Molander málar Heklugos

Molander HeklaNýjasta listaverk Eldfjallasafns í Stykkishólmi er eftir Norðmanninn Thorvald Antonius Molander (1903-1975). Þetta olíumálverk er sennilega af Heklugosinu árið 1947. Thorvald Molander (1903 - 1975)  var fæddur í Svíþjóð, faðir sænskur, móðirin finnsk. Þau fluttust til Norður-Noregs og gerðust norskir ríkisborgarar. Hann var að sögn á margan hátt áhugaverð persóna, mikið snyrtimenni og listrænn, spilaði á fiðlu. Hann ferðaðist á sumrin víðs vegar um landið, kynntist fólki og málaði vatnslitamyndir eða skissur, sem hann lauk síðan við á veturna. Ekkert yfirlit er til um þau verk. Árið 1952 sagði hann skilið við Ísland og fluttist til Noregs. Listasafn Reykjavíkur á mynd eftir hann af Snæfellsjökli. Molander deyr í Troms í Norður-Noregi árið 1975.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Skemmtileg mynd. Gæti hún kannski verið af gosinu 1947 úr því hann yfirgaf Ísland 1952? Sjónahornið til Heklu gæti þá verið úr suðri.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.9.2015 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband