Agung á nippinu

arsip-berita-perkembangan-gunung-agung-minggu-24-september-2017-pukul-0600-wita-9i70dhuFjöldi skjalfta undir eldfjallinu Agung á Balí hefur aukist verulega, eins og međfylgjandi mynd sýnir. Núer búist viđ gosi á hverri stundu, en byrjađ er ađ rjúka úr gígnum, sem er hćsti topur eyjarinnar Bali.  Agung gýs andesít kviku, sem er millistig milli basalts og líparíts, međ um 55% kísil.  Ţessi kvika er mjög seig, eđa meir en tíu sinnum seigari en basaltkvikan sem gýs á Íslandi. Einnig innheldur andesítkvika meira vatn.  Af ţeim sökum eru gosin oft sprengigos í upphafi, ţegar gasríkasta kvikan kemur upp, en breytast síđan í gos sem hlađa upp seigum og háum hraungúl yfir gígnum. Öđru hvoru falla stórar spildur úr hlíđum gúlsins og mynda heitar gloandi skriđur af vikri, ösku og heitu grjóti niđur hliđarnar. Stórhćttulegt ástand!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ţessar skriđur ţađ sem er kallađ pyroclastic flow á ensku?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráđ) 24.9.2017 kl. 19:47

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvađ verđur um Bali ef ţetta fer allt í gang?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.9.2017 kl. 04:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband