Heitasta árið

2014temp.jpgÞað er varla fréttnæmt lengur, en árið 2014 er hið heitasta á jörðu síðan mælingar hófust árið 1880. Við tökum það nú sem sjálfsagðan hlut að hnattræn hlýnun haldi áfram sínu striki uppá við. Loftslagsfræðingar telja það einnig merkilegt að þetta met var sett í fyrra án þess að El Nino væri í gangi, en sá hafstraumur Kyrrahafsins dembir miklu magni af hita úr sjónum og upp í lofthjúp jarðar. Allir vita að það er fyrst og fremst losun okkar manna af miklu magni af CO2, sem hefur valdið hnattrænni hlýnun. 2014hafis.jpgNú þegar verð á olíu og jarðgasi heldur áfram að falla á heimsmarkaðinum, þá eru mjög litlar líkur á að mannkynið dragi úr losun á koltvíoxíði á næstunni. Komandi ár munu því verða enn hlýrri. Fyrsta línuritið sýnir hitaferli jarðar fyrir bæði land og haf, frá NASA. Önnur myndin sýnir hvernig hafís hefur dregist saman frá 1979, en hafís á norðurslóðum minnkar rúmlega 13% á hverjum áratug. Það eru töluverðar sveiflur í hafís og mest áberandi er hvað hann minnkaði mikið árið 2007, en 2012 var enn verra. 2014graenl.jpgÞriðja myndin sýnir hegðun íshellunar, sem þekur Grænland. Grænlandsjökull minnkar nú á ári hverju sem nemur 258 milljörðum tonna af ís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Við tökum það nú sem sjálfsagðan hlut að hnattræn hlýnun haldi áfram sínu striki uppá við."(sic)

Hvaða "við" doktor Haraldur Sigurðsson?

Er ekki rétt að geta þess að hér er miðað við GISS-mæliaðferðina marghanteruðu og erfðabreyttu?

Er ekki rétt að geta þess að hér er um meinta 0,01°C bætingu að ræða?

Er ekki rétt að geta þess að skekkjumörk eru 0,02°C?

Er ekki rétt að geta þess að gervihnattamælingar, sem NASA töldu áreiðanlegastar framan af, setja 2014 í sjötta sæti?

Eða er bara réttast að þjóna trúarbrögðum í stað vísinda?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 19:02

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Haraldur.

Frétt NASA er mjög óljós og erfitt að átta sig á innihaldinu. Sem betur fer kom út mun skýrari skýrsla eða frétt í fyrradag frá Berkley-Earth um sama mál.  
Sjá http://static.berkeleyearth.org/memos/Global-Warming-2014-Berkeley-Earth-Newsletter.pdf

Þar er þessi tafla sem sýnir „top ten years“:

Röð,  Ár,  Frávik, Óvissumörk

1)  2014 0.596  +/- 0.049
2)  2010
0.586  +/- 0.045
3)  2005 0.585  +/- 0.047
4)  2007 0.541  +/- 0.044
5)  2006 0.533  +/- 0.046
6)  2013 0.517  +/- 0.046
7)  2009 0.517  +/- 0.044
8)  2002 0.516  +/- 0.048
9)  1998 0.512  +/- 0.048
10) 2003 0.501  +/- 0.048

Eins og við sjáum, þá er munurinn milli áranna 2014 og 2010 ekki mikill, eða 0,596 – 0,586=0,01 gráða Celcius.  Óvissumörkin eru aftur á móti +/-0,05 fyrir hvort árið um sig, eða 5 sinnum meiri en hitamunurinn.   Reyndar er það svo, að samkvæmt viðurkenndum aðferðum við skekkjumatsreikning skal leggja saman óvissumörkin þegar mismunur á tveim mælistærðum er fundinn. Þannig er rétt að skrifa niðurstöðuna á samanburði þessara tveggja ára: Mismunur í hitafráviki frá meðalhita milli áranna 2014 og 2010 er  0,01°C +/- 0,1

Óvissan er sem sagt tíu sinnum meiri en mismunurinn.

Munurinn á árunum 2010 og 2005 er ennþá minni, eða nánast enginn.

Þetta er ástæðan fyrir því að í skýrslunni frá Berkley-Earth stendur (Þeir nota reyndar óvissumörkin +/-0,05 í stað +/-0,1 sem breytir ekki niðurstöðunni):

„Discussion:
Numerically, our best estimate for the global temperature of 2014 puts it slightly above  (by 0.01 C) that of the next warmest year (2010) but by much less than the margin of  uncertainty (0.05 C). 
Therefore it is impossible to conclude from our analysis which of  2014, 2010, or 2005 was actually the warmest year.     

The margin of uncertainty we achieved was remarkably small (0.05 C with 95%  confidence).   This was achieved this, in part, by the inclusion of data from over 30,000  temperature stations, and by the use of optiized statistical methods. Even so, the  highest year could not be distinguished. That is, of course, an indication that the Earth s  average temperature for the last decade has changed very little.  Note that the ten  warmest years all occur since 1998“.

Sem sagt:  Ekki er hægt að segja að árið 2014 hafi verið það hlýjasta því munurinn á árunum 2014, 2010 og 2005 er tölfræðilega ómarktækur. Samkvæmt þessu eru þessi þrjú ár tölfræðilega jafn hlý og skipa saman efsta sætið. Meðalhiti jarðar hefur breyst mjög lítið síðasta áratug.

Sjá um Berkley-Earth verkefnið hér: http://www.berkeleyearth.org

Með góðri kveðju,

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2015 kl. 21:45

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þarna eru tvær stofnanir á sama máli, NASA og Berkley Earth, sem gefa út að nýliðið ár hafi verið það hlýjasta á Jörðinni. Ekki munar að vísu miklu frá fyrra metári og sjálfsagt innan skekkjumarka. Skekkjan getur þó allt eins verið hitanum í hag.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.1.2015 kl. 09:49

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef eina mögulega orsök þess að stór hópur mjög vel menntaðra og málsmetandi manna telur ýmis, að það sé ekkert að hlýna eða telur jafnvel að loftslag á jörðinni "farið hratt kólnandi". 

Þessi orsök hlýtur að felast í hugtakinu "hagsmunir". Hagsmunirnir felast í því breyta í engu þeirri hegðun mannkynsins sem sækir látlaust í auðlindir jarðar án nokkurs tillits til afleiðinganna. 

Þetta hljóta að vera stundarhagsmunir og skammmtímasjónarmið sem eru svo sterk, að þau sveigja alla rökræðu og stjórnmál að því að þjóna sér skilyrðislaust. 

Stundum fer þetta saman við það að vera tilfinningalega svo mikill efahygjjumaður að öll rökræða miðist við það. 

Efahyggjumenn eru að vísu nauðsynlegir til þess að ávaltt sé leitað gagnstæðra möguleika til þess að sannreyna það sem sannast sýnist. En sumtt af því sem uppi er virðist sprottið af skammsýni og hagsmunaþjónkun einni saman. 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2015 kl. 11:26

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Menn þurfa ekkert að vera að stressa sig yfir þessum málum.  Við skulum bara anda með nefinu og fylgjast með framvindu næstu árin. Kannski kólnar, kammski hlýnar og kannski helst hitastigið nokkurnvegin eins...

Ágúst H Bjarnason, 18.1.2015 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband