Á ferð til Indónesíu

Ég er nú rétt einu sinni á leið til mesta eldfjallalands heimsins: Indónesíu. Það verður því sennilega ekkert bloggað hér fyrr en ég sný aftur til Íslands um 20. júlí.  Hér fylgir mynd af einu uppáhaldseldfjalli mínu: Anak Krakatau, sem hefur gosið nær stöðugt frá því eyjan reis úr hafi árið 1928.  Það verður víða komið við í þessari ferð: Balí, Lombok, Sumbawa, Flores, Sangeang Api .s.frv.Krakatau

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð....

Kveðja Helga S

Helga S (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 18:12

2 identicon

Blessaður Haraldur ... varað hlusta á þig í útvarpinu og að þú hefur fengið 3 karla til að sýna hjá þér 'verk' sín er tengjast Eyjafjallajökulsgosinu ... langar því að bjóða þér að sjá á síðunni minni:

www.yst.is   undir Verk og 'Minni Íslands 2010' 'Fjallkonugos' sem er 2. og 3ja. myndin og sýnir þetta verk mitt, sem ég er að sýna núna á Braggasýningunni minni hér í Öxarfirði.

Við hjónin eins og svo margir aðrir töfðumst vegna gjóskunnar á leið okkar frá Afíku og heim í vor og verkið varð til uppúr þeirri reynslu!

Skoðuðum í fyrrasumar og heilluðumst af Eldfjallasafninu þínu og ykkar ... Til hamingju!

Gangi ferðin þín  vel ...

Yst (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband