Ljósmynd Howells af Hrauni


Howell HraunÉg hef fjallað töluvert um Berserkjahraun hér í blogginu, en hér er ein frábær mynd af gamla bænum.  Um aldamótin 1900 tók breski ljósmyndarinn Frederick W.W. Howell  yfir 400 myndir á Íslandi. Þær eru nú í safni Cornell Háskóla í Bandaríkjunum og aðgengilegar á netinu.  Ein þeirra er merkt þannig í safni Cornell:  “Hraun. Styr's home.  Howell, Frederick W. W.  ca. 1900.”  Styr er að sjálfsögðu Víga-Styrr, sem bjó undir Hrauni eða í Berserkjahrauni.   Fjölskyldan raðar sér upp fyrir ljósmyndarann, með pabba og strákinn á aðra hönd og mæðgurnar við bæjardyrnar.  Húsmóðirin er búin að setja á sig tandurhreina og hvíta svuntu.  Gamli bærinn er að sjálfsögðu alveg eins og á teikningu Collingwoods frá 1897.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haraldur slóðin á Íslandsmyndirnar hjá Cornell er hér:

http://library24.library.cornell.edu:8280/luna/servlet/CORNELL~2~1

Íslensku lýsingarnar skráði Halldór Hermannsson.

Þetta er krækja í mun betri upplausn af myndinni frá Hrauni:

http://library24.library.cornell.edu:8280/luna/servlet/s/my0o48

Emil Bóasson (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband