Hvađ var jökullinn ţykkur?

Ţykkt jökulsinsÉg fjallađi hér fyrir neđan um jökulgarđinn á Látragrunni á ísöld.  Íshellan, sem myndađi hann hefur náđ allt ađ 130 km frá landi og líkist ţví íshellum ţeim, sem streyma frá Suđurheimskautinu í dag.  En ţessi íshella út úr Breiđafirđinum var botnföst og ekki fljótandi.  Líkön af ísţykktinni byggjast á ţví ađ ísinn hagi sér eins og parabóla,  en ţykktin er mikiđ háđ ţví hvađ viđnám er mikiđ milli jökulsins og landsins sem hann fer yfir.  Myndin sýnir nokkrar niđurstöđur um ísţykkt, sem Eggert Lárusson (1983) hefur sett fram fyrir Vestfirđi.  Hér er jökullinn inn á landi allt ađ 2 km ţykkur, en sennilega um 1,2 km.  Síđan ţynnist hann jafnt og ţétt úti á landgrunninu, en er alltaf meir en nokkur hundruđ metrar (lárétti ásinn er km).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Fróđlegir pistlar um ţennan jökul. En gaman vćri ef hćgt vćri ađ stćkka myndina ţví ekki er hćgt ađ lesa tölurnar. En hefurđu nokkra hugmynd um ţađ hvernig landiđ hefur litiđ áđur en fyrsta ísöldin gekk í garđ? Og heldurđu ađ einhver fjöll hafi skagađ upp úr  jöklinum, t.d. á Tröllaskaga, svo gróđur hafi hjarađ?  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 21.6.2014 kl. 12:38

2 Smámynd: Haraldur Sigurđsson

Stćrri útgáfa af myndinni fćst međ ţví ađ fara inn á "Nýjustu Myndir" í dálknum hér til hćgri. Smella ţar á myndina til ađ fá stćkkun.  Ţá sjást tölurnar á ásunum. Sennilega hafa fjallatoppar stađiđ uppúr jöklinum, svokallađir nunataks. Ţađ kann flóra ađ hafa varđveist yfir ísöldina.

Haraldur Sigurđsson, 21.6.2014 kl. 12:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband