Litla Ísöldin endurtekin?

loftslagLoftslagsbreytingar eru að gerast á jörðu. Það er ekki deilt um þá staðreynd. Hins vegar er deilt um orsökina. Er breytingin af manna völdum eða eitthvað náttúrulegt fyrirbæri? Sumir (þeir eru reyndar örfáir) telja að breytingarnar séu vegna misumnandi geislunar sólarinnar. Auðvitað er sólin stærsta orkulind okkar. Hún gefur ylinn með sólskininu og einnig hefur sólin skapað þá jarðolíu og jarðgas, sem við brennum. Það eru aðeins jarðhitinn og kjarnorkan, sem eru orkulindir óháðar sólinni.   Línuritið hér fyrir ofan sýnir breytingar á meðalhita á yfirborði jarðar frá 1950 til dagsins í dag (blátt). Einnig sýnir myndin hvernig koltvíoxíð hefur risið stöðugt (grátt), á sama hátt og hitinn. Nær allur vísindaheimurinn er á þeirri skoðun að hækkandi hiti stafi af vaxandi magni af koltvíoxíði, sem við mannfólkið losum við brennslu á jarðefnum eins og kolum og olíu. Að lokum sýnir myndin sveiflur í virkni sólarinnar (gult).   Það er ljóst að breytingar á virkni sólar hafa ekki haft nein áhrif á meðalhita jarðar á þessu tímabili.

Nú hefur rússneskur eðlisfrðingur Valentína Zharkova sett fram þá tilgátu að breytingar á sólinni eftir 15 ár muni valda mikilli kólnun á jörðu, jafnvel annari lítilli ísöld. Aðrir sólfræðingar hafa ekki enn birt álit sitt á kenningu hennar, en það verður fróðlegt að fylgjast með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Haraldur

Þessi spá kom fram á ráðstefnu sem haldin var á vegum eins virtasta stjarnfræðifélags í heimi, The Royal Astronomical Society,  sem var stofnað 1820, og fleiri aðila í Wales í síðastliðinni viku.

Vefsíða The Royal Astronomical Society: http://www.ras.org.uk

Vefsíða ráðstefnunnar: http://nam2015.org

Umfjöllun The Royal Astronomical Society um kenningu prófessor Valentina Zharkova varðandi verulega minnkandi virkni sólar: http://www.ras.org.uk/news-and-press/2680-irregular-heartbeat-of-the-sun-driven-by-double-dynamo

Frétt Science Alert um málið frá því í dag: http://www.sciencealert.com/a-mini-ice-age-is-coming-in-the-next-15-years

Sólvirkni hefur farið minnkandi undanfarið og ýmsar vísbendingar gefa til kynna að svo verði áfram, t.d. mælingar Livingston & Penn á styrk segulsviðs í sólblettum sem flestir sem fylgjast með þróun í stjarneðlisfræði þekkja.

Um prófessor Valentínu Zharkova má lesa hér á vefsíðu Northumbria háskólans þar sem hún starfar: https://www.northumbria.ac.uk/about-us/our-staff/z/professor-valentina-zharkova/

-

Það er rétt að skjóta því að, að það sem Valentína leggur fyrst og fremst til málanna er að gera tilraun til að útskýra hjartsláttaróreglu sólar með því að vísa til lagskiptingar í sólinni þar sem mismunandi tímalengd er á "11 ára" sveiflunni. Þannig er hægt að útskýra undirsveiflurnar (Gleissberg um 90 ár, Suess um 200 ár, ...) sem eru breytilegar að styrk. Það sem við sjáum er superposition tveggja sveiflna í þessum tveim lögum samkvæmt því sem Valentína skrifar.

Að virkni sólar stefni í lágmark 2030 hafa margir lengi talið sig vita.  Að það stefni í Litla ísöld er líklega áhersla fjölmiðla til að krydda umræðuna, þó svo Valentína virðist hafa sagt að það stefndi í Maunder lágmark í virkni sólar. 

Ég held hún hafi ekkert minnst á Litla ísöld.

Með góðri kveðju,


Ágúst H Bjarnason, 13.7.2015 kl. 14:07

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég hef ekki enn séð hvar þessi eðlisfræðingur setur fram þá tilgátu að breytingar á sólinni muni valda lítilli ísöld - held að það sé uppfinning þeirra sem afneita hnattrænni hlýnun og misgáfulegra fjölmiðla.

Höskuldur Búi Jónsson, 13.7.2015 kl. 16:05

3 identicon

gétur kólnun sólar ekki valdið kólnun við miðbaug þó ekki kólni við pólana. enda virðist vera meiri hitaaukníng á norðurhveli jarðar en suðurhveli kanski að möndulhallin gjæti skírt það að hluta hann á það til að flökta svolítið

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 23:45

4 identicon

Piers Corbyn astrophysicist hefur einnig skoðanir:

https://www.youtube.com/watch?v=rYwgRgbTjjQ

Ello (IP-tala skráð) 17.7.2015 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband