Myndir af gosinu í Eyjafjallajökli árið 1821-23

 

E BruhnGamlar myndir geta veitt einstakar upplýsingar um eldgos fyrr á tímum.  Árið 1986 gaf bandaríski listfræðingurinn Frank Ponzi út merka bók um Ísland á 19. öld.   Þar er að finna stórmerkilega mynd af gosinu í Eyjafjallajökli árið 1822.  Nafn listamannsins hefur verið ýmist ritað sem E. Bruhn eða Erik Bruun. Undirskriftin á listaverkinu er örugglega E. Bruhn og verkið er dagsett hinn 8. júlí 1822. Hann var sennilega liðsforingi í strandmælingadeild danska flotans.  Jóhann ÍsbergVatnslitateikningin er  21 x 33.5 cm og mun vera í eigu Det Kongelige  Bibliotek, Köbenhavn.  Myndin er gerð úr mikilli fjarlægð,  í grennd við Vestmannaeyjar, og sennilega af sjó.  Þetta er nákvæm teiknun reykjabólstranna og rísandi öskumakkarins og önnur atriði sýna að hann er að festa á blað sjónarspil sem han varð vitni af.  Emil Hannes Valgeirson hefur áður bloggað um þessa mynd hér    Það er sláandi að bera þessa mynd saman við myndir af gosmökknum yfir Eyjafjallajökli  árið 2010.  Graah 1823Ég læt fylgja hér með ljósmynd Jóhanns Ísberg af sprengigosinu í apríl til samanburðar.  Önnur mynd af gosinu er teiknuð af Graah inn á landakort af Íslandi sem gert var árið 1823. Graah kann einnig hafa verið í strandmælingadeild danska flotans.  Þessi mynd er einnig af  Eyjafjallajökli eins og hann ber við frá Vestmannaeyjum, en myndin er sýnd hér til hliðar.  Gosið sem hófst í desember árið 1821 stóð yfir þar til í janúar 1823. Guðrún Larsen telur gosið hafa verið fremur lítið, og er áætlað að aðeins um 0.004 km3 hafi komið upp.  Sprengigosið dreifði fremur fíngerðri ljósri ösku  umhverfis fjallið, en askan er fremur kísilrík, eða milli 60 og 70% SiO2.  Einnig orsakaði gosið jökulhlaup sem braust fram úr Gígjökli.  Sjá blogg um gosið og einkum um jökulhlaupið eftir Sigríði Magneu Óskarsdóttur hjá Veðurstofu Íslands hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er ekki ærin ástæða til að skoða magnyfirlýsingu Guðrúnar Larsen niður í kjölinn. Á hverju byggir hún í rauninni? Miðað við að gosið hefur varað í 3 ár, má furðu sæta að aðeins 0.004 rúmkílómetrar af gosefnum hafi komið upp með gosinu.

Mynd Bruhns er teiknuð heilum sjö mánuðum eftir að gosið hófst, jökullinn alsvartur. Getur ekki hugsast að gosefnið hafi fokið til, eins og við sjáum nú?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.5.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband