Hlýnun hafsins

Hlýnun hafsinsLosun á koltvíoxíði hefur vaxið stöðugt í heiminum og hitastig á yfirborði jarðar hækkað að sama skapi. En undanfarinn áratug hefur yfirborðshiti á landi nokkurn veginn staðið í stað.  Hvað er að gerast?  Sennilega er skýringuna að finna í hafinu. Ég hef áður bloggað um  hitann í hafinu, sjá hér:  http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1278537/

Myndin sýnir feril á hita í öllum heimshöfunum frá yfirborði og niður á 2 km dýpi.  Hér er hitinn sýndur í hitaeiningunni Joules, frekar en gráðum.  En niðurstaðan er sú sama: það er gífurlegt magn af hitaorku, sem nú safnast fyrir í hafinu. Loftslagsfræðingar telja að nú sé yfirborð jarðar búið að ná einhverskonar jafnvægi um tíma, og að hitinn færist nú úr lofthjúpnum niður í hafið í auknum mæli.  Sem sagt:  það er alls ekki ástæða til að álíta að það hafi degið úr hlýnun jarðar.  Hún gerist nú í vaxandi mæli í hafinu.   Það er talið að um 90% af hitanum sem myndast við hlýnun jarðar fari í hafið,  en til samanburðar geymir lofthjúpurinn aðeins um 2% af hitanum.  Hafið er því þessi risastóri geymir og einnig einskonar “buffer” eða jöfnunartankur, sem tekur endalaust á móti hlýnun.   Hlýnunin í hafinu er um 17 x 1022 Joules síðustu 30 árin.  Hvað er það mikil orka?  Jú, það er jafnt og að sprengja eina Hiroshima kjarnorkusprengju í hafinu á hverri sekúndu í þrjátíu ár!  Þeir fáu, sem eru ekki enn sannfærðir um hlýnun jarðar benda oft á að meðalhitinn á yfirborði jarðar hafi ekki vaxið mikið síðasta áratuginn,  þrátt fyrir vaxandi útblástur af gróðurhúsagasi.  Ég vil því benda þeim á staðreyndina um vaxandi hlýnun heimshafanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Haraldur og takk fyrir þessar upplýsingar

Maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt í þessu sambandi, og ég vildi hérna bara í leiðinni vekja athygli á þessari grein er birtist núna nýlega : "Global warming data FAKED by government to fit climate change fictions"

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 14:25

2 identicon

Al Gore fyrrverandi varaforseti er búinn að þéna ógrynni fjár með  sínum spádómum um hlýnun jarðar. Hann sjálfur ferðast um á prívate þotum, sem menga meira en þúsundir bíla. Hann prédikar mikið um að við hin ættum að leggja bílunum, og ferðast á hjóli.  Do as I say, not as I do.

  Jörðin er í stöðugum breytingum, eins og sjá má.  Grænland árið 1000, var mjög hlýtt. Ekki voru það bílarnir eða mengum vélvæðingar sem átti þar hlut að verki.

hrefna coe (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 17:45

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Haraldur: Er það ekki rétt að mælingar á hita í hafinu hafi fyrst og fremst verið (stopular) yfirborðsmælingar fram til ársins 2000 þegar skipulegar mælingar hófust með ARGO baujum? Hvernig var staðið að hitamælingum í hafinu fram til 2000? Hiti í djúpum hafsins hafði aldrei verið skipulega mældur fyrir þann tíma, eða hvað?

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.6.2014 kl. 18:01

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Skipulagðar mælingar á hita hafsins hófust með Challenger leiðangrinum árið 1872. í fyrstu var aðallega mældur hiti yfirborðs sjávar, en fljótlega fóru menn einnig að mæla hitann í djúpinu.  Skráin um hitafar í hafinu er því mjög löng og áreiðanleg.

Haraldur Sigurðsson, 25.6.2014 kl. 18:13

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Og á hversu mörgum stöðum var mælt og hversu reglulega? Eru þessi gögn aðgengileg?

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.6.2014 kl. 18:42

6 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Challenger leiðangurinn tók 273 djúpar mælingar á hita í Atlantshafi og Kyrrahafi.  Nú hafa haffræðingar gert mælingar á sömu stöðum, sama dýpi og á sma tíma ársins, og borið saman niðurstöðurnar.  Í dag er sjórinn heitar á 211 af þessum stöðum. Að meðaltali er Atlantshafið um 1 gráðu heitari en 1872 og Kyrrahafið 0,4 gráðum heitari.  Á 366 metra dýpi eru heimshöfin að meðaltali  um 0,4 graðum heitari nú, en mismunurinn minnkar með dýpinu og hvefur eins og við er að búast á miklu dýpi, fyrir neðan 1,5 km.

Haraldur Sigurðsson, 25.6.2014 kl. 19:00

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Takk fyrir þetta.

Mér skilst að vatn geti geymt allt að 50 sinnum meira CO2 en sama rúmmál af lofti, og eins og þú bendir á í öðrum pistli gefur hafið frá sér CO2 þegar það hitnar. Eru til tölur um hversu mikið CO2 hafið hafi þar með gefið frá sér á þessum tíma vegna hækkaðs hitastigs?

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.6.2014 kl. 19:26

8 identicon

Fyrir 5000 arum siðan var sviþjoð þakið laufskogi, og var þa meðalhitinn i sviþjoð mun hærri en han er i dag. Og hafa rannsoknir her synt það og sannað að landið hefur flakkað fra þvi að vera hafsbotn, till þess að flakka a milli að vera barrskogar, bogskogar og laufskogar.

Siðan attu að ferðast um heiminn ... Her er til dæmis eins og þu segir, með rettu. Að hiti loftsins er alls ekki har. En hitastig geislunar solarinnar hins vegar mun meiri en vanalegur. Þetta hefur verið malið undanfarin tvö ar. Og er ransoknarefni, eins. Og þu segir. En eg tel að maður a ekki að einblyna a bilana og kuamykjuna. Slikt er bara afsökun til að geta lagt meiri skatt a folkið af halfu ræningjabaronanna.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 22:06

9 identicon

Glæsilegt hjá þér Haraldur! Ef við umreiknum Joules í gráður nemur hækkunin 0,12°C tímabilið 1992 - 2013 :) - að því gefnu að eitthvað sé að marka þær mælingar sem stuðst er við.

0,12°C hækkun hitastigs fellur auðvitað undir suð í mælingum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.6.2014 kl. 22:56

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gott hjá þér Haraldur að birta greinar um loftslagsvísindi!

Erlingur spyr hvort hafið losi CO2 - svo mun ekki vera, hafið tekur til sín um helming þess CO2 sem mannskepnan lætur frá sér, sú tala hefur eitthvað minnkað með hlýnun hafsins og mun minnka áfram, en það er mjög langt í að hafið verði svo hlýtt að það fari að losa CO2.

Hilmar reiknar út 0.12 gráðu meðalhækkun heimshafanna út frá varmaaukningu þeirra. Sjálfum reiknast mér til að hækkunin sé rúmlega 0,09 gráður, en þarna munar ekki miklu.

Nú dettur mér í hug að það sé eðlisfræðikunnátta Hilmars (eða skortur á sömu) sem gerir að verkum að honum finnst 0,1 gráðu hækkun úthafanna ómerkileg - eða "suð í mælingum".

Í fyrsta lagi má benda á að ef þessi varmi sem úthöfin hafa safnað til sín hefði farið í að hita andrúmsloftið þá samsvarar það um 33 gráðu hækkun andrúmslofts.

Í öðru lagi þá eru hitamælar auðvitað svo miklu nákvæmari en svo að hægt sé að kalla 0,1 gráðu "suð í mælingum".

Í þriðja lagi er það fyrst og fremst útþensla úthafanna (sjávarstöðuhækkun) sem sýnir varmaaukninguna, ekki beinar mælingar hitastigs með t.d. Argo flotum og öðrum tækjum. Sjávarstöðuhækkun er orðin talsverð (um 3,6 mm á ári síðustu 20 árin eða svo) og hægir ekki á sér, frekar að bætist í. Bráðnun íss eykst hratt og er núna farin að skila um þriðjungi sjávarstöðuhækkunar á ári, afganginn er eingöngu hægt að skýra með varmaþenslu úthafanna.

Að lokum má benda á að Argo flotin sýna ívið hærra hitastig en aðrar aðferðir hafa gefið tilefni til að ætla. Línuritið sem Haraldur birtir er því hugsanlega vanmat á varmaaukningu úthafanna.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.6.2014 kl. 05:26

11 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þorsteinn, þú vísar á grein um það hvernig búið er að "falsa" hitatölur frá Bandaríkjunum. Munurinn liggur í beinum mælingum og leiðréttum mælingum. (Þessi "fölsun" er reyndar gömul frétt sem stingur upp kollinum með nokkurra ára millibili).

Leiðréttar mælingar eiga ekki alltaf rétt á sér (eins og t.d. Trausti Jónsson hefur bent á), en eru þó stundaðar alls staðar þar sem mæliaðferðir hafa breyst með tíma. Einn helsti munur á beinum mælingum og leiðréttum mælingum í þessu tilfelli er að um miðja síðustu öld voru hitatölur dagsins í Bandaríkjunum teknar síðdegis, í dag eru þær teknar að morgni, sem lækkar mældan dagshita nokkuð. Það er því full ástæða til að leiðrétta eldri tölur svo þær séu sambærilegar nýrri tölum.

Leiðréttingar á eldri mælingum er nokkuð sem gert er um allan heim. Samanburður á leiðréttum mælingum og beinum mælingum sýna að á heimsvísu lækka þær hitatölur um c.a. 0,2 gráður um 1880, c.a. 0,1 gráðu um 1940 og frá um 1980 eiga engar leiðréttingar sér stað.

Allt í allt hefur leiðrétting eldri mælinga nánast engin áhrif á heimsvísu, en það er ljóst að í Bandaríkjunum hefur leiðréttingin lækkað miðbik aldarinnar nokkuð í þessu tilfelli sem vitnað er til.

En svo ég endurtaki: Hér er ekki um neina fölsun að ræða heldur algeng og viðurkennd vinnubrögð. Leiðrétting er auðvitað nokkurs konar ágiskun og menn hitta eflaust ekki alltaf rétt á, en tilgangur leiðréttinga er að reyna að fá tölur sem eru sambærilegar yfir lengri tima. Ekki að falsa.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.6.2014 kl. 06:25

12 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hrefna og Bjarne benda á þá vel þekktu staðreynd að meðalhiti andrúmslofts jarðar hefur oft verið talsvert hlýrra en núna (og einnig oft talsvert kaldara).

Það er þó ekki rétt að það hafi verið hlýrra á Grænlandi fyrir 1000 árum eða í Svíþjóð fyrir 5000 árum. Síðustu tveir áratugir eru að meðaltali mun hlýrri en hlýjustu skeið núverandi hlýskeiðs (c.a. 10.000 ár).

Hitastigið hefur þó ekki enn náð síðasta hlýskeiði (fyrir um 130.000 árum).

En munurinn á heiminum í dag og fyrir 1000 eða 5000 eða 130.000 árum síðan er að í dag búa yfir 7 milljarðir manna á jörðinni og lifa nánast eingöngu af landbúnaði. Þær hitastigsbreytingar sem þegar hafa orðið hafa sett talsverða pressu á matvælaframleiðslu og hækkað matvælaverð á heimsvísu. Ef hækkun heldur áfram má allt eins búast við verulegri röskun matvælaverðs með tilheyrandi hörmungum og stríðsrekstri.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna lítur svo á að langstærsta ógn við öryggi Bandaríkjanna er hækkun hitastigs, einmitt vegna þess að matvælaverð mun hækka, framboð minnka og styrjaldarástand breiðast út.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.6.2014 kl. 06:31

13 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Bjarne nefnir einnig sólina, en það er vel staðfest að útgeislun sólar hefur farið minnkandi síðustu áratugi. Hækkun hitastigs er því ekki hægt að skýra með vísun til sólarinnar.

Nýliðinn maí mánuður er sá hlýjasti sem mælst hefur á heimsvísu, en apríl jafnaði fyrra met. Júní stefnir einnig í að slá fyrri met. Hýnunin heldur áfram.

Brynjólfur Þorvarðsson, 26.6.2014 kl. 06:33

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Jú, það er jafnt og að sprengja eina Hiroshima kjarnorkusprengju í hafinu á hverri sekúndu í þrjátíu ár!" = 0,12 gráður Celsius.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2014 kl. 08:34

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér er heitt!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2014 kl. 08:35

16 identicon

Haraldur á ekki í vadræðum með að sítera John C(r)ook:

"Hlýnunin í hafinu er um 17 x 1022 Joules síðustu 30 árin. Hvað er það mikil orka? Jú, það er jafnt og að sprengja eina Hiroshima kjarnorkusprengju í hafinu á hverri sekúndu í þrjátíu ár!"

Hvernig væri að hræða nú endanlega líftóruna úr saklausum Íslendingum:

Ein Hiroshima kjarnorkusprenga ~ 67 TeraJoules (TJ) = 6E13J.

Ummál jarðar er 3 * (6E6m)^2 = 1E14m2.

TSI sólar ~ 1kW = 1E3 J/s, þannig að jörðin fær ca 1E17 J/s sólarmegin, þannig að sólin sprengir u.þ.b. 1E17/6E13 = 1E3 Hiroshima sprengjur á jörðinni á hverri sekúndu!

1000 Hiroshima kjarnorkusprengjur springa samkvæmt þessu á jörðinni á hverri sekúndu!

Eigum við ekki að innleiða sólaskatt til að útrýma þessu hræðilega fyrirbæri? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 10:38

17 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Síðasta áratuginn hefur hlýnun í lofthjúpnum og í hafinu á jörðu numið um  8 x 1021 Joules á ári, eða , or 2.5 x 1014 Joules á sekúndu.  Kjarnorkusprengjan sem féll á Hiroshima er talin hafa verið um 6.3 x 1013 Joules, og þá er heildarorkan sem fer í hlýnun jarðar jafnt og 4 Hiroshima sprengjur á sekúndu.   Sjá frekar um þetta hér: http://www.skepticalscience.com/4-Hiroshima-bombs-worth-of-heat-per-second.html

 

Haraldur Sigurðsson, 26.6.2014 kl. 10:55

18 identicon

Driving Handbook

The ‘Gore Effect’ Strikes Downunder

Craig Kelly, MP writes:

With Al Gore visiting Canberra today, it’s little surprise that the ‘Al Gore Effect’ has struck again.

The ‘Al Gore Effect’ is defined by the Urban Dictionary as;

“the phenomenon that leads to unseasonably cold temperatures, driving rain, hail, or snow whenever Al Gore visits an area to discuss global warming.”


There are countless examples of Al Gore visiting a city, only for freezing below normal temperatures to strike.

Simply the phenomenon of the ‘Al Gore Affect’ is Mother Nature laughing at Al Gore, as he jet sets around the world preaching that we are all doing to fry, Mother Nature turns on an icy blast of freezing weather.

In Canberra it was only last month that the Bureau of Meteorology foretold that Canberra was likely to experience “a dry and warmer-than-average winter”.

But as Al Gore rolled into Canberra – so to did blizzard conditions, icy temperatures and a big dump of snow in surrounding mountains.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 11:03

19 identicon

Global Warming, Global Cooling & Climate change

 https://www.youtube.com/watch?v=I6sCdkiY4mI

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 12:06

20 identicon

Sagði ég ekki? Haraldur vísar beint í teiknimyndasöguhöfundinn og wannabe loftslagsfræðinginn John C(r)ook og málgagnið hans, http://www.skepticalscience.com!

Talandi um blinda ofsatrú og magnaðar heimsendakenningar! :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2014 kl. 18:17

21 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Alveg makalaus umræða.

Niðurstaðan er sem sagt þessi:

Lofthiti á Jörðinni hefur hækkað síðustu árhundruð af mannavöldum, en svo allt í einu hættir andrúmsloftið að hitna, á sama tímabili og aldrei hefur verið hleypt meira af CO2 í andrúmsloftið (u.þ.b. 25% af heildarlosun mann á CO2) en þá hleypur öll orkan, fullt af Joules sem hverfa allt í einu í hafið, sem bara gleypir í sig helmninginn af öllu CO2 sem menn losa í andrúmsloftið á hverju ári og veldur allri hitaaukningunni, sem engin er, en samt veit enginn af hverju allir Júllarnir skella sér núna til sunds, þegar virkni sólar hefur farið minnkandi! Er nema von að mar klóri sér hárlausan í forundran á ruglinu?

1 x Rúnar Júl í KEFveldi var líka öflugur á hverju ári í mörg ár. Svo bara dó hann.

Erlingur Alfreð Jónsson, 26.6.2014 kl. 21:10

22 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Erlingur: Eins og Haraldur útskýrir þá hefur mikil orka farið í úthöfin. Nú er að hefjast tímabil El Nino, en þá losar Kyrrahafið nokkuð af þeirri orku út í andrúmsloftið - þar með eru allar líkur á því að lofthiti rjúki upp í ár og sérstaklega á næsta ári. Þannig að þessi undrun þín á ekki við eftir nokkra mánuði.

Höskuldur Búi Jónsson, 26.6.2014 kl. 22:32

23 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þá gerist það bara Höskuldur Búi. Annars máttu gjarnan skilgreina hvað þú átt við að lofthiti rjúki upp í ár eða á næsta ári? Er það 1 gráða, 2 gráður, eða 0,1? Eða jafnvel minna?

Annars er það merkilegt að rúmlega 25% af öllu þessu hræðilega CO2 sem talið er að maðurinn hafi losað í andrúmsloftið hefur verið losað eftir 1998, á sama tíma og lofthiti hefur staðið í stað. Og þá kemur allt í einu í ljós að öll hitaorkan hefur bara horfið í hafdjúpin!!! Sko til, bara sökk á bólakaf! Eitthvað sem engin spáði fyrir um að gæti gerst! Allir þessi kláru vísindamenn og þess síður fínu loftlagslíkönin þeirra.

Svo grátið þið úlfur úlfur þegar þið þykist hafa fundið út að hiti í hafinu á að hafa breyst um 0,1 gráðu á 30 ára tímabili, en nákvæmar mælingar (ARGO flotin) hafa bara staðið yfir í tæp 15 ár. ARGO verkefnið var jú sett á af því að það vantaði samhæft kerfi til að fylgjast með höfunum og ekki síst utan venjulegra siglingaleiða.

Og nú þegar búist er við að Kyrrahafið prumpi í ár, og það yljar okkur kannski í nokkra mánuði, komið þið og segið: "Sko! Þarna er öll hitaorkan! Puðrast út í loftið með El Nino, sko!" Og suma menn dreymir vota drauma um að nú myndist nokkurs konar Super El Nino til að sanna málið.

Nei þessi tilraun hefur gengið of lengi og kostað of mikið og enginn er árángurinn. Fiktað er við rándýr loftslagslíkön, sem eru hvort eð er ekkert nema ágiskanir út í loftið hverra niðurstöður ganga aldrei eftir. Og þegar það gerist getur enginn útskýrt hvað var rangt í þessum gríðargóðu loftslagslíkönum, sem eru svo nákvæm og allt um vitandi, og allar aðgerðir byggðar á niðurstöðum þeirra.

Þessi kolefnisvísindaumræða gengur bara út á fjármagn og græðgi afla sem við ráðum illa við. Hefur ekkert, alveg ekkert með hlýnun jarðar að gera. Markmiðið er að búa til verðmæti úr skít, sem er svo ekki einu sinni skítur, til að geta verslað með hann í fjármálagjörningum og fegrað bókhald spákaupmanna. Því fyrr sem þið áttið ykkur á því því betra. Þá getum við hætt að ræða þessa vitleysu...farinn út að keyra.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.6.2014 kl. 00:48

24 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Afneitun þín á vísindum er mikil og samsærisgenið þitt ofvirkt.

Vísindamenn hafa spáð svona sveiflum, enda hafa þær orðið áður - það eru bara þeir sem eru í afneitunargírnum sem búast við að hlýnuninin verði í beinni línu.

Höskuldur Búi Jónsson, 27.6.2014 kl. 09:07

25 identicon

Ég fæ ekki betur séð en að Erlingur Alfreð hitti hér naglann á höfuðið. :)

Að sjálfsögðu hleypur einkavinur John C(r)ooks hér til og sakar EA um "afneitun á vísindum"!(sic)

Ef ágætur Höskuldur Búi hefði nú numið fræðin sín vakandi og með fullri meðvitund ætti hann að vita að vísindin snúast einmitt um gagnrýna hugsun og viljan til að vantreysta kennisetningum.

Blind ofsatrú snýst hins vegar um að ráðast á þá sem dirfast að andmæla guðspjöllunum. :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.6.2014 kl. 09:57

26 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég er ekkert að afneita vísindum, Höskuldur. Á að fara í þennan gírinn núna? Ég er bara að benda á mótsagnir í framsetningu ykkar og þið komið þá með rök á móti. Sem er hið besta mál.

Ég hef hins vegar þá skoðun að ég telji áhrif manna vegna útblásturs CO2 á hitastig jarðar vera ofmetin. Ég segi ekki að þau séu ekki til staðar. En þá er ég farinn að afneita vísindum að þínu mati af því ég hef aðra skoðun en þú, og þú hefur rétt fyrir þér af því þú ert búinn að lesa svo mikið til en ég ekki.

Vísindamenn er iðulega á öndverðum meiði, og hafa fjarri því alltaf rétt fyrir sér, alveg eins og núna þegar sumir vísindamenn spá Super El Nino á þessu ári, en aðrir telji að hann geti alveg eins og orðið Mini El Nino. Hvor hópurinn hefur rétt fyrir sér? Getur þú sagt það með vissu? Þú getur bara giskað, alveg eins og þeir. En svo komið þið seinna og segið: "Já, en hann sagði það. Hann er vísindamaður!" Staðreyndin er að hvorugur hópurinn veit með vissu hversu öflugur El Nino verður þetta árið.

Það er fjöldi vísindamanna sem er ekki sammála kenningunni um áhrif CO2 á hitastig. Sumir þeirra hafa tekið þátt í vinnu IPCC áður og hoppað af þeim vagni þegar þeir sjálfir hafa farið að efast og líkönum ber ekki saman við raunveruleikann. Ég veit þú veist þetta vel, en hentar illa þinni sannfæringu.

IPCC hefur viðurkennt að ekki er vitað með vissu hvað veldur því að lofthiti hefur ekki hækkað á jörðinni í 16 ár. Giskað er á að hafið gleypi hitaorkuna. Og svo heldur Brynjólfur því fram að ef hafið hefði ekki gleypt þennan varma hefði hitastig andrúmslofts hækkað um 33 gráður! en tekur bara ekki fram á hvaða tímabili það hefði átt að gerast.

Varðandi fullyrðingar um samsærisgen, segi ég bara: Follow the money!

En ég þakka umræðuna sem fyrr. Verð hins vegar ekki í internetsambandi næstu daga og mun því ekki setja fleiri athugasemdir hér að sinni.

Eigið góða helgi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.6.2014 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband