Harmleikurinn í Norður Kóreu

KoreaÞegar við fylgjumst með fáránlegum samskiftum Trumps og Kim Jong-il, þá gleymum við því oft að það er venjulegt fólk sem býr í Norður Kóreu og þessi almenningur ber miklar þjáningar. Samanburðurinn á milli þjóðanna í dag gefur merkilega innsýn í áhrif tveggja mismunandi stjórnkerfa. Landinu var skipt í tvennt árið 1948 og síðan hafa tvær þjóðir þróast hver á sinn hátt, undir einræðisstjórn annars vegar og lýðveldi hins vegar. Áhrifin á efnahag hafa verið sláandi. Línuritið sýnir verga þjóðarframleiðslu í löndunum tveimur, í US$.  Þróunin var svipuð allt til 1973 en síðan hefur hagur í Norður Kóreu staðið í stað eða versnað. Þeir í suðri hafa á mean byggt upp þjóð, sem er einn af stærstu útflytjendum á iðnaðar- og tæknivörum á jörðu. Á meðan Suður Kórea flytur út Samsung and Hyundai, þá eru kol nær eina útflutningsvara Norður Kóreu. En það er annað sem hefur mikil áhrif á afkomu í Norður Kóreu: hervæðing. Þótt Norður Kórea sé númer 52 í heiminum hvað snertir fólksfjölda, þá eru þeir númer fjögur í heiminum hvað varðar stærð hersins. Um fjórðungur af allri vergri þjóðarframleiðslu fer í herbúnað, og nær hver einasti maður hefur hlotið einhverja herþjálfun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband