Besta Eldgosamyndin áriđ 2009

ISS020-E-09048_lrg

Stórkostlegasta mynd ársins af eldgosi var tekin 12. júní úr geimfari yfir Sarychev eldfjalli í Kúrileyjum. Kúril eyjar eru eitt afskekktasta svćđi Rússlands.  Eldfjallaeyjarnar eru 56 ađ tölu og mynda 1300 km langa keđju sem teygir sig suđur frá Kamchatkaskaga, austast í Rússlandi, og alla leiđ til Japan. Rússar hertóku eyjarnar í seinni heimsstyrjöldinni og neita ađ láta ţćr af hendi, ţótt frumbyggjar hafi veriđ frá Japan.  Ţessar eldfjallaeyjar hafa myndast í miklu sigbelti á flekamótum, ţar sem Kyrrahafsflekinn sígur niđur til norđvesturs undir Asíuflekann á hrađa sem nemur um 9 sm á ári.  

Alţjóđa geimstöđin var á sveimi í 354 km hćđ yfir Kyrrahafi  hinn 12. júní,  ţegar geimfarar urđu vitni af ţví ađ risavaxinn gjóskustrókur ţeyttist upp í loftiđ og rauf mikiđ gat á skýjaţykkniđ.  Gatiđ í skýin hefur sennilega myndast vegna ţrýstingsbylgju frá sprengingunni. Í miđju er hár og brúnn strókur af ösku og gasi frá gígnum. Takiđ eftir snjóhvíta skýinu sem er eins og höttur efst á gjóskustróknum. Ţetta er ađ öllum líkindum hluti af rökum lofthjúp sem strókurinn hefur lyft hátt í loft upp og viđ ţađ ţéttist raki í loftinu og myndar hvítt ský. Ţetta nefna veđurfrćđingar pileus ský. 

FyrirSarychev_ast_2007146_lrg

En niđri á jörđu er einnig margt ađ gerast, eins og sjá má á myndinni. Grá og brún gjóskuflóđ streyma međ jörđu frá eldfjallinu, en ţau geta veriđ alt ađ 500 stiga heit og á 200 km hrađa á klukkustund.  Eyjan Matua er ekki byggđ, en nokkrum dögum síđar könnuđu rússneskir eldfjallafrćđingar gjóskuflóđslögin, sem höfđu fariđ alla leiđ út í sjó.

 Gosiđ í Sarychev gjörbreytti eynni Matua, eins og sjá má af međfylgjandi myndum frá NASA gervihnetti og hitaskynjara. Fyrri myndin til hćgri af Matua er frá 26. maí 2007, en hin fyrir neđan er eftir gosiđ, frá 30. júní 2009.  Hér er gróđur sýndur í rauđum lit, vatn dökkblátt og  ský, gufa og ís hvítt. Gjóska og hraun eru grá og dökkbrún á myndunum.  Ţađ er augljóst af neđri myndinni ađ gjóskuflóđ hafa ţakiđ allan norđur hluta eyjarinnar og eytt öllum gróđri, en gróđur lifir enn á suđur hlutanum.

EftirSarychev_ast_2009181_lrg

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband