Gamla Sæluhúsið í Kerlingarskarði

Nú vex upp kynslóð á Snæfsaeluhu_769_s.jpgellsnesi sem veit varla hvar Kerlingarskarð er. Önnur var nú öldin hér áður fyrr, en þá var Skarðið fjölfarnasti þjóðvegurinn norður yfir Snæfellsnes. Ekki gekk það ferðalag alltaf slysalaust. Í janúar árið 1906 varð til dæmis landpósturinn og aðstoðarmaður hans úti eftir mjög erfiða ferð yfir Kerlingarskarð. Þetta var eitt af mörgum dauðsföllum sem voru tengd Skarðinu. Nú lét stjórn Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu til skarar skríða og veitti 150 krónur til sæluhússbyggingar í Skarðinu. Það var 6 x 10 ánir að stærð. Ári síðar voru veittar 47 krónur til viðgerðar á húsinu.

            Ekki er mér kunnugt um hve lengi húsið stóð uppi, en sennilega var það ekki lengi. Ég rakst á rústir þess nýlega. Það var staðsett í háskarðinu, milli dysja smalanna, og á lagum móbergshrygg rétt fyrir norðan syðri dysina. Hleðslan fyrir grunninn er vel sjáanleg og nokkur spýtnabrot hér og þar.  Annað er ekki að sjá, en nú væri fróðlegt að vita hvort einhverjir hafi frekari heimildir um þetta gamla sæluhús. Mörgum árum síðar var reist myndarlegt sæluhús sunnar í Skarðinu, og stendur það enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mörgum árum síðan,á þeim tíma sem bjór var bannvara hér á landi,vorum við Líney á ferð um Kerlingarskarð á leið vestur. Af forvitni litum við inn í sæluhúsið og okkur til mikillar undrunar og gleði höfðu einhverjir ferðamenn skilið eftir heilan helling af erlendum bjór. Þeir voru greinilega á bak og burt svo við þágðum þessa óvæntu gjöf með þökkum.

Reynir Oddsson (IP-tala skráð) 7.8.2016 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband