Gosið sem ekki kom -- En það er ekki búið þótt það sé búið

Við getum víst andað léttara. Jarðskjálftum hefur að mestu lokið og skorpuhreyfingar eru nú litlar. Líkur á eldgosi í Grindavík virðast því litlar að sinni. Samt sem áður varar Veðurstofan ennþá við og segir á vef sínum í dag:   ”Viðvörun  -  Ennþá eru taldar líkur á eldgosi.”

Ég og félagar mínir, utangarðsmenn sem hafa reynt að fylgjast með gangi mála, höfum frá upphafi rýnt í fáanlegu gögnin um jarðskjálfta og skorpuhreyfingar, en gert okkur fulla grein fyrir að við fáum aldrei að sjá allt, að það eru þá sennilega einhver merkileg leynigögn sem við höfum ekki aðgang að og að við verðum því að sætta okkur við allar þessar spár um yfirvofandi eldgos, af því að spárnar koma frá sérfræðingum sem eru væntanlega með meiri upplýsingar en ekki endilega með meiri þekkingu eða reynslu.  

En er það þá í rauninni þannig?  Nú eftirá grunar mig að sérfræðingahópur Veðurstofunnar  hafi komist að sinni niðurstöðu og spá um yfirvofandi eldgos og skipulagt því rýmingu bæjarins og lokun, á grundvelli alveg sömu gagna sem ég og aðrir hafa rýnt í og ekki séð umrædda goshættu.  Það er í raun furðulegt að það geti verið svona skiptar skoðanir um mikilvægan hlut.  Aftur vekur það hugsun um hvort kerfið sé nægilega gott.Skipastigshraun gps

Einmitt nú er mikilvægt að vera á varðbergi. Þótt skjálftavirkni sé lítil eða engin, þá eru samt töluverðar skorpuhreyfingar í gangi, mest lóðréttar og upp. Ég skoða oft gögn frá þeim GPS stöðvum þar sem ris hefur verið í gangi síðan bresturinn mikli varð hinn 11. nóvember. Þessi gögn sé ég til dæmis á vefnum  https://strokkur.raunvis.hi.is Tökum til dæmis GPS stöðina Svartsengi SENG sem sýnir ris um 20 cm frá 11. nóvember og áframhaldandi. Sama má segja um GPS stöðina Skipastigshraun SKSH sem sýnir ris um 15 cm síðan 11. nóvember og áframhaldandi. Myndin sem fylgir hér með er GPS hreyfingin í Skipastigshrauni. Stöðin Eldvorp ELDC sýnir ris um 11 cm og áframhaldandi, einnig norv-site, sem  sýnir ris um 11 cm og áframhaldandi, og GPS sund-site sem sýnir ris um 4 cm síðan 11. nóvember og áframhaldandi. Hvað þýðir þetta?  Er jarðskorpan að jafna sig eftir átökin, eða er kvika á hreyfingu undir skorpunni?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband