Hvað heldur þú um orsök hnattrænnar hlýnunar?

SkoðanakönnunHnattræn hlýnun er staðreynd, en hverjar eru orsakir hennar?  Rúmlega 97% af vísindamönnum telja hlýnun vera af manna völdum. Hinir halda að hlýnun sé náttúrufyrirbæri og óháð mengun mannkyns á lofthjúpnum.  Meðal almennings í heiminum er svarið nokkuð annað, en það er misjafnt milli landa, eins og meðfylgjandi línurit sýnir fyrir tuttugu lönd.   Það er í enskumælandi löndum (Bandaríkjunun, Bretlandi og Ástralíu) sem efasemdir eru mestar um áhrif mannsins á hlýnun jarðar.  Það er í Kína, sem flestir trúa að hlýnun sé af manna völdum.  Hið síðara kemur ekki á óvart, því hvergi í heiminum er mengun meiri en í Kína.  Hvers vegna er almenningur í enskumælandi löndum svo tortrygginn á að hlýnun sé af manna völdum?  Er það tilviljum, eða er það tengt tungumálinu?  Eða er það vegna pólitísks þrýstings og áróðurs í þessum löndum?  Í Bandaríkjunum eru til dæmis 91 stofnanir sem eru vel fjármagnaðar af yfir $900 milljón sem eru í afneitum, eða vinna gegn þeirri skoðun á hlýnun sé af manna völdum. Þessar stofnanir eru styrktar af olíufélögum og álíka fyrirtækjum.   Í þessu löndum er ný-frjálshyggja nú mjög ríkjandi, þar sem margir hallast að þeiri skoðun að hinn frjálsi markaður eigi að ríkja en að draga þurfi úr áhrifum hins opinbera.   Einnig er bent á, að fjölmiðlar í þessum þremur löndum séu að miklu leyti í höndum eins einstaklings: Roberts Murdoch.  Hann er þekktur fyrir þá skoðun að hlýnun sé á engan hátt tengd starfsemi mannkyns.  En þessar skýringar eru reyndar eins og að klóra í bakkann: enginn veit hversvegna hinn enskumælandi heimur hagar sér þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Efasemdir mínar byggjast aðalega á íslensku sögunni.Um landnám var mun hlýrra á Íslandi, Vatnajökull mun minni og klofinn, Bændur í öræfum áttu hagagöngu fyrir geldneyti í Möðrudal og Grímsstöðum á Fjöllum, Fjallabændur áttu síðan viðarítök í Öræfasveitinni. Þeir munu hafa ferðast á milli jökla, enda Vatnajökulinn þá kallaður Klofjökull Nokkuð sverir viðabolir sjást í vélgröfnum skurðum sem bendir á gróskumikinn skóg á Íslandi.

Vissulega getur loftmengun haft áhrif á þessum tíma, vegna eldgosa og skógarelda um heiminn, um það getur verið erfitt að segja, en hlýrra var þá á Íslandi 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.7.2014 kl. 08:32

2 identicon

Þessi færsla er þér hreinlega ekki sæmandi Haraldur. Sem prófessor og eldfjallafræðingur að mennt hlýtur að mega gera þá kröfu til þín að þú sleppir trúboði og sýnir vísindalegum vinnubrögðum virðingu.

Þú flaggar "skoðanakönnun" án þess að geta um heimildir hennar. Hver stóða að þessari meintu könnun og hvar? Hvernig má það vera að unnt sé að gera vísindalega skoðanakönnun í jafn ólíkum þjóðlöndum um jafn umdeilt atriði?

Síðan slærð þú fram órökstuddri fullyrðingu: "Hnattræn hlýnun er staðreynd..."(sic) Vísindin segja okkur að það er engin hnattræn hlýnun í gangi og hefur ekki verið í tvo áratugi. Vissulega upplifum við enn eitt hlýskeiðið, en Íslendingar upplifðu kuldaskeið á árunum 1960 - 1990. Ertu búinn að gleyma því Haraldur, eða varstu bara ekki til á þeim árum?

Það er dapurlegt þegar mætir vísindamenn finna hvöt hjá sér til að breytast í spámenn/lýðskrumara. Í þessu sambandi vil ég benda á gagnmerkt bréf frá 49 fyrrverandi vísindamönnum NASA og geimförum til Charles Bolden, yfirmanns NASA.

Framsetningin er skýr:

“The unbridled advocacy of CO2 being the major cause of climate change is unbecoming of NASA’s history of making an objective assessment of all available scientific data prior to making decisions or public statements.”

“We believe the claims by NASA and GISS, that man-made carbon dioxide is having a catastrophic impact on global climate change are not substantiated.”

“We request that NASA refrain from including unproven and unsupported remarks in its future releases and websites on this subject.”

> http://sppiblog.org/news/former-nasa-scientists-astronauts-admonish-agency-on-climate-change-position

Þessir vísindamenn og geimfarar eiga að baki a.m.k. 1,168 ár af samanlagðri þjónustu við NASA! Þetta eru vísindamenn sem halda sig við vísindalegar staðreyndir en dylgjur og sögusagnir.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 09:05

3 identicon

"Vísindin segja okkur að það er engin hnattræn hlýnun í gangi og hefur ekki verið í tvo áratugi. Vissulega upplifum við enn eitt hlýskeiðið..." segir Hilmar.

Er þetta ekki þversögn?

Nonni (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 09:46

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"Hvað heldur þú um orsök hnattrænnar hlýnunar?" stendur í fyrirsögn pistilsins og síðan "Hnattræn hlýnun er staðreynd, en hverjar eru orsakir hennar?"


Ég þekki ekki neinn svokallaðan "efasemdarmann" sem efast um að hnatthlýnun hafi átt sér stað á síðustu öld. Hitamælingar segja okkur það ótvírætt og við finnum það á eigin skinni.  Flestallir "efasemdarmenn" telja einnig að áhrif losunar CO2 séu einhver.

Aftur á móti eru skoðanir skiptar um hve stór hluti þeirrar hnatthlýnunar sem varð á síðustu öld skrifast á losun manna á CO2 og hve stór hluti skrifast á breytingar í náttúrunni,

Getur verið að um "helmingur" skrifist á losun manna á CO2 og "helmingur" á breytingar í náttúrunni?  Um það veit enginn með vissu. (Hugtakið "helmingur" hér er ekki nákvæmt, gæti t.d. verið eitthvað á bilinu 20%-80%).

Við vitum þó að hlýnunin fyrir árþúsundi (Medieval Warm Period) sem var álíka mikil og nú, og hlýnunin fyrir um 2000 árum (Roman Warm Period) sem var enn meiri en nú, og hlýnunin fyrir rúmum 3000 árum (Minosan Warm Period) sem var enn meiri en hinar þrjár, geta ekki hafa stafað af völdum losunar manna á CO2. Þar kemur varla neitt annað til greina en einhverjar breytingar í náttúrunni.

Þess vegna hlýtur að vera eðlilegt og rökrétt að gera ráð fyrir að einhver hluti hlýnunarinnar núna stafi af völdum náttúrunnar og að náttúran sé ekki allt í einu núna "stikkfrí".  En hve stór er þáttur náttúrunnar nú og hve stór þáttur CO2?  Um það snýst málið. Ekki bara já eða nei, svart eða hvítt.

Þetta er mitt svar við spurningunni í fyrirsögn pistilsins: "Hvað heldur þú um orsök hnattrænnar hlýnunar?", og fyrstu setningu pistilsins: "Hnattræn hlýnun er staðreynd, en hverjar eru orsakir hennar?"

Að kunna að efast og spyrja spurninga er aðall hins sanna vísindamanns. "The important thing is not to stop questioning. Curiosity has its own reason for existing" er haft eftir Einstein. Við megum ekki hætta að spyrja spurninga. Það hljótum við að vera sammála um.

Ágúst H Bjarnason, 26.7.2014 kl. 10:03

5 identicon

hvort nú er hlínun eða ekki veit ég ekkert um .en nú geingur veðurfar í bylgjum hvort þettað er meira eða mina en undanfarnar aldir vita menn lítið um nema þá hugsnlega með borkjörnum í jöklum sem sína að sveiplur hafa verið þónokkrar í gegnum tíðina svo það þarf ekki mennina til. það sem við þurfum mest aðp óttast er að sjórin súrni ekki um of svo sjáfarplöntur dafni því senilega framleiða þær um helmíng af öllu súrefni á jörðu

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 10:12

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Minosan Warm Period  í athugasemd 4 átti að vera    Minoan Warm Period

Sjá þessa skýringarmynd, en á henni er vísað til heimildar (Grootes o.fl.)  í tímaritinu Nature.

Ágúst H Bjarnason, 26.7.2014 kl. 10:56

7 identicon

It has been hotter in the past so it is just cyclical

While it is true that there have been cyclical patterns of temperature changes throughout our planet's history, this does not mean that causes are unknown, unknowable, or all the same. The application of the scientific method is great for working out cause/effect relationships. Scientists have managed to link several warming and cooling cycles in the geologic history to specific causes. They have also shown that the modern warming is due to the added output of humans burning fossil fuels and destroying carbon sinks.

The existence of previous warming cycles does not negate the seriousness of the current one. These previous cycles destroyed a great deal of life on the planet, and if similar effects occurred today they would probably destroy all of human civilization, along with the humanity that created it. This does mean that the earth itself will survive, but that no denialist would be around to gloat.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 11:02

8 identicon

Gallinn við "vísindamennina" sem telja hlýnunina vera af mannavöldum er helst sá að þar nægir að vera með háskólapróf til að flokkast sem vísindamaður. Hvort einhver tannlæknir, hagfræðingur eða félagsfræðingur telji hlýnun vera af mannavöldum segir mér ekkert og nægir engan veginn til að sannfæra mig. Það segir mér bara að auðvelt er að nota tölulegar upplýsingar til að blekkja fólk.

Þar að auki þá hafa fyrri hlýindaskeið ætíð verið blómlegir uppgangstímar fyrir lífríki jarðar. Óttinn við afleiðingar hlýnunar virðist byggja á staðbundnum slæmum afleiðingum á örfáum stöðum og því að við séum ófær um að aðlagast breyttum aðstæðum. Hlýnun þarf ekki að vera slæm þó hér rigni meira, hætti að snjóa og einhverjar smáeyjar í Kyrrahafi fari á kaf.

Það voru mikil vísindi og fremstu vísindamenn Inka sem voru á því að fórn meyja væri góð aðferð til að stjórna veðrinu. Rannsóknir Íslenskra bænda bentu til þess að hvernig hrífan var lögð frá sér réði úrkomu. Það væri mikið áfall eftir milljónir ára sannfæringu að komast að því að mannskepnan stjórnar ekki veðrinu. Aðeins trúin á einhver æðri máttarvöld hefur fylgt okkur eins lengi.

Espolin (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 13:09

9 identicon

Þó enn sé lokað fyrir athugasemdir frá mér á þessari bloggsíðu undir mínu bloggnafni ætla ég að leyfa leggja hér orð í belg þó espolin og aðrir hafi orðað þetta ágætlega.

Prófessorinn notar hér leiðandi orðalag í upphafi pistils síns þegar hann segir að 97% vísindamanna [innsk: upplýstu?] telja að að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum, á meðan hinir [innsk: fáfróðu?] halda að orsakir séu aðrar. Hann talar um afneitun eða að unnið sé gegn þeirri skoðun á hlýnun sé af mannavöldum.

Um margra ára skeið hefur verið reynt að berja því í hausinn á okkur að útblástur manna á CO2 valdi því að hitastig á jörðunni hækkar. Ótal loftslagslíkön, sem eru stærðfræðilegir útreikningar eftir forsendum manna, hafa sýnt gríðarlega hækkun lofthitastigs í náinni framtíð. Rætt hefur verið um ofsaveður, flóð og hækkun yfirborðs sjávar um tuga metra svo mannkyn hefur helst átt að flýja til fjalla, þ.e. þeir sem hafa fjöll að flýja í. Og allt tengist það línulega við aukningu CO2.

Stærðfræðilíkön, eins og loftslaglíkön, eru þannig gerð að ef fjöldi breyta sem það vinnur með er 5 eða fleiri, er nánast hægt að stilla þau svo að hægt sé að líkja eftir hvaða fortíðaraðstæðum sem er, og fá niðurstöðu sem er nálægt þeim aðstæðum. Forspárgildi sömu líkana virðist hins vegar mjög mjög lítið svo ekki sé meira sagt, þar sem þau vinna línulega en lofthjúpurinn ekki, og eru að sjálfsögðu takmörkuð af þeim forsendum þau eru byggð á.

Af öllu CO2 sem talið er að mannkyn hafi losað í andrúmsloftið hefur um 25% verið losað eftir 1998. Á sama tíma hefur lofthitastig staðið í stað á jörðunni, og vísindamönnum gekk erfiðlega að útskýra hvernig á því stóð, þangað til einhverjum datt í hug að útskýra að hafið væri að soga þennan aukna varma til sín og ofan í hafdjúpið. Hverjar orsakir þess eru að í kringum árið 2000 að hafið varð allt í einu svona miklu öflugra að soga til sín varma hef ég þó ekki séð mikið haldið á lofti, en hef heldur ekki gert neina dauðaleit að þeim rökum.

Lofttegundin CO2 er um 0,039% af andrúmslofti jarðar. 3,4% af þessum 0,039%, eða alls um 0,001% af andrúmslofti jarðar, er þetta stórhættulega gas CO2 sem til komið er af athöfnum manna sl. 170 ár eða svo. Ég er mjög efins um að þetta magn, 0,001%, hafi þessi gríðarlegu áhrif sem haldið hefur verið fram, sérstaklega í ljósi þess að lofthitastig hefur ekkert breyst sl. 15 ár, á sama tíma og útblástur CO2 hefur aldrei verið meiri og gildi CO2 í andrúmslofti aukist svo hættulega í rúmlega 400ppm. Hætta þarf að telja fólki trú um að CO2 sé mengun, svo er ekki. CO2 er nauðsynlegt lífi á jörðinni. Án þess værum við ekki hér.

Vatnsgufa er mun öflugri gróðurhúsalofttegund en CO2 nokkurn tímann. Sem betur fer eru til vísindamenn sem átta sig á þessu og eru farnir að beina sjónum að áhrifum vatnsgufu á andrúmsloftið.

Af þessu sökum tel ég að áhrif útblásturs manna á CO2 á lofthitastig á jörðuni séu ofmetin, og orsakir breytinga á loftslagi séu af öðrum sökum en fyrst og fremst af útblæstri manna á CO2.

Erlingur (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 13:43

10 identicon

Ástæðan aukins co2 i andrúmsloftinu, er sú að regnskógar suður Ameríku hafa orðið fyrir gífurlegu hnjaski á undanförnum áratugum.

Síðan þurfa menn að staldra við aðeins, því að tölurnar sem hér eru byrtar eru ekki með öllu réttar.  Hér er einungis skoðað tölur undanfarinna  ára, kanski síðan á 18 öld, en ekki sögu jarðarinnar.

Án þess að skoða nokkrar tölur, ætti hvaða kjáni sem er að geta gert sér grein fyrir tveimur staðreyndum.  Ísland var hlýrra fyrir 1000 árum en í dag.  Svíþjóð var hlaðið regnskógum fyrir 4000 árum síðan.  Og eitthvað hlýtur að hafa verið öðruvísi á tímum risaeðlna, því þær myndu aldrei lifa á okkar jörð.  Þær myndu drepast, af stærðinni einni samann.  Þess vegna eru þessar tölur villandi, því þær gefa enga vísbendingu um þær umhleypingar sem eiga sér stað á jörðinni í gegnum tíðina.  Því miður, eru ansi margir svokallaðir vísindamenn "trúar sköpunar menn", sem halda fast í að ekkert breitist á jörðinni.  Að þetta sé einhver fastur miðpunktur heimsins.  Þá liggur við, að það megi kalla þessa áráttu meðal akademíunar, fyrir fávitahátt.

Skoðið http://en.wikipedia.org/wiki/Carbon_dioxide_in_Earth%27s_atmosphere

Hérna getur maður séð hlutföll koltvísýrings í gegnum aldirnar.  Í gegnum miljónir ára.  Og vit menn, ef maður skoðar þetta í þessu ljósi, þá er núverandi hlutfall ekkert stórt.  Við erum á hátindi reglulegs tímabils, þar sem slíkt á sér stað.  En vi síðustu 400 þúsund árin, sjáum við að við erum samt á hátindi í dag.  En ef við skoðum enn stæra tímabil, síðustu miljónir ára, sjáum við að það finnast tímabil þar sem koltvísýrings hlutfallið hefur verið margfalt, það sem það er nú.

Þetta þýðir ekki að það þurfi ekki að fara öllu með gát, en það er algjör óþarfi að samþykkja koltvísýrings skatt, sem ekki hefur neitt annað í för með sér, en auknar tekjur fyrir getuleysinga heimsins.  Á þá á ég ekki við fatlað fólk, heldur hina svo kölluðu ríkisbubba heimsins.

Staðreyndin er sú, að aukið hitastig á jörðinni er eitthvað sem þarf að athuga miklu nánar en gert hefur verið.  Og í stað þess að koma með Nostradamusarspádóma um heimsendi, þá væri nánar að koma með skýringar.  Sem einnig skýrir af hverju þetta hlutfall hefur aukist og minnkað með reglulegu millibili í gegnum sögu jarðarinnar.  Og sú ástæða er ekki að það séu fleiri beljur, sem reki við á jörðinni.

Menn gera allt of mikið úr sjálfum sér.  Ef maður skoðar þetta dæmi, þá er full ástæða til að áætla að þó svo að mannkynið hafi aldrei fundið vélina, þá værum við samt sem áður á þessu stigi.  Sannleikurinn er sá, að það að manninum hafi tekist að ná þessum framförum, er að öllum líkindum vegna þeirra umbreitinga sem hafa átt sér stað.  Umbreitingar sem hafa valdið segulstormum, sem hafa gert manninum kleift að valda rafmagni.  Meðal annars ... við erum að öllum líkindum, aðeins smá brot af því sem gerist ... og erum bara surfarar, sem fleitum okkur á öldu alheimsins.  Við erum ekki orsökin fyrir öldu alheimsins ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 14:24

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held það sé ótvírætt að um hnattlega hlýnun sé að ræða en vandamál vísindamann snýst held ég að mælingar ná ekki nema í mesta lagi 200 ár aftur í tímann. það er þessvegna hugsanlegt að hlýnun hafi átt sér stað fyrr í jarðsögunni t.d. í kringum þúsund. Síðan eru þessar staðbundnu sveiflur sem menn rugla svolítið saman við hnatthlýnunina. Það var hlýindaskeið fyrir norðan 1950-1960 ef ég man rétt en þá byrjaði að kólna. Ég held að skiptist á kulda og hitaskeið á einstökum svæðummeð nokkurra áratuga fresti.En það eru sfasemdarraddir og menn berja jafnvel höfðinu duglega við steininn. En gróðurhúsaáhrifin voru ekki sterk í Fljótunum í gamla daga, það get æeg sagt ykkur, má eiginlega segja að frystihúsaáhrifin hafi þar ráðið rýkjum.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.7.2014 kl. 16:27

12 identicon

Afneitun þróunarkenningar Darwin's sem og afneitun hnattrænnrar hlýnunar af mannavöldum er orðin hluti af agendu hægrisinnaðra rugludalla.

 

Þetta kemur mér að vísu ekki á óvart, en finnst það neðar virðingu vel menntaðra manna að munnhöggvast við slíka ignoranta.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 16:30

13 identicon

Viltu bara ekki veifa háskólagráðunum þínum Haukur Kristinnson? Maður sem nálgast umræður um meinta hnattræna hlýnun á þann hátt að brigsla andmælendum sínum um að vera "ignorantar" og "hægrisinnaðir rugludallar" er í besta falli lesinn en ekki lærður, montinn en ekki menntaður.

Í annan stað skal það ítrekað að ekki er um hnattræna hlýnun að ræða nú um stundir, heldur hnattræn hlýindi. Á því er mikill munur. Hnattræn hlýnun átti sér sannarlega stað á tíunda áratug síðustu aldar en í tæp tuttugu ár hefur ekki hlýnað á jörðinni - engin hnattræn hlýnun - og ekki útlit fyrir að svo verði, því miður.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 18:20

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég tel næsta öruggt að hlýnunin er vinstri mönnum að kenna, það sannar rauði liturinn. En frystihúsaáhrifin í fljótunum voru örugglega ættuð frá fram-sjöllum og einkanlega frá frömmurunum enda réðu Óli Jó og félagar öllu þar þegar ég var að alast upp. ÞETTA ERU NÚ ENGIN STJÖRNUVÍSINDI.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.7.2014 kl. 18:56

15 identicon

Það er alveg ótrúlegt að í hvert sinn sem, Haraldur, Ómar Ragnarsson eða þeir sem standa að vefnum loftslag, fjalla um loftslagsmál.  þá þarf ákveðin hópur manna að hella sér yfir þá með skömmum.  Þurfa íslendingar alltaf að tjá sig með dónaskap?


albert (IP-tala skráð) 26.7.2014 kl. 20:41

16 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hnattræn hlýnun hefur oft átt sér stað og á jarðsögunni. Að gefa sér þess vegna að að sú hlýnun sem nú á sér stað sé þess vegna ekki af mannavöldum er hins vegar illa igrunduð afstaða og stenst ekki rökræna skoðun.

Það er gaman af þessari umræðu og hún er á margna hátt fræðandi. Ekki svo mjög um hnattræna hlýnun, heldur um það hvernig þeir sem hafa fé og vald yfir fjölmiðlum geta beygt afstöðu fólks.

Þeir sem vilja fræðandi umræðu um þessi efni ættu að skoða ritryndar greinar um hnattræna hlýnun, orsakir og afleiðingar. 

Hörður Þórðarson, 26.7.2014 kl. 23:07

17 identicon

"Að gefa sér þess vegna að að sú hlýnun sem nú á sér stað..."(sic)

Þetta eru trúarbrögð en ekki vísindi.

Hvað segir reiknivél NOAA/NCDC’s um leitnina á þessari öld? Tökum tímabilið 2001 - 2013, hnattrænt, land og sjór og útkoman er . . . :

http://www.ncdc.noaa.gov/cag/time-series/global/globe/land_ocean/ytd/12/2001-2013?trend=true&trend_base=10&firsttrendyear=2001&lasttrendyear=2013

Leitnin er - 0,01°C á áratug (- 0,05°C á öld). Engin hnatthlýnun, því miður.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband