Merkir molar

bombubrotHér eru myndir af steinbrotum úr einni hraunbombunni sem ég safnađi á gígbrúninni á Eyjafjallajökli hinn 26. maí.  Svarta efniđ er glerkennt andesít úr bombunni.  Gráa efniđ er gabbró eđa kristalríkt berg. Ţađ eru brot af djúpbergi sem kvikan ber upp. Ástćđan fyrir ţví ađ ég hef mikinn áhuga á ţessum steinum er sú, ađ ţeir geta varpađ ljósi á eitt mikiđ vandamál:  kvikan sem kemur upp úr gígnum í Eyjafjallajökli í toppgíg er ekki sú sama og kvikan sem kemur upp í fjalliđ úr möttlinum.  Ţađ er eitthvađ sem gerist ţar á milli.  Kvikan sem kemur upp úr möttlinum heitir alkalí basalt. Hún gaus á Fimmvörđuhálsi. Kvikan sem gýs í toppgíg Eyjafjallajökuls heitir andesít.  GabbróEin hugmynd er sú, ađ alkalí basalt kvikan verđi fyrir breytingum í jarđskorpunni og afleiđingin sé andesít. Ţađ getur gerst á margan hátt, til dćmis međ ţví ađ mikiđ magn af kristöllum vex í alkalí basalt kvikunni, og ađ hún breyti um efnasamsetningu af ţeim sökum. En ţađ eru margar ađrar kenningar sem gćtu skýrt máliđ.  Viđ erum ađ kanna ţetta atriđi međ ýmsum efnagreiningum á ţessum steinum. Meira um ţađ síđar....

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Haraldur

Takk kćrlega fyrir..... spennandi  verđur ađ sjá hvađa kenning um efnasamsetningu kvikunnar stendur upp úr. kveđja Helga 

Helga S (IP-tala skráđ) 28.5.2010 kl. 00:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband