Hér hafa loftsteinar fallið

LoftsteinarKortið sem fylgir sýnir alla þá staði, þar sem loftsteinar hafa fallið eða þar sem loftsteinsgígar finnast.  Hingað til hefur enginn fundist á Íslandi.  Auðvitað vantar að mestu upplýsingar um hafsbotnin og einnig fámenn svæði, en gögnin eru best í þéttbýlum löndum.

Loftsteinninn, sem skall á Síberíu í gær var um 15 metrar í þvermál og 7000 tonn, en hann splundraðist þegar hann rakst á ytra borð lofthjúps jarðar. Brot úr steininum féll til jarðr og myndaði 6 metra stórt gat á íshellu stöðuvatns í nágrenninu.

Þetta er stærsti loftsteinn síðan Tunguska í Síberíu árið 1908. Orkan í árekstrinum sem varð í gær var nokkur hundruð kílótonn og því töluvert meiri en kjarnorkusprengjan sem Norður Kórea sprengdi fyrir nokkrum dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvernig hann "læddist" að okkur jarðarbúum sem vorum að spá í annan sem var á ferðinni.

Fróðlegt að vita hvað menn hefðu spáð að gerðist ef 7000 tonna loftsteinn myndi falla á jörðina fyrir þennan atburð. Ekki ósennilegt að einhver hefði tekið upp heimsendaspádómsskóna ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 07:50

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Sigurður

Ísland er jú varla skriðið undan ísaldarjöklinum og varla von að finna hér loftsteinagíga. En ég sá einu sinni í sjónvarpi þátt um loftsteina. Þar valdi jarðfræðingurinn eitt íbúðarhús að tilviljun, setti fötu með stóru segulstáli undir þakrennuna og skolaði síðan þakið vandlega. Segullinn kom upp úr fötunni þakinn örlitlum segulmögnuðum loftsteinum. Þetta dygði sjálfsagt ekki á Íslandi, rigningarveðrir skolar eflaust öllu svona niður jafn óðum. En gaman væri að prófa að stilla fötu með segulstáli undir þakrennu í nokkra mánuði og sjá hvort eitthvað "veiðist".

Brynjólfur Þorvarðsson, 17.2.2013 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband