Hvernig kóngur Marókkó tók á hryðjuverkamönnum

Marrakesh í Marokkó er góð borg. Hún er hrein, skemmtileg og hefur gömul markaðshverfi eða souk, sem eru sennilega óbreytt frá fyrri hluta miðalda. Það kemur mér ekki á óvart að Marrakesh er til fyrirmyndar. Fólk frá Marokkó hefur mjög gott orð á sér í Frakklandi, ólíkt því sem sagt er um hina fremur óvinsælu innflytjendur frá Alsír. En þótt þröngt sé í gömlu Marrakesh, þá er þrifnaður til fyrirmyndar, engir flækingshundar, og kurteist fólk. Gömlu hverfin eru svo flókin, að það þarf GPS til að komast út úr þeim auðveldlega, en yfirleitt finnur maður alltaf aftur stóra torgið Jaama el Fna. Maður gengur bara á hljómlistina eða þá í áttina þaðan sem hrossataðslyktin kemur. Hér á torginu halda nefnilega til um eitt hundrað skrautlegar hestakerrur. Torgið stóra er miðja borgarinnar á margan hátt. En undir þessu fagra yfirbragði leynist ef til vill önnur hlið á Marokkó. Hér var gert eina hryðjuverkið, sem Marokkó hefur orðið fyrir. Það var í apríl árið 2011, þegar sprengja sprakk í Argana veitingahúsinu. Hún drap 17 manns, mest túrista. Þá fylgdu handtökur og réttarhöld. Mohammed VI konungur er harður í horn að taka. Árið 2012 voru tveir dæmdir til dauða fyrir hryðjuverkið en nokkrir í viðbót settir í fangelsi. Mér hefur ekki tekist að fá beint staðfest að þeir hafi verið teknir af lífi, en mér var sagt af heimamanni hér í borginni að svo væri. Hann staðfesti einnig mýtu sem ég hafði oft heyrt í Frakklandi um þetta mál. Hún er sú, að auk sprengjuvarganna hefðu fjölskyldur þeirra einnig verið teknar af lífi, þar á meðal afar og ömmur, sem viðvörun til þeirra sem hyggjast stunda hryðjuverk í þessu konungsríki. Amnesty International hefur mótmælt því harðlega hvað allt réttarfar er fótum troðið í þessu landi, einkum er varðar mótmæli og áróður á móti ríkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband