Ţegar borgin Rabaul fór í eyđi

Rabaul fyrir 1994 Öđru hvoru hafa eldgos afgerandi áhrif fyrir byggđ.  Áriđ 79 e.Kr. grófust borgirnar Pompei og Herkúlaneum undir vikri og ösku frá Vesúvíusi á Ítalíu. Á Bronzöld hvarf borgin Akrotiri á eynni Santorini undir marga metra af ösku.  Síđasta gosiđ sem eyddi borg, eđa meiri hluta borgarinnar, var áriđ 1994 í Papua Nýju Gíneu, ţegar tveir gígar gusu samtímis í Rabaul öskjunni.  Borgin var stofnuđ af Ţjóđverjum áriđ 1884, ţegar ţeir tóku land í Nýju Gíneu fyrir nýlendu ţá sem ţeir nefndu Kaiser-Wilhelmsland. Ţjóđverjar voru mjög seinir ađ ná sér í nýlendur, og ţá var allt besta landiđ komiđ í hendur annara ríkja, einkum Breta, Frakka og Portúgala.  Ţeir urđu ţví á láta sér nćgja mjög fjarlćg og erfiđ landssvćđi eins og Nýju Gíneu. Ţeir hófu námurekstur og ráku stórar plantekrur í hinni nýju nýlendu.  En Ţjóđverjum var strax ljóst ađ besta höfnin í nýlendunni var einmitt í Rabaul öskjunni, og reistu ţví höfuđstöđvar sínar hér.  Hér byggđu ţeir vel skipulagđa og vandađa borg, sem tók sig vel út í flóanum innan í öskjunni. Borgin var prýdd glćsilegum breiđgötum, ţar sem hávaxin tré veittu vegfarendum kćrkominn skugga frá hitabeltissólinni.  Ţannig varđ Rabaul höfuđborg yfir stóru landsvćđi, sem er meir en fjórum sinnum stćrra en Ísland ađ flatarmáli og međ um sjö milljón íbúa í dag.  Ţjóđverjar áttuđu sig fljótt á ţví ađ Rabaul er mikil eldstöđ, en tvö mikil gos höfđu orđiđ samtímis í Vulcan og Tavurvur gígunum á öskjubrúninni nokkrum árum áđur en Ţjóđverjar komu í land, eđa áriđ 1878.  Í ţví gosi reis upp ný eldeyja á öskjubrúninni, sem Ţjóđverjar nefndu Vulcan. Rabaul eftir 1994

            Strax í upphafi fyrri heimsstyrjaldarinnar réđust Ástralir inn í Kaiser-Wilhelmsland, og í stríđslok ráku ţeir Ţjóđverjana á brott, eftir mikiđ mannfall.  Ţá tók viđ landsstjórn Ástrala fram ađ síđari heimsstyrjöldinni.  Í fyrstu gekk allt vel, en svo skullu hörmungarnar yfir á nýjan leik. Áriđ 1937 hófust tvö eldgos samtímis, bćđi í Tavurvur og í Vulcan gígnum. Gosin áriđ 1937 voru mjög skađleg, og 507 manns fórust í ţorpum umhvefis Vulcan gíginn.  Öskufall var gífurlegt í borginni, en hreinsun öskunnar var langt kominn ţegar nćstu ósköpin dundu yfir.  Ţegar  Japanir hófu ţátttöku í seinni heimsstyrjöldinni, ţá var ţeim ljóst ađ ţeir ţyrftu ađ ná yfirráđum í Rabaul, bestu höfninni í suđur hluta Kyrrahafsins. Ţeir gerđu ţví innrás áriđ 1941 og tóku Nýju Gíneu af Áströlum.  Bandamenn voru mjög gramir yfir ţessum óförum, og nú hófust stanzlausar loftárásir Bandarískra herflugvéla, sem vörpuđu miklu ógrynni af sprengjum á borgina.  Brátt var Rabaul orđin  eins og eyđimörk eftir sprengjuárasirnar, en Japanir grófu á međan mikinn fjölda af jarđgöngum inn í fjöllin umhverfis, og komu sér fyrir neđan jarđar til ađ forđast sprengjurnar úr lofti.  Enn í dag má jafnvel sjá kafbátabyrgi, sem eru inni í löngum göngum frá sjó.  Eyđileggingin af völdum loftárása var algjör ţegar stríđinu lauk áriđ 1945.  Ástralir tóku viđ stjórn enn á ný, ţar til nýja lýđveldiđ Papua Nýja Gínea var stofnađ áriđ 1975.  Rabaul reis af grunni aftur, og blómstrađi fljótt í borg međ meir en tuttugu ţúsund íbúa.  Fyrsta myndin hér fyrir ofan er tekin úr lofti og sýnir hvernig borin teygđi sig umhvergis norđur og austur hluta öskjunnar.   Höfnin var ómissandi, einkum fyrir útflutning á kókoshnetuolíu og öđrum verđmćtum frá plantekrum landsins.  Öskufall

            Í september áriđ 1994 byrja báđir gígarnir, Vulcan og Tavurvur, aftur ađ gjósa samtímis.  Ríkjandi vindátt bar öskuna beint yfir borgina. Innan skamms var komiđ eins meters ţykkt öskulag yfir allan austur og suđur hluta borgarinnar, ţök féllu undan ţunganum og hús hrundu.  Neđri myndin sýnir eyđileggingu af völdum öskufallsins. Nćr allar byggingar voru yfirgefnar og íbúarnir streymdu á brott.  Alls lögđu 50 ţúsund manns á flótta frá hćttusvćđinu.  Ţeir settust ađ í nýrri borg fyrir sunnan öskjuna: Kokopo.  Eina byggingin sem enn stóđ er Rabaul Hotel, en eigandinn Susie McGrade neitar ađ gefast upp og heldur rekstri hótelsins áfram í gangi, úti í miđri auđninni.  Framtíđin er ekki sérlega björt fyrir Rabaul, en höfnin góđa er enn mjög mikilvćg og reyndar ómissandi fyrir ţennan hluta Nýju Gíneu. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög áhugavert, takk fyrir mig.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 19.6.2011 kl. 17:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband