Sigurfari á haugana?

SigurfariÞegar ég heimsæki Akranes, þá kem ég gjarnan við hjá Sigurfara, síðasta kútternum á Íslandi. Ég hef alltaf litið á hann sem merkilegustu menningarminjar sem Akurnesingar hafa í sínum fórum. Hann er nú reyndar aðeins svipur hjá sjón og nú hafa yfirvöld tilkynnt að hann veri rifinn og kastað á hauga, í staðinn fyrir að ráðast í dýra viðgerð. Þetta er ótrúleg skammsýni hjá bæjarfélagi sem kastaði hins vegar um 150 milljónum króna í að semja sögu bæjarins. Ef þetta væri gamalt hús, þá væri það lögbrot að rífa það. Er engin hreyfing á Akranesi, sem hefur áhuga á að halda utan um svo merkilegan grip? Hvar er metnaður bæjarbúa í menningarmálum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Calma, calma!

Mörg ár eru liðin frá því að augljóst var að
Sigurfara yrði ekki bjargað; maðksmogin fúasprek
og maurafæða.

Akurnesingar hafa mikinn metnað fyrir sína hönd
en kapp er best með forsjá.

Rétt að blanda ekki öðrum málum ínní þetta,
gæti bara misskilist!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 13:15

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég held að það sé engin hætta á misskilningi hér.  Akurnesingar hafa haft þennan grip í sinni vörzlu í mara áratugi og látið hann grotna niður. Hér ríkir viðhorfið, sem er allt of algent á Íslandi:  "Þetta er bara gamalt drasl.  Henda því og þá annað nýtt."  En fornminjar og menningaminjar sem þessi verða aldrei endurbættar.

Haraldur Sigurðsson, 27.1.2015 kl. 16:20

3 identicon

Sæll Haraldur.

Ég fullvissa þig um það að af hálfu
Akurnesinga undir forystu
sr. Jóns M. Guðjónssonar þá ætluðu
þeir að varðveita kútterinn til komandi
kynslóða.

Ég held hins vegar að hvorttveggja hafi komið til
er fram í sótti, vankunátta og vanefni, að
draumurinn rættist.

En lof eiga þeir skilið með réttu sem upphaflega stóðu
að þessu en ég læt svo Guð og Kanann um afganginn!!

Húsari. (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 17:58

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigurfari er það merkilegt skip að það ætti að vera á ábyrgð þjóðarinnar. En það er eins með hann og margar menningarminjar sem eru í eigu þjóðarinnar og eru niðurníslu vegna vanrækslu og skammsýni.

Haraldur Bjarnason, 27.1.2015 kl. 21:28

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Þetta er SÍÐASTI kútterinn á Íslandi.  Hann var á sjó við veiðar árið 1970.

Haraldur Sigurðsson, 28.1.2015 kl. 13:03

6 identicon

Þakka þér kærlega Haraldur fyrir afbragðsgóðar greinar og athugasemdir, hef lesið allar þær nýjustu.  Það er skandall að láta Sigurfara lenda í ruslið, eða á brennur landsmanna. Best væri að stofna hollvinafélag Sigurfara, líkt og hollvinafélag Húna, sem hefur staðið sig með sóma við að varðveita þann bát.  Það er hins vegar ljóst að trébátar verða ónýtir, séu þeir hafðir á landi í langan tíma, þannig að ef ráðist verður í það stóra verkefni að varðveita þennan bát, er best að hafa það markmið að gera hann haffæran og nota hann síðan eins mikið og hægt er.  Færeyingar eru okkur langtum fremri í varðveislu gamalla báta og ef einhverjir eru tilbúnir til að hrinda þessu verki í framhvæmd, væri gott að fá góð ráð þaðan, eða jafnvel aðstoð.  Kv. FJF

Friðrik J. Friðriksson (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 00:45

7 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég tel einnig að þeir í Húsavík hafi góða reynslu af því að halda við trébátum og þeirra starfsemi er til fyrirmyndar.

Haraldur Sigurðsson, 29.1.2015 kl. 07:24

8 identicon

Já ég er sammála því, en Sigurfari þarfnast meira en viðhalds, væntanlega þarfnast hann endurbyggingar að mestu, þannig að ég er hræddur um að Húsvíkingarnir hafi það mikil verkefni í eigin bátum að erfitt verði fyrir þá að bæta þessu við, en það sakar auðvitað ekki að athuga það. Kv. FJF

Friðrik J. Friðriksson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband