Jökulgarđurinn á Látragrunni segir merka sögu

KattarhryggurÁriđ 1975 uppgötvađi Ţórdís Ólafsdóttir stóran jökulgarđ á Látragrunni.  Garđurinn er um 120 km út af Bjargtöngum, en liggur í boga, sem umlýkur mynni Breiđafjarđar, eins og myndin sýnir (bláa svćđiđ). Ekki hefur garđurinn fengiđ formlegt nafn, en hefur ýmist veriđ kallađur Kattarhryggur eđa “brjálađi hryggurinn”.  Sjómenn ţekkja hann vel, enda er hryggurinn eitt ađal hrygningarsvćđi steinbítsins.  Hryggurinn hefur myndast af risastórum skriđjökli, sem fyllti allan Breiđafjörđ og skreiđ út til vesturs.  Til ađ hlađa upp slíkum hrygg, ţá ţarf jökullinn ađ vera botnfastur. Kattarhryggur er um 100 km á lengd og nćr allt suđur af Kolluál. Ţar endar hann og er ţađ sennilega vísbending um, ađ ţar hafi skriđjökullinn flotiđ í sjó, enda mikiđ dýpi hér.  Hryggurinn er um 20—30 m hár og 800-1000  m breiđur.  Dýpi umhverfis hrygginn er um 200 m ađ norđan verđu en dýpkar til suđurs í 250 m skammt frá Kolluál.  Myndin sýnir ţversniđ af garđinum, sem er brattari ađ vestan en ađ austan.

ŢversniđLátragrunn og reyndar nćr allt landgrunniđ hefur veriđ myndađ á einn hátt eđa annan af skriđi jökla til hafsins á ísöld.  Garđurinn er ein skýrasta sönnun um ţađ.  En hann minnir okkur vel á hvađ ísaldarjökullinn hefur veriđ duglegur ađ grafa út landiđ og móta ţađ landslag, sem viđ köllum firđi í dag. Sjálfsagt hafa veriđ stór fjöll og sennilega samfelld háslétta fyrir ísöld milli Vestfjarđa og Snćfellsness. Stöđug hreyfing skriđjökulsins og útgröftur hans hefur fćrt ógrynni efnis út á brún landgrunns, ţar sem ţví var sturtađ niđur í hafdjúpin.  Ţessi tröllvaxna jarđýta hefur unniđ hćgt og stöđugt, en gleymum ţví ekki, ađ hún hafđi ţrjár milljónir ára (alla ísöldina) til ađ klára verkiđ og moka út Breiđafjörđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Athyglisvert og takk fyrir. 

Ćtli ţađ sé vitađ hvađ kvađ jökull sem ţrýstir botnlćgum ís svona langt út hafi ţurft ađ vera ţykkur?  Vćntan lega hefur ís á ţessum tíma veriđ verulega kaldari en á  nútíma hér á Íslandi.   

Hrólfur Ţ Hraundal, 20.6.2014 kl. 23:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband