Nornahár og seigja kvikunnar

Ég hef sýnt fram á hér í síđasta bloggi ađ kvikan sem kemur upp í Holuhrauni er á um 1175 oC hita og hefur mjög lága seigju, eđa um  1.54 til 2 Pas.  http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1443833/

Ţessar tölur koma frá útreikningum, sem byggjast á efnasamsetningu kvikunnar.  Ţessi ađferđ er styrkt af brćđslutilraunum á basalt bergi og  hún er alls ekki umdeild ađferđ međal bergfrćđinga.  En ţađ er rétt ađ taka strax fram, ađ ţessar tölur um hita og seigju eiga viđ ţegar kvikan er inni í jarđskorpunni og ţegar hún er ađ gjósa, en ekki í hrauninu sjálfu.  Meiri hluti kvikunnar gýs í kvikustrókum, sem eru 30 til 50 metrar á hćđ. Nornarhár Í kvikustróknum mćtir kvikan andrúmsloftinu og kólnun byrjar.  Síđan fellur kvikan til jarđar og safnast ţar fyrir umhverfis gígana ţar til hún rennur á braut sem hraun. Hrauniđ er samansafn af hraunkleprum og hraunslettum, sem klessast saman í samfellt hraun.  Ţađ getur veriđ rautt og glóandi heitt, ţótt hitinn hafi  lćkkađ niđur fyrir 1000oC.  Glóđin lifir í hrauninu allt niđur undir 500oC.   Nornarhár eru eitt fyrirbćri sem styrkir mjög vel útreikning minn á seigju kvikunnar.  Fyrri myndin sýnir dćmigerđ nornarhár.  Nornarhár eru glernálar, oft ađeins brot af mm á ţykkt en geta veriđ tíu cm langar.  Ţćr myndast í kvikustróknum, ţegar kvikan er svo lapţunn ađ hún dreifist og sprautast upp í loftiđ.  Ţá snöggkólna strengir af kvikunni og mynda gler, sem viđ köllum nornarhár. Ţetta efni er reyndar alveg eins og steinull.  Seinni myndin sýnir mikiđ stćkkuđ nornarhár.  Nornarhár

Á Hawaii eru nornarhár mjög algeng og nefnd Pele´s hair.  Ţađ er almennt vitađ ađ nornarhár geta ađeins myndast úr kviku sem hefur seigju undir 10 Pas og passar ţađ mjög vel viđ kvikuna í Holuhrauni.  Ég hef boriđ ţessa seigju saman viđ seigju hunangs, en ţar á ég viđ ekta hunang viđ stofuhita, en ekki hunang, sem er víđa selt hér á landi og ţynnt út međ vatni eđa sykurupplausn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ţetta er athyglisvert

Ásta María H Jensen, 15.9.2014 kl. 22:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband