Obama fer í stríð við loftslagsbreytingar

 

 

Í vikunni lýsti Obama forseti Bandaríkjanna því yfir að stjórn hans muni vinna að því að draga úr losun koltvíoxíðs frá orkuverum sem nemur 30%.   Reynt verður nú að loka sem flestum orkuverum, sem kynt eru með kolum, en kol eru talin allra mesti mengunarvaldurinn hvað snertir bæði koltvíoxíð og brennistein.  Hætt er við að barátta Obama´s við mengunarvöldin verði erfið og pólítísk.  73% Ameríkana trúa nú að loftslagsbreytingar séu að gerast.  En skoðunin á þessu máli er mjög klofin eftir flokkum.  Þannig eru 65% af Demókrötum sannfærðir um að mikil ógnun stafi af loftslagsbreytingum en aðeins 25% af Repúblikönum.  Baráttan gegn mengun og loftslagsbreytingum er ekki talin ´good for business´, en samt sem áður er þjóðin að síga hægt og hægt í rétta átt.  Þetta er stórt útspil hjá Obama og ef til vill stefnir hann á að byggja upp arfleifð sína á þessu sviði áður en kjörtímabili hans lýkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þurfa þær skoðanir nokkuð endilega að skarast, að

A) samþykkja tilvist loftslagsbreytinga

B) samþykkja tilvist loftslagsbreytinga af mannavöldum

C) telja að ógn stafi af lofstlagsbreytingum

D) berjast gegn mengun

E) berjast gegn loftslagsbreytingum (t.d. CO2 sem er ekki mengun)

F) telja baráttu gegn lofslagsbreytingum taka hundruð ára (sem hún gerir) og því tilgangslausa.

Ég tel villandi að hnoða þessum skoðunum öllum í einn graut þar sem er dregin sú rammfalska ályktun að fyrst einhver trúi því að mannfólkið hafi hitað upp jörðina sl 200 ár að hann sé sjálfkrafa þeirrar skoðunar að maður geti lagað það og stillt hitastigið af aftur. Forsendur fyri þeirri ályktun eru hreinlega ekki fyrir hendi enda hefur það aldrei verið reynt og verður aldrei mælanlegt.

Ívar Pálsson, 2.6.2014 kl. 21:46

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ef menn ætla að loka flestum jarðefnakynntum orkuverum, þá þarf eitthvað að koma í staðinn. Kjarnorka er líklegust.

Ekki þýðir að treysta á orkuver sem ekkert framleiða á nóttunni eða þegar skýjað er, og ekki heldur á orkuver sem ekkert framleiða í logni.

Við megum því búast við að kjarnoruknúnum orkuverum fjölgi verulega á næstu árum, auk þess sem orkuverð rýkur upp.

Ágúst H Bjarnason, 3.6.2014 kl. 06:15

3 identicon

Líklega vær besta framlagið til þess að draga úr mengun það að minnka hernaðarumsvif.

Matthías (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband