Þetta kemur okkur öllum við

 

 

kolakynt orkuverOrkuver í Bandaríkjunum dæla út um 38% af öllum koltvísýringi sem berst út í loftið og veldur neikvæðum loftslagsáhrifum.  Obama vill skera þetta niður um 30% á næstu árum, sem er ekki nóg en spor í rétta átt. Það þýðir að 550 kolakyntar og skítugar orkustöðvar verða að loka og aðrar orkulindir koma í staðinn eða meiri orkusparnaður.  Stóra vonin er að Ameríkanar snúi sér fremur og enn meir að kjarnorkuverum, og þá sérstaklega orkuverum sem keyrð eru af þóríum en ekki úran.  Það er hægt að draga úr mengun frá kolakyntu verunum.  Frá árinu 2005 hefur mengun frá þeim þegar minnkað um 13%.  Obama mun beita sér fyrir svipuðum aðgerðum í öðrum löndum, þegar hann fundar með erlendum ráðamönnum síðar í súmar.   Að sjáfsögðu er Obama nú með þessu að hanna fallegan minnisvarða um valdaskeið sitt og er það hið besta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vonandi munu Bandaríkjamenn nú fara af fullum þunga í þróun þóríum orkuvera, og einnig leggja meiri áherslu á tilraunir með samrunaofna.

Ágúst H Bjarnason, 3.6.2014 kl. 12:03

2 identicon

"Þetta kemur okkur öllum við".

Já, svo sannarlega, Haraldur Sigurðsson. Gott að þú, "authority" á sviði náttúruvísinda, skulir tjá þig um þetta mál málanna fyrir komandi kynslóðir.

Villikettirnir og frjálshyggju ignorantarnir hafa sig þá kannski hægan, í bili allaveganna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 12:13

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Kínverjar eru nú á fullu að þróa þóríum orkuver, enda eru þeir að kafna í kolaösku.  Reyndar höfðu kanar fyrstir manna þróað þessa tegund af kjarnorkuverum árið 1962, en hættu við vegna þess að úr þeim fékkst ekkert plútóníum. En plútóníum her auðvitað hið umdeilda efni, sem notað er í kjarnorkusprengjur.  Kalda stríðið réði þessarri ákvörðun Ameræikana, því miður.  ÞAð virðist enn vera tregi til að þróa þóríum orkuver innan ameríska kerfisins, en vonandi fer það að breytast.

Haraldur Sigurðsson, 3.6.2014 kl. 12:13

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Haraldur: Er það rétt sem ég heyrði nýlega að af öllu CO2 sem menn hafa losað í andrúmsloftið hafi um 25% verið losað eftir 1998?

Erlingur Alfreð Jónsson, 4.6.2014 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband