Þykkt Grænlandsjökuls

SPRIMökkurinn sem sést úr flugi yfir Grænlandsjökli skammt fyrir vestan Kulusuk (sjá tvö fyrri blogg hér), er lauslega staðsettur á svæði, þar sem jökullinn er á milli 1.5 til 2 km á þykkt. Rauða stjarnan sýnir staðsetningu flugmanna á Twin Otter vél. Kortið er frá Scott Polar Institute. Bláa jafnþykktarlínan sýnir 500 m þykkt. Svörtu þykktarlínur jökulhettunnar eru á 500 metra bili. Rauða línan markar jaðar jökulsins. Mesta þykkt íshellunnar er um 4 km yfir miðju landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Þetta er ekki nógu nákvæmt kort af þykktinni á Grænlandsjökli. Hér eru betri kort, sem sýna ca 1 km þykkt: http://www.geoforskning.no/nyheter/grunnforskning/935-gronlandsisens-betydning-for-topografien

FORNLEIFUR, 13.7.2017 kl. 12:05

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Og mér sýnist ekki jökullinn vera svo þykkur á þeim slóðum sem myndin var tekin.

FORNLEIFUR, 13.7.2017 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband