Breidd bergganga

GangabreiddJarðvísindadeild Háskóla Íslands telur að kvikugangurinn frá Bárðarbungu sé 1,1 til 4,1 meter á þykkt.  Það er algeng þykkt á berggöngum á Íslandi. Takið eftir, að hann er kvikugangur á meðan hann er bráðinn og um 1200 oC heitur, en verður berggangur eftir nokkur ár, þegar hann kólnar og storknar.   Hér með fylgir mynd, sem sýnir þykkt tæplega 500 ganga á Snæfellsnesi, sem við Jóhann Helgason höfum mælt.  Lárétti ásinn er í metrum, en sá lóðrétti er fjöldi ganga sem eru mældir.  Flestir eru um 1 meter á breidd, en margir frá 3 til 5 m. En gangar, sem eru allt að 20 m eru til, þótt sjaldgæfir séu. Kvikugangurinn frá Bárðarbungu er því af algengri gerð, hvað varðar þykkt hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Sæll Haraldur.

Þeir gangar sem þið hafið verið að skoða eru væntanlega myndaðir á nokkru minna dýpi en "kvikugangurinn" í og norður af Dyngjujökli. Spurning hvort þetta er ekki net af "kvikuæðum" frá 15 km og upp undir 3-5 km og þar fyrir ofan gæti orðið til gangur af þeirri gerð sem við erum vanir að sjá í mörkinni? Finnst alla vega rétt að velta fyrir sér hvar þessi mörk kunna að liggja. Ég sé ekki fyrir mér að við "glennum" út sprungur á 10-15 km dýpi í skorpunni. En það væri gaman að heyra hvað Ágúst Guðmundsson (junior) hefur um það að segja....

Kveðja,

Ómar Bjarki Smárason, 27.8.2014 kl. 13:39

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ber að skilja þetta svo, að breidd kvikugangsins frá Bárðarbungu sé talin vera á bilinu 1,1 m - 4,1 m endanna á milli og að meðaltalið sé 1,6 m ?  Mig minnir ég hafi séð áætlun um 1,6 m breidd á vef Veðurstofunnar.  Hvers konar mælingar eða útreikningar liggja að baki mati á þessari breidd ?

Bjarni Jónsson, 27.8.2014 kl. 21:50

3 identicon

Öræfajökull er hann sérstök eldstöð ? Getur Bárðabunga haft áhrif þar sem annarsstaðar í elstöðvakerfum í umhverfi Vatnajökuls ? Síðasta gos þar var um 1720. Bárðarbunga var mjög virk á árunum 1700-1780.

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 22:24

4 identicon


Öræfajökull er hann sérstök eldstöð ? Getur Bárðabunga haft áhrif þar sem annarsstaðar í eldstöðvakerfum í umhverfi Vatnajökuls ? Síðasta gos þar var um 1720. Bárðarbunga var mjög virk á árunum 1700-1780.

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 23:34

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Já, Öræfajökull er vissulega sjálfstæð eldstöð.  En reynslan frá Bárðarbungu núna sýnir að kvika úr einni eldstöð getur hlaupið inn í sprungukerfi, sem er tengt annari eldstöð.  Þannig virðist Bárðarbungukvika vera komin inn í sprungukerfi Öskju.  Ekki tel ég líklegt að Bárðarbunga sé þó tengd gosum Öræfajökuls um 1720.

Haraldur Sigurðsson, 4.9.2014 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband