Haraldur Heiðursdoktor

Haraldur og dæturHinn 22. janúar 2011 veitti Háskóli Íslands mér nafnbótina heiðursdoktor, sem ég tók við úr hendi Magnúsar Tuma Guðmundssonar, forseta Jarðvísindadeildar. Hér fyrir neðan er upphaf erindis þess, sem ég flutti við þessa hátíðlegu athöfn í Hátíðarsal Háskólans.  Erindi mitt fjallaði um:  Orsakir sprengigosa og gjóskuflóða.

„Kærar þakkir, Rektor Kristín Ingólfsdóttir og sviðsforseti Kristín Vala Ragnarsdóttir.  Ég vil þakka þennan mikla heiður sem mér er sýndur hér í dag.  Um leið vil ég óska Háskóla Íslands til hamingju með aldarafmælið! Áður en ég flyt erindi mitt, þá langar mig til að minnast stuttlega á þá jarðvísindamenn, sem hafa verið heiðraðir á sama hátt: Þorvaldur Thoroddsen 1921, Sigurður Þórarinsson 1961, Þorbjörn Sigurgeirsson 1986, Gunnar Böðvarsson 1988, GPL Walker 1988, Guðmundur E. Sigvaldason 2000, Kristján Sæmundsson 2006, Sigfús Johnsen 2010. Þeir hafa allir komið nærri eldfjallafræðum.  Það mun hafa verið Groucho Marx, sem sagði: Ég vill ekki vera í klúbb,  sem veitir mönnum eins og mér inngöngu.  En þetta er vissulega félagsskapur sem ég er mjög hreykinn af að taka þátt í.  Þegar ég fór í nám í jarðfræði árið 1962 varð ég að halda til útlanda, þar sem jarðfræði var ekki kennd við Haskóla Íslands, nema sem aukanám innan Verkfræðideildar. Jarðvísindin þróuðust seint, og að mestu leyti innan Verkfræðisviðs Háskólans.  Atvinnudeild Háskólans var stofnuð árið 1937  og er það fyrsta bygging á Háskólalóðinni.  Hún þróaðist síðar í Rannsóknastofnun Iðnaðarins 1965, þar sem ég starfaði á námsárum mínum.    Það tók Háskólann meir en sextíu ár að stofna deild í Jarðvísindum (1968).”  Síðan flutti ég erindi mitt um sprengigos og áhrif þeirra. Það var mikið tekið af myndum við athöfnina, en uppáhaldsmyndin mín er með dætrum mínum, Bergljótu Önnu og Áshildi.  Það kom mér skemmtilega á óvart að Áshildur  tók ríkan þátt í athöfninni með frábærum flautleik.  Sjá frekar um athöfnina á vefsíðu Háskólans hér: http://www.hi.is/verkfraedi_og_natturuvisindasvid_deildir/jardvisindadeild/jardfraedi_og_jardedlisfraedi

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Til hamingju með nafnbótina, þú átt hana skilið.

Höskuldur Búi Jónsson, 11.2.2011 kl. 08:17

2 identicon

Sæll Haraldur og hamingjuóskir með nafnbótina.

Vil bara segja líka, að það er mikið ánæjuefni að sjá aftur pistil eftir þig á blogginu, hélt að þú værir hættur að fræða okkur, en vonandi sjáum við áfram þína góðu pitsla hérna á moggablogginu.

Kristján Sig. (IP-tala skráð) 11.2.2011 kl. 11:15

3 identicon

Innilega til hamingju og gott að sjá að þú sért mættur í bloggheima aftur.

Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 22:17

4 identicon

Hamingjuóskir, þú ert vel að þessu kominn :)

 Ég hlakka til að lesa meira frá þér ... var hrædd um að þú værir alveg hættur hér inni!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband