Kort Helland af Lakagígum er merkilegt listaverk

 

Kort Hellands af LakagígumEitt af fyrstu listaverkum tengdum eldfjöllum Íslands er kort norska jarđfrćđingsins Amund Helland af Lakagígum, sem var árangur af ferđ hans til Íslands áriđ  1881.  Lakagígar  er 25 km löng sprunga ţar sem yfir eitt hundrađ gígar gusu miklu hrauni áriđ 1783, ţegar Skaftáreldar geisuđu og mynduđu stćrsta hraun sem hefur runniđ á jörđu síđan sögur hófust.  Áhrif gossins voru óskapleg, bćđi á Íslandi og í Evrópu.  Lakagígar nćrmyndAllir ţekkja Móđuharđindin sem komu í kjölfar gossins, en ţá var 24%  mannfćkkun á Íslandi og um 75% af öllum búpening landsmanna fórst.  Ekki fór mikiđ fyrir rannsóknum á gosinu, en Sveinn Pálsson lćknir kom fyrstur manna ađ Lakagígum áriđ 1794, rúmum tíu árum eftir gosiđ.   Tćpum eitt hundrađ árum eftir gosiđ gerđi norski jarđfrćđingurinn  Amund Theodor Helland (1846-1918) út leiđangur til eldstöđvanna. Brćđurnir Leó og Kristján Kristjánssynir hafa fjallađ um heimsókn Hellands til Íslands í grein í Náttúrufrćđingnum áriđ 1996.    Helland kom til Seyđisfjarđar snemma sumars áriđ 1881, og komst svo loks til Lakagíga síđar um sumariđ. Árangurinn af ferđ hans var kort af eldsprungunni Lakagígar, en kortiđ eitt er meir en tveir metrar á lengd.   Kortiđ teiknađi norski málarinn Knud Gergslien undir leiđsögn Hellands.  Ţađ er til sýnis í Eldfjallasafni í Stykkishólmi.   Hann áćtlađi ađ gosiđ hefđi myndađ hraun sem vćri 27 rúmkílómetrar, en ţađ er nokkuđ hćrri tala en síđari rannsóknir telja: eđa um 15 km3.   Eftir ferđ sína til Íslands birti Helland merka grein međ heitinu “Lakis kratere og lavastromme”, og kom hún út í  Kristiania (nú Osló) áriđ 1886.  Ekki eru allir hrifnir af framtaki Hellands. Sigurđur Ţórarinsson (1969) fer til dćmis frekar niđrandi orđum um Íslandsför Hellands og telur ađ hann hafi ađeins veriđ tvo daga viđ Lakagíga í ágúst áriđ 1881. Ef litiđ er á kortiđ, ţá virđist ótrúlegt ađ Helland hafi afkastađ ţessu mikla verki á tveim dögum.   Grein Hellands sýnir reyndar ađ hann var í eina viku í ferđinni.  Hann mćldi hćđ og breidd flestra gíganna, og eru hćđartölur á flestum gígunum sýndar á kortinu.   Samkvćmt kortinu eru 56 gígar fyrir norđaustan Laka, og 49 gígar fyrir suđvestan Laka.  Hér eru sýnd smáatriđi í byggingu jarđsprungunnar og gígana sýnd og vafalaust hefur ţetta verk tekiđ töluverđan tíma.  Á kortinu koma fram alveg ný atriđi í jarđfrćđi Íslands.  HellandTil dćmis notar hann alţjóđaheitiđ “palagonit” fyrir móbergsmyndunina.  Í öđru lagi er hann fyrstur til ađ kenna gossprunguna viđ móbergsfjalliđ Laka, en ţađ heiti hefur fylgt gosinu ćtíđ síđan.  Komiđ í Eldfjallasafn og sjáiđ ţetta einstćđa og merkilega kort af mestu gossprungu jarđar. Helland var sérstakur persónuleiki og skopmyndin sem fylgir gefur nokkra hugmynd um ţađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka ţér pistlana en ţú mátt vera viss um ţađ ađ nćst ţegar ég á ferđ um Snćfellsnesiđ, mun ég skođa eldfjallasafniđ.

Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 29.5.2010 kl. 21:19

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćll, ţetta er međ bestu og áhugaverđustu bloggum á Íslandi.

Ţví miđur er ekki nýtt fyrir mig ađ sjá hvernig SŢ vitnađi rangt í. En ţađ má ekki segja. Viđurlögin eru hörđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.5.2010 kl. 15:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband