Jarđhiti í Laugaskeri og hitaveita Grundarfjarđar

SkáborunJarđhiti er ekki algengur á Snćfellsnesi. Samt sem áđur hefur tekist ađ koma á ágćtri hitaveitu fyrir Stykkishólm međ ţví ađ bora niđur í blágrýtismyndunina undir Helgafellssveit, ţótt ţar sé ekkert mekri um jarđhita á yfirborđi.  Önnur sveitafélög á Nesinu hafa kostađ miklu í jarđhitaleit, og enn hefur árangur ekki veriđ fullnćgjandi hjá ţeim.  Grundarfjarđarbćr hefur undanfariđ lagt mikiđ til ađ rannsaka og bora eftir heitu vatni á  Berserkseyrarodda í mynni Kolgrafafjarđar.  Hér fyrir framan oddann er Laugasker, en ţar streymir upp vatn međ um 41 stigs hita í sjávarmáli, og er rennsli taliđ innan viđ einn líter á sekúndu.  Efnagreining á vatninu sýnir ađ ţađ gćti hafa veriđ upphaflega á 135 stiga hita, en ţađ er kísilmagn vatnsins sem er vísbending um hitastig. Síđar var hitinn talinn vera um 80 til 90 stig.  Áriđ 2004 hófst borun á Berserkseyrarodda, og var ţađ skáborun til norđurs, til ađ reyna ađ stinga bornum inn í sprungurnar sem bera heita vatniđ upp á Laugasker. Borholunni hallađi um 27 gráđur frá lóđréttu.  Á 300 metra dýpi í holunni var vatn 80 stiga heitt og vatnsmagn um 20 til 30 lítrar á sekúndu. Ţessar frumniđurstöđur lofuđu góđu, og áriđ 2005 keypti Orkuveita Reykjavíkur ţá Hitaveitu Grundarfjarđar og tók viđ ţví verkefni ađ finna jarđhita undir Laugaskeri.  Ţá hafđi Grundarfjörđur  ţegar kostađ til amk. 107 milljónum króna til verksins.  Nokkur vandamál komu í ljós viđ frekari borun, og međal annars brotnuđu borstangir í holunni áriđ 2005, en ţá var borađ í 550 m.  Tilraunadćling fór fram áriđ 2006 og ţá kom í ljós mikil tćring á málmum í snertingu viđ vatniđ, en ţađ er mjög kolsýruríkt vatn.  Tćring á málmumMyndin sýnir göt sem komu á rör vegna tćringarinnar.  Vatniđ úr holunni hefur veriđ kallađ erfiđasta jarđhitavatn á Íslandi, bćđi er ţađ súrt og inniheldur ađ auki óvenjumikiđ klóríđ (salt). Hvoru tveggja setur skorđur viđ efnisval í búnađi og rörum. Leiđni vatnsins og klóríđinnihald fer vaxandi eftir ţví sem dćlingartíminn lengist, sem bendir til innstreymis sjávar í jarđhitakerfiđ. Hitastig vatnsins er heldur lćgra og magn úr holunni heldur minna en ráđ var fyrir gert. Hitastigiđ og niđurdráttur vatnsborđs í jarđhitakerfinu hafa hins vegar haldist nokkuđ stöđug. Taliđ er ađ Laugasker sé á aust-suđaustur sprungukerfi, sem liggur eftir hafsbotni og inn á Hraunsfjörđ. Ef svo er, ţá er sprungukerfiđ samhliđa og gossprungan sem myndađi Berserkjahraun og einnig er sprungan í ađalsefnu ţeirri sem einkennir Ljósufjallaeldstöđina alla.  Skáborun var gerđ aftur áriđ 2008, niđur í 1500 metra.  Vatnshiti var enn um 80 stig, en sömu vandamál ríktu varđandi seltu, kolsýru og tćringu vegna efnasamsetningar vatnsins.  Voru ţá einnig framkvćmdar hitastigulsboranir í landi Berserkseyrar, en nokkrar 50 til 80 m djúpar holur voru borađar í ţví skyni. Áriđ 2011 segir  bćjarstjóri Grundarfjarđar ljóst ađ viđ núverandi ađstćđur sé ólíklegt ađ vćntingar Grundfirđinga um hitaveitu verđi ađ veruleika á nćstunni. “Viđ erum međ samning viđ Orkuveituna frá árinu 2005. Sagan er í stuttu máli sú ađ hér fannst vatn í nágrenni viđ bćinn en efnasamsetning ţess var ekki góđ. Sem stendur er tćknin sem ţarf til ađ gera hitaveitu mögulega of dýr og ţví höfum viđ ákveđiđ ađ skođa ađrar lausnir.” 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband