Hér hafa loftsteinar falliđ

LoftsteinarKortiđ sem fylgir sýnir alla ţá stađi, ţar sem loftsteinar hafa falliđ eđa ţar sem loftsteinsgígar finnast.  Hingađ til hefur enginn fundist á Íslandi.  Auđvitađ vantar ađ mestu upplýsingar um hafsbotnin og einnig fámenn svćđi, en gögnin eru best í ţéttbýlum löndum.

Loftsteinninn, sem skall á Síberíu í gćr var um 15 metrar í ţvermál og 7000 tonn, en hann splundrađist ţegar hann rakst á ytra borđ lofthjúps jarđar. Brot úr steininum féll til jarđr og myndađi 6 metra stórt gat á íshellu stöđuvatns í nágrenninu.

Ţetta er stćrsti loftsteinn síđan Tunguska í Síberíu áriđ 1908. Orkan í árekstrinum sem varđ í gćr var nokkur hundruđ kílótonn og ţví töluvert meiri en kjarnorkusprengjan sem Norđur Kórea sprengdi fyrir nokkrum dögum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvernig hann "lćddist" ađ okkur jarđarbúum sem vorum ađ spá í annan sem var á ferđinni.

Fróđlegt ađ vita hvađ menn hefđu spáđ ađ gerđist ef 7000 tonna loftsteinn myndi falla á jörđina fyrir ţennan atburđ. Ekki ósennilegt ađ einhver hefđi tekiđ upp heimsendaspádómsskóna ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráđ) 16.2.2013 kl. 07:50

2 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sćll Sigurđur

Ísland er jú varla skriđiđ undan ísaldarjöklinum og varla von ađ finna hér loftsteinagíga. En ég sá einu sinni í sjónvarpi ţátt um loftsteina. Ţar valdi jarđfrćđingurinn eitt íbúđarhús ađ tilviljun, setti fötu međ stóru segulstáli undir ţakrennuna og skolađi síđan ţakiđ vandlega. Segullinn kom upp úr fötunni ţakinn örlitlum segulmögnuđum loftsteinum. Ţetta dygđi sjálfsagt ekki á Íslandi, rigningarveđrir skolar eflaust öllu svona niđur jafn óđum. En gaman vćri ađ prófa ađ stilla fötu međ segulstáli undir ţakrennu í nokkra mánuđi og sjá hvort eitthvađ "veiđist".

Brynjólfur Ţorvarđsson, 17.2.2013 kl. 07:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband