Nýjustu færslur
- Goslok í Sundhnúksgígaröðinni?
- Storknun kvikugangsins er að draga úr kvikurennsli.
- Frekari skýring á kvikurennsli og spá um goslok.
- Endurnýjuð spá um goslok í Sundhnúksgígaröðinni.
- Einföld spá um lok umbrota í Grindavík
- Styrkið vísindin til að verjast náttúruhamförum
- Lárétt kvikuinnskot og dýpi jarðskjálfta (framhald)
- Lárétt kvikuinnskot og dýpi jarðskjálfta
- Annus Horribilis
- Hraunkæling mun ekki virka á svona hraun
- Fagurt sprungugos
- Það er búið að opna glufu
- Eldfjallafræðingur með kímnigáfu
- Gestablogg frá Árna B. Stefánssyni, augnlækni
- Hvorir eru betri á Reykjanesið og Grindavík: Innfluttir ítal...
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 5
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 144
- Frá upphafi: 1328502
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
- Viðtal Stöð 2 Eyjan
- Haraldur aftur á 6ö Minutes
- Eldfjallasafn
- Der Spiegel viðtal Hér ræðir Der Spiegel við Harald um eldfjöll
- Tambora
- Santóríni
- Kastljós 2012 Hverir á hafsbotni
- Tambora 1815
- Iceland Review viðtal
- ESSI Vefsíða ESSI
- National Geographic Þríhnúkagígur
- Haraldur í USA Today
- RUV Uppruni Vatns
- http://<iframe width=
- Laugardags Haraldur talar við Egil Helgason
- Laugardags Haraldur talar við Egil Helgason
- Laugardagsviðtalið Haraldur með Agli Helgasyni
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Maí 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Júlí 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Febrúar 2020
- Nóvember 2019
- Ágúst 2019
- Mars 2019
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júní 2016
- Apríl 2016
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Desember 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Ágúst 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Bloggvinir
-
stjornuskodun
-
loftslag
-
omarbjarki
-
emilhannes
-
agbjarn
-
postdoc
-
nimbus
-
hoskibui
-
turdus
-
apalsson
-
stutturdreki
-
svatli
-
greindur
-
askja
-
juliusvalsson
-
tryggvigunnarhansen
-
redlion
-
kamasutra
-
vey
-
blossom
-
aslaugas
-
agny
-
annaeinars
-
hekla
-
brandurj
-
gisgis
-
einarorneinars
-
elfarlogi
-
fornleifur
-
gessi
-
miniar
-
helgigunnars
-
himmalingur
-
kolgrimur
-
keli
-
brenninetla
-
jokapje
-
thjodarskutan
-
thaiiceland
-
photo
-
kollakvaran
-
hringurinn
-
kristjan9
-
maggadora
-
marinomm
-
nhelgason
-
123
-
hross
-
duddi9
-
sigurfang
-
summi
-
ursula
-
villagunn
Rennur jökull Bárðarbungu niður í skálina?
16.11.2014 | 22:23
Halldór Björnsson hefur stungið uppá hér fyrir neðan að sigið í Bárðarbungu sé ekki að hægja á sér, eins og ég hef haldið fram hér í síðasta bloggi, heldur sé jökullinn að renna inn í sigdældina. Ég sting uppá að sigið sé að hægt á sér, vegna þess að kvikuþrýstingur inni í kvikuþrónni undir öskjunni sé að dvína og þá sígur botn öskjunnar hægar niður. Við skulum líta á þetta og bera hegðun skálarinnar saman við hegðun annara jökla. Sigið nemur nú um 45 metrum í miðri skálinni. Radíus hennar er um 5 km. Þá er hallinn 1:110, eða um 0,5 gráður. Jöklar bregðast lítt eða ekki við í svo litlum halla. Myndin sem fylgir (frá Haeberli 1995) sýnir halla jökla á Suðurskautinu á móti viðbragðstíma. Lítill halli eins og 0,15 gráður kemst ekki einu sinni á blað hér. Viðbragðstími í minnsta halla (5 gráður) á línuritinu er um hundrað ár. Á þessum rökum er hægt að álykta að sennilega sé lítið eða ekkert rennsli á jöklinum inn í skálina. Þá álykta ég að breytingar á síginu orsakist af breytingum í kvikuhólfinu undir.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bárðarbunga, Eldgos | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
- Aska og flug
- Askja
- Bandaríkin
- Bárðarbunga
- Bergfræði
- Berggangar
- Eldfjallagas
- Eldfjallalist
- Eldgos
- Elfjöll í geimnum
- Endalok vaxtar
- Eyjafjallajökull
- Ferðalög
- Grænland
- Hafið
- Hagur
- Hekla
- Jarðeðlisfræði
- Jarðefni
- Jarðfræðikort
- Jarðhiti
- Jarðskjálftar
- Jarðskorpan
- Jarðsköpun
- Katla
- Kjarninn
- Loftslag
- Loftsteinar
- Mannfræði
- Mars
- Menning og listir
- Möttullinn
- Plánetur
- Rabaul
- Reykjanes
- Santóríni
- Snæfellsnes
- Tindfjallajökull
- Vestmannaeyjar
- Vesúvíus
- Vísindi og fræði
- Yellowstone
Athugasemdir
Hvað ef allt er á floti undir jöklinum vegna varmatilfærslu í gegnum bergið?
Ólafur Jónsson (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 07:16
Sæll Haraldur!
Ég er búin að velta því fyrir mér lengi hvers vegna engin flóð hafa komið í Jökulárnar á meðan á öllum þessum hamförum stendur? Miðað við þennan mikla hita og bráðnun undir jökli er með ólíkindum að engin flóð skuli hafa verið. Er það eitthvað sem við megum eiga von á á næstunni?
Ragna Birgisdóttir, 17.11.2014 kl. 10:54
“ Ég sting uppá að sigið sé að hægt á sér, vegna þess að kvikuþrýstingur inni í kvikuþrónni undir öskjunni sé að dvína og þá sígur botn öskjunnar hægar niður.“
Ég hefði haldið að þetta væri svona. (kannski það sem þú át við)
þegar efri hluti öskjunnar lækkar, lækkar vökvasúlan BB megini og því verður minni þrýstingur á eftir kvikunni út. Afleiðingin er þá hægara rennsli út úr kvikuhólfinu og þess vegna sígur askjan hægar eftir því sem frá líður.
Það er að seigja lækkaður þrýstingur í BB er þá afleiðing en ekki orsök sigsins ?
Það skiptir líka máli að gígarnir í HH eru alltaf að hækka og hrauntjarnirnar þar hafa hækkað svipað eða jafnvel meira en það sem sigið hefur lækkað. Ef beint vökvasamband er á milli BB og HH þá lækkar vökvasúlan líka vegna þess, sem hefur þá sömu áhrif á hraða sigsins/rennslisins.
Guðmundur Jónsson, 17.11.2014 kl. 11:24
Ólafur: Ég held að það séu engin gögn, sem bendi á að mikið vatn hafi safnast fyrir undir jöklinum í öskju Bárðarbungu. En vafalaust er það eitthvað, eins og sigkatlarnir benda á.
Haraldur Sigurðsson, 17.11.2014 kl. 13:20
Ragna: Flóð gerast aðeins ef kvika kemur upp í öskjunni eða ef mikill jarðhiti bræðir jökulinn. Auk þess þarf vatnsmagnið að verða það mikiða að það nái upp fyrir skörð sem eru í öskjubrúninni. Skörðin eru í um 1350 til 1450 metra hæð, en botn öskjunnar er í um 11 metra hæð yfir sjó. Ekkert sem bendir til að hætta sé á jökulhlaupum. Ekki enn...
Haraldur Sigurðsson, 17.11.2014 kl. 13:22
Guðmundur: Við byrjum með kvikuhólf, þar sem þrýstingur er hár. Þá brýst kvika út úr kvikuþrónni út í ganginn og út í Holuhraun. Kvikurennsli hefst út úr þrónni. Þá byrjar þrýstingur að minnka í kvikuþrónni og þakið (botn öskjunnar) byrjar að síga að sama skapi.
Haraldur Sigurðsson, 17.11.2014 kl. 13:24
Takk fyrir þína frábæru pistla. Ein spurning varðandi viðbragðstíma jökla á Suðurskautinu:
Einhver tíma heyrði ég að dýpt jökulsprunga í Grænlandsjökla væri mun meiri en í íslenskum jöklum vegna lægri hita í ísnum á Grænlandi. Þó ég viti ekki hvort þetta sé rétt þá vaknar samt sú spurning hvort graf Haeberli sé háð hitastigi jökulsins, hvort viðbragðstími íslenskra jökla gæti verið styttri vegna hærri hita?
Jón Atli (IP-tala skráð) 24.11.2014 kl. 11:21
Jón Atli: Það kann að vera rétt hjá þér. En held að það sé ekki næg skýring.
Haraldur Sigurðsson, 24.11.2014 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.