Til athugunar fyrir þá, sem vilja skera niður skatta

 

Það er eitt hneyksli, sem vekur vaxandi eftirtekt í Bandaríkjunum þessa daga.  Veðurspár gefnar út af hinni opinberu veðurstofnun stórþjóðarinnar, NOAA, klikkuðu algjörlega í tveim mikilvægum tilfellum. Það fyrra var fellibylurinn Sandy í lok október 2012. Þegar Sandy fór að mjakast norðar, út úr Karíbahafinu, þá var það ekki NOAA, heldur Evrópuveðurstofan, sem benti á hættuna fyrst, fjórum dögum áður en stormurinn tók land og gerði hér meiri usla en nokkur annar stormur sögunnar.

Sagan endurtók sig hinn 7. febrúar í ár,  þegar stór snjóbylur færði allan norðaustur hluta Bandaríkjanna á kaf í snjó og truflaði umferð, vinnu og viðskifti í marga daga.  Þá voru kanar viðbúnir, því þeir höfðu lesið veðurspána frá Evrópu.

Það er góð og gild ástæða fyrir því að Evrópuspárnar eru nákvæmari og betri en þær frá NOAA. Veðurstofa Evrópu gerir spár á mun þéttara neti (16 km) og með miklu kröfturgri tölvum en NOAA, sem er með 28 km net. En grundvallarástæðan er niðurskurður á fjármagni til NOAA, eins og allra ríkisstofnana Bandríkjanna í dag.  Nú súpa ameríkanar seyðið af þessum niðurskurði á margan hátt, á meðan þjóðin tapar smátt og smátt stöðu sinni sem ein fremsta þjóð jarðar á sviði vísinda og tækni.  Nú fá margir Bandaríkjamenn sína veðurspá frá Evrópu, í staðin fyrir NOAA.

Þannig fer þegar menn vilja skera stórlega niður skatta. Er þetta stefnan, sem nú blasir við í íslenskum stjórnmálum? Ég vona ekki að svo fari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sitt hvor hluturinn að lækka skatta og að skera niður mikilvæga þjónustu.

Ríkisstjórn S og VG hefur hækkað skatta stórlega en samt skorið niður þjónustu til þess að borga um 90 milljarða á ári í vexti.

Jon G (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband