Heiti reiturinn undir Íslandi er yfir 1600oC heitur

Heiti reiturinnÍsland rís upp úr hafinu sem allstórt landsvćđi og eitt höfuđ einkenni ţess er mikil eldvirkni.  Ísland er ţá ţađ sem jarđvísindamenn kalla “hotspot” eđa heitan reit.  Lengi hefur veriđ deilt um uppruna og eđli heitra reita, en ţeir eru nokkrir á jörđu, ţar á međal Hawaii, Galapagos, Páskaeyja og Yellowstone.  Eru rćtur heitu reitanna djúpar, langt niđri í möttlinum, jafnvel á mörkum möttuls og kjarna,  eđa eru ţetta fremur yfirborđsfyrirbćri?  Deilan međal jarđvísindamanna um ţađ hefur variđ í nćr fimmtíu ár.  Nú vitum viđ tvennt um íslenska heita reitinn , sem skiftir miklu máli:  (1) hann nćr meir en 660 km niđur í möttul jarđar og sennilega mun dýpra, og (2) hann er um 165 oC heitari en venjulegur möttull umhvefis.  Gögn sem jarđskjálftafrćđingar hafa safnađ undir Íslandi gera kleift ađ teikna nýtt ţversniđ af möttlinum undir Íslandi. Ţađ er Yang Shen, prófessor í University of Rhode Island, sem teiknar.  Hann er međ skrifstofu á hćđinni fyrir ofan mína skrifstofu í Rhode Island í Bandaríkjunum.   Ţversniđiđ hans Yang nćr niđur fyrir 660 km dýpi á myndinni.  Í möttlinum eru greinileg skil, sem koma fram á skjálftabylgjum. Ţau neđri eru á  660 km dýpi en hin efri á 410 km dýpi undir yfirborđi.  Bogar  á ţessum skilum sýna stađsetingu heita reitsins.  Hann er sem sé eins og hallandi strókur í möttlinum undir landinu, en honum virđist halla dálítiđ til norđurs.  Hann er um 200 km í ţvermál í möttlinum.  Tökum eftir, ađ möttulstrókurinn  er fastur og óbráđinn.  Hann er mjög heitur, en vegna ţrýstings í jörđu helst hann óbráđinn ţar til hann rís grynnra.  Hann byrjar ađ bráđna og kvika myndast á línunum sem eru merktar “solidus”.     Hiti möttulsBasalt kvikan, sem gýs á yfirborđi, getur veitt okkur upplýsingar um hitann í möttulstróknum undir Íslandi.  Keith Putirka  hefur rannsakađ basaltiđ á Íslandi međ ţetta í huga og hann kemst ađ ţeirri niđurstöđu, ađ möttulstrókurinn undir okkur sé yfir 1600 oC heitur.  Hann er ţá um 165 oC heitari en “venjulegur” möttull jarđar.  Neđri myndin sýnir samanburđ á hitanum á "venjulegum" möttli (til vinstri), möttlinum í heita reitnum undir Hawaií (í miđju) og lengst til hćgri möttlinum í heita reitnum undir Íslandi.  Ţetta er nú gott og blessađ, en vakna ţá ekki ađrar spurningar?  Hvers vegna er möttullinn heitari hér undir okkur?   Er ţađ ef til vill vegna ţess, ađ möttulstrókurinn, sem rís undir Íslandi, kemur af mjög miklu dýpi, úr heitari lögum jarđar, og jafnvel frá mörkum möttuls og kjarna jarđar?  Hversvegna er strókurinn hallandi, en ekki lóđrétt súla undir landinu?  Eins og venjulega, ţá vekja nýjar upplýsingar nýjar og erfiđari spurningar í jarđfrćđinni og reyndar í öllum vísindum.  Ţađ er einmitt máliđ, sem gerir vísindin og alla fróđleiksleit svo dásamlega spennandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Eitt sem er vćntanlega öđruvísi međ heita reitinn undir Íslandi er ađ hann er einnig á flekaskilum. Eru ađrir heitir reitir jarđar á slíkum skilum?

Einhvern tímann sá ég ţví haldiđ fram ađ Ísland vćri hafsbotn ef ekki vćri fyrir heita reitinn, ekki vegna aukinnar eldvirkni heldur vegna ţess ađ hitaţennsla stróksins lyfti yfirborđinu upp fyrir sjávarmál. Er eitthvađ til í ţví? Ég sé ađ strókurinn er nokkurnveginn jafn breiđur og landiđ á teikningunni efst.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 8.8.2014 kl. 06:21

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Galapagos er nálćgt flekaskilum, og einni Azoreyja heiti reiturinn. Ţađ er rétt, ađ Ísland er ofan sjávar vegna heita reitsins.  Ef hans gćtti ekki,ţá vćru ađstćđur allt ađrar. Ég hef fjallađ um ţađ í bók minni Eldur Niđri. Heiti reiturinn undir miđ-austur Íslandi og Norđur Atlantshafshryggurinn eru ađ skiljast ađ smátt og smátt. Í framtíđinni mun samband ţeirra slitna og ţá sígur landiđ, eins og Galapagos eyjar hafa gert.

Haraldur Sigurđsson, 8.8.2014 kl. 06:31

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvađ stćđu ţá líklegast enn uppúr af ţví sem viđ ţekkjum af landinu eftir 10-20 milljón ár?

Helgi Jóhann Hauksson, 8.8.2014 kl. 11:38

4 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Takk fyrir svar! Er ţá vitađ í hvađa átt heiti reiturinn er ađ fara miđađ viđ flekaskilin?

Brynjólfur Ţorvarđsson, 8.8.2014 kl. 13:28

5 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Flekamótin, og ţar međ Miđ-Atlantshafshryggurinn, mjakast til vesturs međ tímanum, en heiti reiturinn er stöđugur í möttlinum. Ţađ eru ţá flekaskilin, sem eru áhreyfingu til vesturs, en ekki heiti reiturinn.

Haraldur Sigurđsson, 8.8.2014 kl. 13:38

6 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Hvađ stendur eftir af Íslandi eftir 10 til 20 milljón ár?  Ef heiti reiturinn og hryggurinn skiljast ađ, eins og gerđist á Galapagos, ţá dreifist hitinn á miklu stćrra svćđi í möttlinum og landiđ sígur. Ţá standa ađeins hćrri eldfjöll uppúr hafinu.  En framtíđarmyndin er einnig háđ ţví, hvort ísaldir haldi áfram.

Haraldur Sigurđsson, 8.8.2014 kl. 13:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband