Er Grænlandshákarl elsta lifandi hryggdýr jarðar?

ha_769_karl.jpg
 

Ég var í hákarlasafninu í Bjarnarhöfn í dag með hóp frá Bandaríkjunum. Þeir gæddu sér á hákarl. Þegar ég kom heim, þá las ég grein þess efnis, að hákarlinn umhverfis Ísland og Grænland er sennilega langlífasta hryggdýr jarðar. Samkvæmt nýjustu rannsóknum getur hann náð um 400 aldri. Hann er samt ekki langlífasta dýrið. Það er kúfskel, sem fanst á hafsbotninum undan Norðurlandi fyrir nokkrum árum, en hún reyndist vera 517 ára gömul, þegar vísindamenn drápu hana með því að skera hana í tvennt. Aldursgreining á hákarlinum er gerð með því að mæla geislavirk efni (geislakol) í augasteininum. Miðja augasteinsins er elst, og svo hlaðast utan á hann yngri og yngri lög. Sá elsti, sem er hákarl yfir 5 metrar á lengd, reyndist vera um 392 ára gamall, samkvæmt rannsókn Julius Nielsen og fleiri danskra líffræðinga. Ef þið eruð að smjatta á hákarlsbita og skola honum niður með Svarta Dauða á næsta Þorrablóti, þá eru töluverðar líkur á að þið séuð með nokkur hundruð ára gamlan fiskbita í kjaftinum.

 Er það  tilviljun, að hákarlinn og kúfskelin, sem bæði lifa í mjög köldum sjó, séu langlífustu dýrin á jörðu? Sennilega er það engin tilviljun, heldur tengt kuldanum sem þau lifa við.  Kuldinn hægir á allri líkamsstarfsemi og gefur þeim lengra líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig getur maður annað en fengið samviskubit, vegna svona upplýsinga? Nagandi risaeðlu á þorrablötum? Þessi pistill fer illa í maga og enn ver á samviskuna.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2016 kl. 03:00

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það eru til mörg merkilegri viðfangsefni sem að vísindamenn eins og Haraldur ættu að vera að eyða sinni orku í að leysa heldur en að skoða gamla hákarla:

https://www.youtube.com/watch?v=MmXU1XRhAB0

Jón Þórhallsson, 12.8.2016 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband