Thomas Piketty gerir árás á frjálshyggjustefnuna: Arftaki Karls Marx?


 

PikettyBókin  “Capital in the Twenty-first Century” eftir franska hagfræðinginn Thomas Piketty er að setja allt á annan endan.  Hver hefði getað ímyndað sér að bók um hagfræði væri nú “top seller” hjá Amazon.com?  Áhrif hennar geta orðið sambærileg við hið fræga verk “Das Kapital”, sem Karl Marx gaf út árið 1867.  En að sjálfsögðu valdi Piketty titil sinnar bókar nú til að minna á þetta klassíska verk kommúnistans Marx. Það skal þó tekið strax fram, að Piketty er alls ekki marxisti.chart-01.jpg

Piketty fjallar fyrst og fremst um það í bók sinni hvernig auði er deilt í þjóðfélaginu.  Auðvitað er það sama gamla sagan, en munurinn er sá, að hann og félagar hans hafa  nú lagt sig í líma við að safna hagtölum og nýjum gögnum um dreifingu og skiftingu auðs í heiminum sem nær yfir meir en þrjár aldir.   Rannsóknir þeirra leiða margt nýstárlegt í ljós, til dæmis að tuttugasta öldin er algjörlega frábrugðin venjulegri þróun um dreifingu auðs, sennilega vegna áhrifa heimsstyrjaldanna tveggja.  Það sem Piketty bendir hvað mest á, er að ójöfn skifting auðs fer mjög vaxandi í þjóðum heims, sem er bein afleiðing frjálshyggjustefnunnar.  Meðal lokaorða hans í bókinni er þetta:  “Market economy, based on private property, if left to itself, …. is potentially threatening to democratic societies and to the values of social justice on which they are based.”

Hingað til hafa fræðimenn aðallega fjallað um meðaltekjur og sögulega þróun þeirra, en Piketty og félagar fara aðra leið.  Fyrsta línuritið sýnir ójöfnuð í tekjum í Bandaríkjunum.  Það sýnir að tekjur hjá auðugustu 10% þjóðarinnar í eitt hundrað ár eru á bilinu  35 til 50%.  Ójöfnuðurinn var mikill í byrjun tuttugustu aldar, og svo aftur nú í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar. Línurit fyrir önnur lönd segja sömu sögu.  Ójöfnuðurinn er gífurlegur og fer vaxandi.  chart-06.jpg

En það sem veldur Piketty mestum áhyggjum (hann kallar það “hræðilegt ástand”) er síðasta línuritið.  Það sýnir að tekjurnar af ávöxtun eigin fjár og ávöxtun fjárfestingar (rauða línan) er nú langt yfir hagvexti (“growth rate of world output”), og bilið fer sívaxandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær meginlínur og undirstöður hagfræði 20. aldarinnar muni hrynja. Myndin, sem Pietty dregur upp, er aðeins önnur hliðin á peningnum.

Hin hliðin er óhjákvæmlegur samdráttur helstu auðlinda jarðarinnar, sem stefnir í á þessari öld.

Í stað þess að nýta vel tímann til að undirbúa mannkynið undir að takast á við þetta meðan enn væri hægt að gera það án hrakfara, þekkja menn ekki, eða vilja ekki þekkja neina leið til að komast út úr vítahring trúarinnar á hinn óendanlega og veldishlaðna hagvöxt.  

Ómar Ragnarsson, 25.4.2014 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband