Jarđspá og Galapagos

Markmiđ vísindanna er ađ kanna og skilja náttúruna. Ţegar ţví takmarki er náđ, ţá eru vísindin fćr um ađ beita samansafnađri reynslu og upplýsingum  til ađ spá um framvindu mála á hverju sviđi náttúrunnar.  Viđ spáum til dćmis í dag bćđi veđurfari, ţróun hagkerfa, ţroskun fiskistofna og uppskeru. Spáin er ţađ sem gefur vísindastarfsemi gildi. Vísindi sem eingöngu lýsa hegđun og ástandi náttúrunnar eru ónýt, ef spágildi er ekki fyrir hendi.  En stóri vandinn er sá, ađ stjórnmálamenn, yfirvöld og jafnvel almenningur hlusta oft ekki á spár vísindanna. Besta dćmiđ um ţađ eru nćr engin viđbrögđ yfirvalda viđ spá um loftslagsbreytingar og hlýnun jarđar.  Ef vandamáliđ er hćgfara og kemst ekki inn í fjögurra ára hring kosningabaráttunnar í hverju landi, ţá er ţađ ekki vandi sem stjórnmálamenn skifta sér ađ.  Ég hef til dćmis aldrei heyrt íslenskan stjórnmálaflokk setja loftslagsbreytingar framarlega á stefnuskrá sína.

 

Jarđvísindamenn hafa safnađ í sarpinn fróđleik í meir en eina öld um hegđun jarđar, en satt ađ segja tókst ţeim ekki ađ skilja eđli og hegđun jarđar fyrr en í kringum 1963, ţegar flekakenningin kom fram.  Ţá varđ bylting í jarđvísindum sem er sambćrileg viđ byltingu Darwinskenningarinnar í líffrćđinni um einni öld fyrr.  Nú er svo komiđ ađ viđ getum spáđ fyrir um flekahreyfingar á jörđu, ţar sem stefna og hrađi flekanna eru nokkuđ vel ţekktar einingar.  Ţannig er nú mögulegt til dćmis ađ spá fyrir um stađsetningu og hreyfingu meginlandanna.  Önnur sviđ jarđvísindanna eru ekki komin jafn langt međ spámennskuna. Ţannig er erfitt eđa nćr ógjörlegt ennţá ađ spá fyrir um jarđskjálfta og eldgosaspá er ađeins góđ í nokkra klukkutíma í besta falli. 

 Galapagos

Viđ getum notađ jarđspá til ađ segja fyrir um breytingar á jarđskorpu Íslands í framtíđinni og um stöđu og lögun landsins.  Ég gerđi fyrstu tilraun til ţess í kaflanum “Galapagos – Ísland framtíđar?”  í bók minni Eldur Niđri, sem kom út áriđ 2011 (bls. 261-269).    Ţar nýtti ég mér upplýsinar um ţróun jarđskorpunnar á Galalapagos svćđinu í Kyrrahafi, en ţar er jarđfrćđin alveg ótrúlega lík Íslandi, eđa öllu heldur hvernig Ísland mun líta út eftir nokkrar milljónir ára. 

Á Íslandi og Galapagos eru tvenns konar hreyfingar jarđskorpunnar í gangi.  Annars vegar eru láréttar hreyfingar, eđa rek flekanna, en hins vegar eru lóđréttar hreyfingar, sem hafa auđvitađ bein áhrif á stöđu sjávar og strandínuna.  Á báđum svćđunum eru einnig tvö fyrirbćri, sem stýra ţessum hreyfingum, en ţađ eru úthafshryggir (í okkar tilfelli Miđ-Atlantshafshryggurinn) og heitir reitir eđa “hotspots” í möttlinum undir skorpunni.  Á Galapagossvćđinu hefur úthafshryggurinn fćrst stöđugt frá heita retinum, sem illug undir vestustu eyjunum.  Afleiđing ţess er sú, ađ jarđskorpan kólnar, dregst saman, lćkkar í hafinu og strrandínan fćrist inn á landiđ. Myndin fyrir neđan sýnir strandlínu Galapagos eyja í dag (til vinstri) og fyrir um 20 ţúsund árum (myndin til hćgri).  Ţađ er ljóst ađ eyjarnar eru ađ síga í sć vegna ţess ađ jarskorpan er ađ kólna.  Ţetta er bein afleiđing af ţví, ađ úthafshryggurinn er smátt og smátt ađ mjakast til norđurs og fjarlćgjast heita reitinn undir eyjunum.  Áđur var töluvert undirlendi sem tengdi allar eyjarnar sem ţurrt land, en nú eru eingöngu fjallatopparnir uppúr sjó.   Eins og ég greindi frá í bók minni Eldur Niđri, ţá tel ég ađ svipuđ ţróun eigi sér stađ á Íslandi, en hun er komin miklu skemur á veg heldur en í Galapagos.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Athyglisvert Haraldur, og gaman vćri ađ geta spáđ fyrir um framtíđarlögun Íslands!

Ţađ er tvennt sem kemur upp í hugann hjá mér:

1) Heiti reiturinn undir Íslandi virđist hafa legiđ undir úthafshryggnum síđustu 50 milljón ár, eđa frá ţví meginlöndin tvö byrjuđu ađ reka í sundur um úthafshrygginn.

2) Núverandi lögun Íslands hefur mótast verulega af virkni jökla.

Samkvćmt greininni sem ég hlekki til hér fyrir neđan hefur rekbeltiđ fćrst austuryfir landiđ síđustu 16 milljón árin (og eflaust lengur), hugsanlega elt heita reitinn.

http://www.fa.is/deildir/Jardfraedi/JAR203/19_jardsaga_islands.pdf

Brynjólfur Ţorvarđsson, 1.5.2014 kl. 11:49

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Heiti reiturinn okkar hefulanga sögu. Hann var undir austur Grćnlandi fyrir um 45 milljón árum. Hann var undir vestur Grćnlandi fyrir um 60 milljón árum.  Hann var undir Baffinseyju fyrir um 65 milljón ćarum. Nú telja sumari jarđfrćingar ađ hann hafi veriđ undir Síberíu fyrir 250 milljón árum. Ţetta er umdelit, en ef til vill er heiti reiturinn "okkar" reyndar rússneskur ađ uppruna.

En heiti reiturinn er stöđugur í möttlinu. Ţađ eru flekarnir sem reka til og frá fyrir ofan hann. Ţannig eru flekamótin í Norđur Atlantshafi smátt og smátt ađ fćrast til vesturs og fjarlćgjast nú heita reitinn.

Haraldur Sigurđsson, 1.5.2014 kl. 12:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband