Mađurinn sem mćldi aldur Íslands

MoorbathVinur minn Stephen Moorbath er látinn. Ég kynntist Stephen ţegar ég var viđ doktorsnám í Bretlandi og ţađ leiddi til ţess ađ viđ gerđum út leiđangur til Íslands til ađ ákvarđa hvađ íslenska blágrýtismyndunin vćri gömul. Stephen rak merkilega rannsóknastofu viđ Oxfordháskóla, ţar sem ađstćđur voru frábćrar til ađ mćla aldur bergs međ ţví ađ ákvarđa magn geislavirkra efna í berginu. Hann hafđi hlotiđ heimsfrćgđ vegna aldursgreininga hans á elsta bergi Grćnlands, sem er nćrri fjórir miljarđar ára ađ aldri, og var langi vel taliđ elsta berg á jörđu (nú finnst enn eldra berg í Kanada).

Ţegar viđ Stephen byrjuđum verkefniđ á Íslandi, ţá var augljóst ađ elstu hraunlögin í blágrýtisstaflanum vćri ađ hitta fyrir austast og vestast á landinu, ef dćma má út frá legu og halla jarđlaganna. Viđ stefndum ţví á Vestfirđi sumariđ 1967 og tókum mörg sýnishorn af blágrýti einkum á Breiđdalsheiđi, en ţar reyndist bergiđ mjög ferskt og ekki ummyndađ af jarđhita. Ţá var nćst stefnt á Austfirđina og ţar fylgdum viđ jarđlögunum ţar til viđ vorum komnir neđst í staflann viđ Gerpi á Austfjörđum. Auk ţess tókum viđ sýni úr klettum bak viđ naglaverksmiđjuna í Borgarnesi, en jarđlagahallinn benti til ađ ţar ćtti ađ vera tiltölulega fornt berg (Borganes andhverfan).  Ári síđar birtust niđurstöđur okkar í vísindaritinu Earth and Planetary Science Letters. Ţađ kom í ljós ađ elsta bergiđ á Vestfjörđum ern nokkurn veginn jafn gamalt og á Austfjörđum, eđa um 16 milljón ára, og ađ beglögin yngjast inn til landsins í báđar áttir. Andhverfan í Borgarnesi reyndist vera um 12.5 milljón ára. Ţetta voru spennandi tímar, ţví grundvöllur ţekkingar okkar á uppbyggingu Íslands var ađ fćast, einkum međ tilliti til Miđ-Atlantshafshryggjarins.

Stephen Moorbath var tvímćlalaust í fremstu röđ jarđvísindamanna í Bretlandi. Hann starfađi í mörg ár viđ rannsóknir á geislavirkum efnum í jörđu og ţróađi tćkni til ađ kanna og mćla ţau. En hann var fćddur í gyđingafjölskyldu í Ţýskalandi áriđ 1929. Hann slapp naumlega frá Ţýskalandi nasista áriđ 1939, en móđir hans og systir voru brenndar í helförinni miklu í herbúđum nasista áriđ 1942. Hann fékk vinnu sem ađstođarmađur í lífefnafrćđideild Oxfordháskóla sem unglingur, en einstakir hćfileikar hans komu fljótt í ljós og kjarnorkustofnunin Harwell sendi hann beint á skólabekk í Oxford til framhaldsnáms áriđ 1948. Ferill hans sem vísindamanns var glćsilegur, en ţađ voru margar ađrar merkilegar hliđar á ţessum gáfađa sérvitring: tónlist, listir, bókmenntir og allt hitt var á hans valdi, en kímnigáfan meiri og betri en hjá nokkrum öđrum sem ég hef kynnst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband