Agung á nippinu

arsip-berita-perkembangan-gunung-agung-minggu-24-september-2017-pukul-0600-wita-9i70dhuFjöldi skjalfta undir eldfjallinu Agung á Balí hefur aukist verulega, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Núer búist við gosi á hverri stundu, en byrjað er að rjúka úr gígnum, sem er hæsti topur eyjarinnar Bali.  Agung gýs andesít kviku, sem er millistig milli basalts og líparíts, með um 55% kísil.  Þessi kvika er mjög seig, eða meir en tíu sinnum seigari en basaltkvikan sem gýs á Íslandi. Einnig innheldur andesítkvika meira vatn.  Af þeim sökum eru gosin oft sprengigos í upphafi, þegar gasríkasta kvikan kemur upp, en breytast síðan í gos sem hlaða upp seigum og háum hraungúl yfir gígnum. Öðru hvoru falla stórar spildur úr hlíðum gúlsins og mynda heitar gloandi skriður af vikri, ösku og heitu grjóti niður hliðarnar. Stórhættulegt ástand!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þessar skriður það sem er kallað pyroclastic flow á ensku?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2017 kl. 19:47

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hvað verður um Bali ef þetta fer allt í gang?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.9.2017 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband