Hver hreinsar skítinn í Camp Century?

iceworm.jpgNú þegar Grænlandsjökull bráðnar, þá er hætta á að geislavirk efni, skolp, saur og úrgangur frá heilli borg inni í jöklinum berist út í Atlantshafið. Það getur haft áhrif á sjóinn og lífríkið, alla leið til Íslandsmiða. Árið 1959 reistu Ameríkanar herstöðina Camp Century í norðvestur Grænlandi. Reyndar var herstöðin ekki reist, heldur grafin niður í jökulinn. Hún er staðsett uppi á meginjöklinum, skammt fyrir austan herstöðina Thule. Með mikilli leynd komu Ameríkanar fyrir langdrægum eldflaugum í ísnum undir Camp Century, vopnuðum kjarnorkusprengjum. Sovíetríkin voru auðvitað skotmarkið, ef alvöru stríð brytist út í kalda stríðinu. Samtímis voru langdrægar sprengjuflugvélar með kjarnorkusprengjur staðsettar í flugherstöðinni Thule.

Ameríkanar grófu mörg löng göng í gegnum jökulin, í um 2000 m hæð yfir sjó. Þar komu þeir fyrir Camp Century herstöðinni í þágu verkefnis, sem mikil leynd hvíldi yfir: Project Iceworm. Hvorki Danir né Grænlendingar vissu neitt um markmið Project Iceworm, og sannleikurinn um kjarnvopnaðar eldflaugar kom ekki fram að fullu fyrr en árið 1995, þegar Danska þingið rannsakaði málið.

Kjarnaofn framleiddi tvö megawött af raforku fyrir borgina umdir ísnum. Stöðin var rekin frá 1959 til 1966, en var þá yfirgefin vegna þess að jökullinn var á hreyfingu. Kjarnaofninn var fjarlægður þegar stöðinni var lokað, en geislavirk úrgangsefni, rusl, skólp og skítur eru enn undir ísnum, seð óðast þynnist. Þar á meðal eru um 200 þúsund lítrar af dísel olíu.

Loftslagsfræðingar telja að allur sóðaskapurinn muni koma upp á yfirborðið vegna bráðnunar jökulsins og hnattrænnar hlýnunar, og reikna með að það gerist ekki seinna en árið 2090. Hverjir sjá um hreinsunina? Ameríkanar, Danir, Grænlendingar? Hér þarf ríkisstjórn Íslands að skifta sér af mengunarmálinu fyrir alvöru, því geislavirku úrgangsefnin geta auðveldlega háft áhrif á og umhverfis Ísland.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er víða ruslið eftir ameríkana á Grænlandi. Ég flaug einu sinni frá Tasilaq til Sermiliqaq og sá þar í firði þúsundir af olíutunnum við ströndina. Þetta var skammt austan við Kuumiut. Þýrluflugmaðurinn sagði mér að þetta hafi verið þarna í áratugi og algert viljaleysi hjá Dönskum yfirvöldum að segja kananum að fjarlægja þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2016 kl. 05:19

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þú þyrftir helsst að sýna okkur allt svona á LANDSKORTA-TÆKNI-TEININGUM og áhættu-radíus í kringum þessa bækistöð.

Jón Þórhallsson, 10.9.2016 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband