suðurskautið hagar sér hins vegar allt öruvísi og hefur STÆKKAÐ  ár frá ári, allt frá því að mælingar hófust árið 1980. Zhang 2007 Þetta kemur fram á annari myndinni, en hún sýnir einnig að meðalhiti í lofthjúpnum á Suðurskautinu hefur vaxið á sama tíma.  Hvað er að gerast?  Reyndar er stækkun ísbreiðunnar ekki hröð, en samt vel mælanleg og vex um 2,6% á áratug.  Nú í apríl náði hafísbreiðan yfir 9 milljón ferkílómetra.  Eins og kemur fram á þriðju mynd er þetta algjört met.  Þeir, sem leggja ekki trúnað á að hlýnun jarðar sé staðreynd, vitna nú oft í hinn vaxandi hafís umhverfis Suðurskautið máli sínu til stuðnings.  Er þetta ef til vill þá Akillesarhæll kenningarinnar um hnattræna hlýnun?   Ég held ekki.   Suðurskaut of Norðurskaut eru auðvitað ólíkir heimar.  Það er ekki einungis munur á mörgæsum og ísbjörnum, heldur er stóri munurinn að annar póllinn er á hafinu en hinn í miðjunni á stóru meginlandi.  Hafís SuðurskautHafísinn, sem myndast á Norðurskautinu er umkringdur meginlöndum á alla kanta, nema út í Noregshaf, og útbreiðsla hans takmarkast af því.  Hér í norðri hrannst ís upp oft í hryggi af þeim sökum.   Hinsvegar getur hafís Suðurskautsins breiðst út frjálst og óhindrað í allar áttir og beiðist því einnig hraðar út.  Suðurskautshafísinn er yfirleitt um 1 til 2 metrar en ísinn er tvöfalt þykkari umhverfis Norðurskaut.  En tölurnar fyrir ofan um vaxandi útbreiðslu hafíssins eru að sumu leyti villandi og betri mælistika er að skoða rúmmál hafíss. Þá kemur í ljós að hafís á Suðurskautinu hefur vaxið um 30 rúmkílómetra á ári, sem er aðeins einn tíundi partur af bráðnun hafíss á Norðurskauti og um helmingur af magninu af ferskvatni sem fer í hafið umhverfis Suðurskaut vegna bráðnunar innlandsíssins.   

Suðurpólfarar hafa fjórar kenningar, sem þeir rannasaka nú til að skýra hegðun hafíss syðra:  (1)  Vaxandi vestanátt í suðurhafinu, sem dreifir ísbreiðunni til norðurs, frá Suðurskautinu. Þetta er kenningin, sem flestir vísindamenn hallast að sem aðal þátt í drefingu íssins. (2)  Vaxandi úrkoma á hafið, sem dregur úr streymi af hita úr dýpri lögum hafsins og minkar bráðnun hafíss.  (3)  Úrkoma gerir yfirborð hafsins minna salt og hækkar frostmark og örvar hafísmyndun.  (4)  Vaxandi straumur af ferskvatni til hafsins þegar innlandsísinn bráðnar hefur sömu áhrif og (3).   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldarfærsla Haraldur!Það liggur við að maður trúi þessari framsetningu fullkomlega. :)

Því miður er ekki allt sem sýnist í vísindunum:

"As far as we can tell, the Antarctic Ice Sheet (AIS) is growing. The Surface Mass Balance appears to be growing at 2100Gt/year (though this is much higher than the ICESAT satellite estimates of Zwally which estimate a net gain of 49Gt/year.)"

>http://joannenova.com.au/2013/04/antarctica-gaining-ice-mass-and-is-not-extraordinary-compared-to-800-years-of-data/

Sjá ennfremur: http://ntrs.nasa.gov/archive/nasa/casi.ntrs.nasa.gov/20120013495.pdf

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 10:02

2 identicon

Massinn er einungis að aukast frá 2008, eða er ég ekki að lesa efsta grafið rétt?

Þar á undan var massinn frekar að aukast.


Menn tilbúnir að leggja almenna skynsemi til hliðar til að geta tekið þátt í leðjuslagnum!

Ísleifur (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 16:55

3 identicon

Í efstu línu átti að vera "að minnka".

Ísleifur (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 16:56

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ísleifur:  Efsta línuritið sýnir magnið af meginlandsís Suðurskautsins.  Hann hefur minnkað alla tíð.  Annað línuritið sýnir að útbreiðsla hafíssins hefur vaxið.  Ekki mikið, en samt tímælalaust, hægt og stöðugt.  Ég reyni hér fyrir ofan að sýna framá hvers vegna.

Haraldur Sigurðsson, 30.6.2014 kl. 17:10

5 identicon

Sæll Haraldur. Stórfróðlegt og skemmtilegt. Væntanlega hafa allar kenningarnar fjórar nokkuð til síns máls. -- En mér sýnist þú hafir óvart margfaldað tvisvar með 10^9 þegar þú segir: "einn miljarður gígatonna er einmitt einn rúmkílómeter af ís."

Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 18:05

6 identicon

Bara til að halda staðreyndum til haga:

"SCAR ISMASS Workshop, July 14, 2012

Mass Gains of the Antarctic Ice Sheet Exceed Losses.

During 2003 to 2008, the mass gain of the Antarctic ice sheet from snow accumulation exceeded the mass loss from ice discharge by 49 Gtlyr (2.5% of input), as derived from ICESat laser measurements of elevation change."

(http://ntrs.nasa.gov/archive/nasa/casi.ntrs.nasa.gov/20120013495.pdf)

Skýrara getur það varla verið :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 20:55

7 identicon

http://www.nasa.gov/mission_pages/Grace/news/grace20121129.html#.U7IA9HWdJhQ

Skýrara getur það varla verið! Hilmar Hafsteinsson

Gangleri (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 00:33

8 identicon

Eldfjallafræðingurinn er undarlega þögull yfir nýjum vísindarannsóknum sem sýna fram á aukna eldvirkni undir vesturhluta Suður-heimskautsins:

http://www.pnas.org/content/early/2014/06/04/1405184111.full.pdf+html?sid=5859c342-ec49-4de6-a82a-9b2c2c826b3e

Hlaupin í Skaftá eru auðvitað afleiðing aukins styrks CO2 í andrúmslofti! :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 09:47

9 identicon

Haraldur,
  Mér sýnist stærð massans standa í stað frá 2003 til 2008.

Síðan athyglisverð fullyrðing að segja að ísinn á Suðurskautslandinu hafi minnkað "alla tíð".....
   ..er það um svona ás, þar sem sjálfmiðað viðhorf breytir kvarðanum eftir behag..?

Ísleifur (IP-tala skráð) 1.7.2014 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband