Var búiđ ađ múlbinda Ítalska skjálftafrćđinga?

hinirseku.jpgHvađ segja Ítalskir jarđvísindamenn um stóra skjálftann, sem nýlega reiđ yfir borgina Amatrice? Mig grunar ađ ţeir segi ekki neitt af ótta viđ ađ verđa dregnir fyrir dómarann. Skýringin er sú, ađ ítalskir jarđvísindamenn voru múlbundnir í réttarhöldum varđandi jarđskjálftann í L’Aquila áriđ 2009.

Hinn 6. apríl áriđ 2009 reiđ stór jarđskjálfti, af stćrđinni 6,3 yfir fornu borgina L’Aquila á Ítalíu. Um 300 manns fórust. Nokkrum mánuđum áđur fór ađ bera á tíđum smáskjálftum undir borginni. Almenningur varđ órór, einkum eftir ađ amatör skjálftafrćđingur spáđi ţví ađ stór skjálfti vćri yfirvofandi. Hans spádómur var byggđur á vaxandi útstreymi af radon gasi úr jörđu, og sennilega var ţađ rétt hjá honum. Hinn 31. mars 2009 hélt nefnd sérfrćđinga opinn fund, til ađ fara yfir gögn frá jarđskjálftamćlum á svćđinu og til ađ veita yfirvöldum góđ ráđ. Á fundi međ fjölmiđlum á eftir, ţar sem jarđvísindamennirnir Franco Barberi og Bernardo De Bernardinis mćttu, lýstu ţeir ţví yfir ađ ţađ vćru engar líkur á stórum skjálfta. De Bernardinis lýsti ţví einnig yfir ađ vísindamenn telji ađ ţađ sé engin hćtta vegna ţess, ađ nú eru öflin í jarđskorpunni ađ eyđast í smáskjálftum. Ţannig gerđu vísindamenn lítiđ úr hćttunni, til ađ róa fólkiđ og til ađ eyđa spádómum um stóra skjálftann. Af ţessum sökum kusu flestir íbúar L’Aquila ađ vera um kyrrt innanhúss, í ţađ ţess ađ fara út á götu, eins og ţau voru vön í jarđskjálfta. Ţess vegna dó svo mikill fjöldi íbúa í húsum sínum í jarđskjálftanum einni viku eftir ađ vísindanefndin hafđi fundađ.

Réttarhöld voru haldin yfir vísindamönnunum sjö, og allir voru ţeir sekir fundnir um manndráp í október áriđ 2012, eftir ţrettán mánađa réttarhöld, sem dáleiddu vísindasamfélagiđ um heim allan. Myndin sýnir ţá félagana sjö.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband