Berggangur á Grænlandi

Gangur á GrænlandiÉg skrapp til Grænlands, meðal annars til að skoða bergganga í Scoresby Sundi á Austur Grænlandi.  Og viti menn: á meðan hefst eldgos á Íslandi!   Myndin fyrir ofan er af um 2 m breiðum berggangi, sem sker hér rauð sandsteinslög frá Kolatímanum, eða um 300 milljón ára gömul.  Gangurinn er sennilega frá tertíer, eða um 50 milljón ára gamall. Á Grænlandi er mikill fjöldi bergganga, sem mynduðust þegar íslenski heiti reiturinn skreið frá vestri til austurs, undir Grænland, frá um 65 til um 50 milljón árum síðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er glæsileg smíð, er það missýn eða er eins og lína liggi eftir honum miðjum endilöngum, það er eins og hann sé tvískiptur?

Kjartan Pétursson (IP-tala skráð) 6.9.2014 kl. 09:38

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Það er algengt að stuðlarnir í berggöngum klofna eftir miðju, eins og hér. Þetta er sennilega eitt innskot, en annars geta gangar oft verið margfaldir.

Haraldur Sigurðsson, 6.9.2014 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband