Jarđlögin í Stöđinni

Stöđ SnćfellsnesiFjöllin á norđanverđu Snćfellsnesi eru merkileg fyrir margt, eins og ég hef áđur bloggađ um í sambandi viđ Búlandshöfđa hér.   Skammt fyrir austan Búlandshöfđa er fjalliđ Stöđ, eđa Stöđin.   Ţetta er fagurt en einstakt fjall, 268 m á hćđ, og algjörlega flatt ađ ofan.  Stöđin hefur gengiđ undir ýmsum nöfnum.  Ţannig er ţađ nefnt Brimlárhöfđi í Eyrbyggju, en danskir sćfarar kölluđu ţađ áđur fyrr Líkkistuna vegna ţeirrar lögunar sem ţađ hefur séđ utan frá sjó (alveg í stíl kölluđu ţeir Kirkjufell ţví ómerkilega nafni Sukkertoppen). Áriđ 1936 fann Jóhannes Áskelsson  (1902 -1961)  jarđfrćđingur sandsteinslög milli klettabelta í Stöđinni međ skeljum og steingerđum plöntuleifum, nokkuđ hátt upp í fjallinu ađ austanverđu. Ţetta var merkileg uppgötvun, en senilega hefur Jóhannes lagt af stađ upp í Stöđina eftir ađ Helgi Pjéturss gerđi fyrstu uppgötvanir á ţessu sviđi í Búlandshöfđa mörgum árum áđur.  Fjöllin á norđanverđu Snćfellsnesi varđveita mjög merkileg jarđlög sem skrá sögu ísalda eđa jökulskeiđa fyrir um 1.8 til 1 miljón árum síđan.  Best er ađ leggja af stađ frá bćnum Lárkoti til ađ skođa jarđlögin í Stöđinni og fara upp bergiđ til hćgri á fjallsbrúnina.  Jarđlög StöđinŢađan má klífa upp á flatneskjuna efst á Stöđinni um ţröngt en tryggt einstigi.  Neđri hluti fjallsins, upp í um 130 metra hćđ, er blágrýtismyndun frá Tertíera tíma, eđa nokkra miljón ára gömul og fremur ellileg basalt hraunlög.  Efst eru hraunlögin jökulrispuđ og ofan á ţeim er nokkuđ ţykkt lag af jökulbergi eđa mórenu.  Hérna vantar sem sé um fimm til tíu miljónir í jarđsöguna, en rofiđ á fyrri hulta ísaldar hefur fjarlćgt alla vitneskju.  Ţar fyrir ofan er brúnt og gráleitt set af sandsteini og leirlögum sem innihalda skeljar og einnig steingervinga eđa blađför af laufblöđum af víđi, lyngi og elrir.  Myndin til hliđar sýnir tvö steinrunnin  laufblöđ úr laginu. Setiđ í Stöđinni er sennilega óseyrarlög, völuberg og sandsteinn sem hefur myndast á áreyrum. Snćfellsnes hefur sennilega veriđ vaxiđ elri og birkiskógi ţegar ţessi lög mynduđust. Sökkull eđa neđri hluti fjallsins er myndađur af blágrýtislögum frá Tertíer, en ađ minsta kosti tveir basaltgangar skera Tertíeru blágrýtislögin, og hafa báđir stefnuna NA-SV, en ţeir ná ekki upp í setlögin fyrir ofan.  Efra borđ blágrýtismyndunarinnar er ţví mikiđ mislćgi, en ţar ofaná liggur myndun setlaga frá um 120 til 130  metrum yfir sjó.  Setlögin eru völubergslög, leirsteinn og sandsteinn, og innihalda skeljar af Astarte borealis, Saxicava rugosa samkvćmt  Guđmundi G. Bárđarsyni (1929).  Steinrunnin laufblöđ StöđHraunlögin sem liggja innan setlaganna og hraunlög ofaná ţeim eru einnig öfugt segulmögnuđ samkvćmt ransóknum Doell og félaga (1972) og eru ţví senilega frá Matuyama segulskeiđi, eđa eldri en sjö hundruđ ţúsund ára.  Einn gangur sker setlögin í suđur enda fjallsins, međ stefnu nćrri norđri.   Ofan af Stöđinni er einstakt útsýni í allar áttir, og til austurs má til dćmis sjá ţökin á húsunum á Kvíabryggju, fangelsi íslenskra hvítflibbaglćpamanna. Á síđustu öld var stundađ mikiđ útrćđi frá plássi eđa hverfi hér í Kvíabryggju.  Síđan fluttist útgerđ til Grundarfjarđar ţegar hafnarskilyrđi vor bćtt ţar.  Frá árinu 1954 voru vistađir á Kvíabryggju menn, sem ekki greiddu međlagsskuldir eđa barnalífeyri. Áriđ 1963 voru fyrstu refsifangarnir sendir ţangađ til afplánunar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt. Hef rölt ţarna um.
Ţegar horft er í náttúruna og sér augljósan aldur jarđar okkar, ţá skil ég ekki menn sem tala eins og ţeir verđa eilífir. Njóta aldrei augnabliksins.  Aldur mankyns er ekki nema 1mm af 6.000.000.000 ?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráđ) 28.5.2010 kl. 22:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband