Hvað var jökullinn þykkur?

Þykkt jökulsinsÉg fjallaði hér fyrir neðan um jökulgarðinn á Látragrunni á ísöld.  Íshellan, sem myndaði hann hefur náð allt að 130 km frá landi og líkist því íshellum þeim, sem streyma frá Suðurheimskautinu í dag.  En þessi íshella út úr Breiðafirðinum var botnföst og ekki fljótandi.  Líkön af ísþykktinni byggjast á því að ísinn hagi sér eins og parabóla,  en þykktin er mikið háð því hvað viðnám er mikið milli jökulsins og landsins sem hann fer yfir.  Myndin sýnir nokkrar niðurstöður um ísþykkt, sem Eggert Lárusson (1983) hefur sett fram fyrir Vestfirði.  Hér er jökullinn inn á landi allt að 2 km þykkur, en sennilega um 1,2 km.  Síðan þynnist hann jafnt og þétt úti á landgrunninu, en er alltaf meir en nokkur hundruð metrar (lárétti ásinn er km).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fróðlegir pistlar um þennan jökul. En gaman væri ef hægt væri að stækka myndina því ekki er hægt að lesa tölurnar. En hefurðu nokkra hugmynd um það hvernig landið hefur litið áður en fyrsta ísöldin gekk í garð? Og heldurðu að einhver fjöll hafi skagað upp úr  jöklinum, t.d. á Tröllaskaga, svo gróður hafi hjarað?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.6.2014 kl. 12:38

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Stærri útgáfa af myndinni fæst með því að fara inn á "Nýjustu Myndir" í dálknum hér til hægri. Smella þar á myndina til að fá stækkun.  Þá sjást tölurnar á ásunum. Sennilega hafa fjallatoppar staðið uppúr jöklinum, svokallaðir nunataks. Það kann flóra að hafa varðveist yfir ísöldina.

Haraldur Sigurðsson, 21.6.2014 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband