Djúpalónsperlur og Benmorít

DjúpalónEinn af vinsćlustu viđkomustöđum ferđamanna  undir Snćfellsjökli er Djúpalón.  Ţar er náttúrufegurđ, sérstakt og stórbrotiđ landslag – og einn af fáum stöđum umhverfis Jökul ţar sem ferđamenn komast á klósett! Djúpalón hefur myndast í dalverpi, ţar sem tvö hraun frá Snćfellsjökli hafa runniđ saman. Loftmyndin, sem er frá kortasjá Landmćlinga Íslands, sýnir Djúpalón, og hraunin tvö. Ţađ eldra er fyrir austan, vel gróiđ, mjög ţykkt og gamalt hraun.  Ţađ yngra er fyrir vestan og norđan, ţynnra, og mun minna gróiđ.  Ţetta basalthraun nefnist Beruvíkurhraun, og er taliđ um 2000 ára, runniđ úr toppgíg Snćfellsjökuls.  Hrauniđ fyrir austan Djúpalón er Einarslónshraun, og er taliđ vera um 7000 ára gamalt.  Sennilega hefur ţađ einnig runniđ úr toppgíg.  Ţađ er ţetta hraun sem Atlantshafiđ brýtur og molar niđur viđ ströndina og slípar í fagurgerđa möl, sem ber nafniđ Djúpalónsperlur.  DjúpalónsperlaŢćr eru nú orđnar vinsćlt hráefni í skartgripi, eins og myndin sýnir. Ţađ eru góđar og gildar jarđfrćđilegar ástćđur fyrir ţví, ađ Djúpalónsperlur myndast. Efri hluti hraunsins er kolsvartur, ţar sem hann hefur kólnađ hratt og orđiđ glerkenndur. Hinsvegar er innri hluti hraunsins gráleitur og fullkristallađur.  Ţetta sérstaka hraun er mjög líkt Hellnahrauni, sem rann úr gíg á Jökulhálsi fyrir um 3900 árum.  Ţessi hraun hafa sérstaka efnasamsetningu sem bergfrćđinar nefna benmorít.  Ţađ er eitt af mörgum bergtegundum sem hafa runniđ sem hraun frá Snćfellsjökli, en eru mjög sjaldgćfar í öđrum eldfjallalöndum. Jarđfrćđingar flokka hrauntegundir eftir efnasamsetningu ţeirra, og hefur hver tegund vel afmörkuđ einkenni. Flokkun bergtegundaLínuritiđ sem fylgir hér međ sýnir  innihald af alkalí málmum (natríum og kalíum oxíđ) og kísil (SiO2)  í hraunum frá Snćfellsjökli. Hér eru hraunin flokkuđ eftir ţví í hvađa „kassa‟ ţau falla á myndinni samkvćmt efnagreiningu.  Hraunin mynda röđ af tegundum, sem byrjar međ alkali basalti, ţá  hawaíit (trakíbasalt), síđan mugearit og benmorit og ađ lokum trakít, međ hćst kísilmagn.  Háahraun í grennd viđ Dagverđará er dćmi um trakít, og einnig Ljósuskriđur. Eins og ađ ofan getur er Hellnahraun dćmi um benmorít, Klifhraun í grennd viđ Arnarstapa er mugearít, Hnausahraun er hawaíit, og Búđahraun er alkalí basalt.   Sum ţessi óvenjulegu nöfn á tegundum hraunanna  koma frá Skotlandi, sem var vagga bergfrćđinnar í byrjun tuttugustu aldarinnar.  Nafniđ mugearít var gefiđ bergtegundinni áriđ 1904 af Alfred Harker (1859-1939) eftir ţorpinu Mugeary á skosku eynni Skye, ţar sem bergtegundin er algeng. Nafniđ á bergtegundinni benmorít var hins vegar eftir forna eldfjallinu Ben More á skosku eynni Mull.  Ţađ er enn ráđgáta hvernig hraunkvikan, sem storknar á yfirborđi Snćfellsjökuls í ţessar bergtegundir, myndast, en ţessar kvikur eru greinilega náskyldar.  Jarđefnafrćđingurinn Thomas Kokfelt og félagar hans hafa sýnt fram á áriđ 2009, ađ hraunkvikan sem hefur hćst magn af kísil og alkalí málmum (trakít, benmorít og mugearít kvika) gýs frá toppgíg eđa gígum mjög ofarlega á Snćfellsjökli.  Líkön af SnćfellsjökliHins vegar gýs alkalí basalt kvikan á láglendi umhverfis Jökulinn.  Ţeir hafa stungiđ upp á tveimur líkönum um innri gerđ Jökulsins til ađ skýra ţetta merkilega fyrirbćri, eins og sýnt er á ţversniđinu í gegnum Snćfellsjökul. Í öđru líkaninu (til vinstri) er sýnd ein stór og lagskift kvikuţró undir Jöklinum.  Ţá vćru kísilríkari kvikan efst, og alkalí basalt kvikan neđst í ţrónni. Ţetta líkan verđur ađ teljast sennilegra.  Í hinu líkaninu, (til hćgri á myndinni) eru margar litlar kvikuţrćr, međ mismunandi kviku.  Nú er svo komiđ, ađ viđ vitum töluvert mikiđ um jarđefnafrćđi kvikunnar undir Snćfellsjökli, og uppruna hennar.  Hins vegar er nćr ekkert vitađ um jarđeđlisfrćđi ţessa mikla eldfjalls. Ţađ er mikil ţörf á ađ bćta úr ţví og setja upp varanlegt kerfi af jarđskjálftamćlum og öđrum skynjurum til ađ fylgjast međ innri gerđ eldfjallsins.  Ţađ eru um 1750 ár, og ef til vill ađeins 1500 ár, síđan síđast gaus í Jöklinum, og verđur ţađ ţví ađ teljast virk eldstöđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband