Rótađ í dys berserkjanna


 

Ađ öllum líkindum hefur veriđ grafiđ einhvern tíma í flestar ef ekki allar fornar grafir, dysjar og hauga á Íslandi.  Á mestu niđurlćginartímum ţjóđarinnar hafa heimamenn sjálfsagt leitađ í  fornar grafir í von um fjársjóđi eđa haugfé.  Á síđari tímum var ţađ rómantíkin um fornmenn og sögutímann, sem kynti undir, einkum međal erlendra ferđamanna.  Ţannig rótađi bretinn W Collingwood í ýmsum gröfum á sögustöđum í lok nítjándu aldar og međ fulltingi dr. Jóns Stefánssonar.

Dys berserkjanna hefur einnig orđiđ fyrir mörgum árásum.   Sú fyrsta sem viđ vitum um er í lok átjándu aldar, ţegar Hallgrímur lćknir Bachmann (1740-1811) í Bjarnarhöfn  fór í dys berserkjanna og kom heim međ mannabein.  Bachmann, sem var rúmar 3 álnir (yfir 190 cm) á hćđ, mćldi einn lćrlegginn viđ sig og taldi ađ berserkurinn hefđi ekki veriđ eins hár og hann.  Ţetta hefur Ólafur Thorlacíus í Stykkishólmi eftir kerlingunni Prjóna-Siggu, sem var í vist hjá Hallgrími í Bjarnarhöfn.

Ólafur Thorlacius “observator” (1837-1920) lýsir dys berserkjanna sem 3 álna hárri, og rétt viđ götuna. Vani er ađ allir sem ríđa framhjá kasta steini í dysina og ţessi vegur var mjög fjölfarinn ţegar kauptún var í Kumbaravogi hjá Bjarnarhöfn.  Sumariđ 1875 fór Ólafur frá Stykkishólmi viđ áttunda mann út í hraun og byrjuđu ţeir ađ rjúfa dysina. Ţegar ţeir voru um ţađ bil hálfnađir gerđi sunnan rok og rigningu og verkinu var ţví hćtt.   Ólafur fór aftur ađ dysinni og gróf frekar og ţá fundu ţeir bein, sem Hjörtur Jónsson lćknir sagđi vera hvalbein. Síđan var dysin hlađin upp. 

Sigurđur Vigfússon forni (1828-1892) kannađi Berserkjahraun í ágúst áriđ 1889. Snćfellski frćđimađurinn Ţorleifur J. Jóhannesson (1878-1944) hefur ţađ eftir Kristjáni Ţorleifssyni ađ Sigurđur forni hafi skiliđ viđ dysina sundurtćtta.  Kristján var unglingur í Bjarnarhöfn ţegar Sigurđur forni var á ferđ, en Kristján mun hafa lagfćrt og endurhlađiđ dysina.  

Áriđ 1897 fór W.G. Collingwood hér um, en ekki eru heimildir um hvort hann gróf í dysina. Hins vegar rifu hann og dr. Jón Stefánsson upp gröf Guđrúnar Ósvífursdóttur  á Helgafelli í júní 1897 og voru fyrir vonbrigđum međ ađ  finna ađeins fúnar spýtur og gömul bein. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband