Hamagangur í Gunnuhver

GunnuhverUnfanfarna daga hefur virkni umhverfis Gunnuhver á Reykjanesi vaxið mikið. Þessi stóri leirhver er skammt frá Reykjanesvita.  Leirstrókar kastast nú hátt í loft og gufumökkurinn aukist.  Hverinn hefur víkkað og að hluta til gleypt í sig útsýnispallinn, enda hefur aðgengi verið lokað.  Myndin sem fylgir er eftir  Hilmar Braga, tekin fyrir Víkurfréttir.  Gunnuhver er vel lýst í kynningu  ISOR á Reykjanesi hér:

http://www.isor.is/9-gunnuhver-hverasvaedi

Það er athyglisvert að engin skjálftavirkni virðist fylgja þessum breytingum í hvernum.  Ekkir er því ástæða til að halda að kvika sé á hreyfingu  nær yfirborði.  Ef til vill er þessi breyting eingöngu vegna þess að hveravirkni hefur færst til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það verður senilga ekki gos úr þessu en ef gís á reykjanesinu hverjar eru þá líkur á því að loki reykjavík af. er þetað ein eldstöð frá reykjanesi að heingli manni finst þetað vera eithvað svipað og bárðarbúngu þtað gétur varla verið margar eldstöðvar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 09:42

2 identicon

þessi pallur sem sést á myndinni er löngu ónýtur og var honum ekki lokað það er nýr pallur þarna sem var reistur fyrir um 4 árum sem var lokað.

Bjarni Már Svavarsson (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 18:28

3 identicon

Breytingar á yfirborðsvirkni jarðhita nálægt og/eða á vinnslusvæðum jarðhitavirkjana stafar venjulega af vinnslunni sjálfri. Niðurdráttur í jarðhitageyminum vegna vinnslu lækkar þrýstinginn í kerfinu og veldur því að suða færist úr borholum og út í bergið. Veldur það myndun gufupúða, oft á tiltölulega litlu dýpi. Það getur bæði myndað nýtt jarðhitakerfi á yfirborði eða endurlífgað eldri kerfi. Í sambandi við Reykjanesvirkjun þá er niðurdráttur þar meiri en í nokkurri jarðhitavirkjun á Íslandi, eftir því sem ég best veit. Reyndar byrjaði virkni í Gunnuhver og nágrenni strax að aukast í kjölfar þess að Reykjanesvirkjun var gangsett eða svo gott sem. Þá þurfti að loka veginum og færa gönguslóðir og palla. Þetta þekkist einnig á Nesjavöllum en ekki eins áberandi, enda niðurdráttur þar mun minni.

Dr. Gretar Ívarsson, jarðfræðingur OR (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 21:54

4 identicon

Breytingar á yfirborðsvirkni jarðhita nálægt og/eða á vinnslusvæðum jarðhitavirkjana stafar venjulega af vinnslunni sjálfri. Niðurdráttur í jarðhitageyminum vegna vinnslu lækkar þrýstinginn í kerfinu og veldur því að suða færist úr borholum og út í bergið. Veldur það myndun gufupúða, oft á tiltölulega litlu dýpi. Það getur bæði myndað nýtt jarðhitakerfi á yfirborði eða endurlífgað eldri kerfi. Í sambandi við Reykjanesvirkjun þá er niðurdráttur þar meiri en í nokkurri jarðhitavirkjun á Íslandi, eftir því sem ég best veit. Reyndar byrjaði virkni í Gunnuhver og nágrenni strax að aukast í kjölfar þess að Reykjanesvirkjun var gangsett eða svo gott sem. Þá þurfti að loka veginum og færa gönguslóðir og palla. Þetta þekkist einnig á Nesjavöllum en ekki eins áberandi, enda niðurdráttur þar mun minni.

Gretar Ivarsson (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband