Svifţörungar blómgast í hafinu

Svifţörungar 2010Á hverju vori eđa snemma sumars gerist atburđur í hafinu umhvefis Ísland, sem er svo stór ađ hann sést vel frá gervihnöttum. Ţetta er blómgun á svifţörungum, sem lita hafiđ grćnt og berast međ hafstraumum umhverfis landiđ.  Fyrsta myndin er frá slíkri blómgun svifţörunga, sem gerđist í júní 2010 og barst međ straumum umhverfis Snćfellsnes.  Svifţörungar eru einfaldlega undirstađa lífríkis í sjónum og beinlínis nauđsynlegir fyrir ţróun fiskstofna, skelfisks og allra annara tegunda í hafinu: neđsti hlekkurinn í lífkeđju hafsins.  Viđ íslendingar ćttum ađ fagna ţví og halda hátiđ hvert sinn sem slík blómgun á sér stađ umhverfis Ísland.  Svifţörungar eru einfrumungar og reyndar plöntur, ţví ţeir innihalda blađgrćnu og stunda ljóstillífun.  Ţađan kemur grćni liturinn.  Yfirleitt er haldiđ ađ svifţörungar séu í dvala yfir veturinn en blómstri á vorin ţegar sólar nýtur og hafiđ hitnar og nćringarefni eru ef til vill í meira mćli.  En sumir telja ađ blómstrunin á vorin sé háđ stormum sem gerast síđari hluta vetrar. Stormar róta upp hafinu og fćra nćringarríkari djúpsjó nćr yfirborđi, en svifţörungar ţurfa sólarljós til ađ ţroskast og blómstra. Síđan eru svifţörungar etnir af átu eđa dýrasvifi og ţar hefst keđjan.  Ađrir hafa stungiđ uppá ađ blómgun verđi ţegar mikil nćringarefni berast út í hafiđ, eins og í eldfjallađsku eđa jökulhlaupum.  Ef til vill er járn lykilefniđ í ţessu máli. Viđ vitum ađ járn er nauđsynlegt fyrir blađgrćnu, alveg eins og fyrir hemoglobin í blóđinu.  Getur ţađ veriđ ađ blómgun verđi umhverfis Ísland vegna  járns, sem berst út í hafiđ? Emiliana huxleyi Sennilega eru allir ţessir ţćttir mikilvćgir. Síđari myndin sýnir svifţörunginn Emiliana huxleiy í rafeindasmásjá.  Ţetta er mikil furđusmíđ náttúrunnar og stórkostlegt á ađ líta.  Eftir ţví sem ég best veit, ţá hafa vísindamenn ekki nokkra hugmynd um hvers vegna Emiliana býr til ţessar fallegu plötur af kalki, sem hún hefur innvortis.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband