Strandsiglingar er svarið
14.3.2013 | 21:26
Það er furðulegt að strandsiglingar hafa lagst niður umhverfis Ísland. Á meðan spæna stærri og stærri trukkar upp vegum landsins, eins og kom best fram í vetur. Vegir okkar eru alls ekki byggðir fyrir slíka þungaumferð.Hér eru nokkur dæmi um flutningskostnað í Bandaríkjunum:
Strandsiglingar eru mikilvægar á þrennan hátt. Flutningur með skipum er ódýrari, hann dregur úr vegskemmdum og hann er vistvænni.
Skip flytur eitt tonn af vörum 576 mílur á einu galloni af olíu.
Járnbrautarlest flytur eitt tonn af vörum 413 mílur á einu galloni af olíu.
Vörubíll flytur eitt tonn af olíu aðeins 155 mílur á einu galloni af olíu.
Losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið frá vörubílum er um 172 tonn á milljón tonn mílur af fragt.
Strandsiglingar losa til samanburðar um 16 tonn af koltvíoxíði á milljón tonn mílur af fragt.
Stærsta mál okkar tíma er hnattræn hlýnun og það ber að stuðla að því á allan hátt að draga úr losun koltvíoxíðs. Vörubíll losar tíu sinnum meira koltvíoxíð út í andrúmsloftið á hvert tonn af vörum heldur en flutningur sama magns með strandsiglingum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Athugasemdir
Já, úr því að við höfum ekki lestarkerfi. Vandamálið er að stjórnmálamenn sem skilgreina sig sem umhverfissinna eru margir hverjir uppteknari af því bregða fæti fyrir hreina hreina orkuframleiðslu en að gera sitt til koma í veg fyrir yfirvofandi náttúruhamfarir.
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 21:40
Sæll Haraldur.
Þetta er ekki svona einfallt. Hvernig ætlar kjörbúðin að fá sínar vörur í hús og hver er líftími vörunnar þegar hún kemur? Húsmóðirin kaupir þvottavél, með skipi kemur hún eftir viku, með bíl á morgun.
Í raun er þetta eingöngu nothæft fyrir frosnar afurðir. Ísfirðingar eru að flytja út ferska hnakka, fiskvinnslur á suðurnesjum kaupa fisk frá norðurlandi. Krafan er að þetta fari á fljótlegasta máta frá a til b. Skip sem á eftir að koma við í fleiri höfnum er ekki fljótlegasta leiðin.
Síðast þegar þetta var reynt þá voru ákveðnar reglur, ef lágmarksfjölda gámaeininga í höfn var ekki náð var gámunum keyrt á næstu höfn og síðan koll af kolli.
Er ekki lausnin að gera alvöru vegi?
Sindri Karl Sigurðsson, 14.3.2013 kl. 22:00
Það er ekki spursmál að hafa flutningum eftir því hvað hentar hverjum og einum, heldur hvað er vistvænast og farsælast fyrir framtíð mannkyns. Betri vegir gera stórum trukkum fært að aka hraðar og bera meiri byrgðar og brenna meira eldsneyti á kostnað vistkefis og loftslags jarðar. Betri vegir eru því alls ekki lausnin.
Haraldur Sigurðsson, 15.3.2013 kl. 03:55
Sindri.Það eru ekki margar vörur kjörbúðarinnar sem þola ekki geymslu í örlítið lengri tíma en tekur að sigla með þær frá útlandinu.Þetta eru dagvörurnar,mjólk og aðrar landbúnaðarafurðir sem ekki þola frost.Þessar vörur koma nú yfirleitt landleiðina.En Torfi kemur með þarfa ábendingu.Ég held að það eigi að kanna hvort ekki sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið að koma á lestarkerfi milli landshluta.lestir sem flyttu vörur,fólk og ferjuðu bíla.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.3.2013 kl. 11:02
Þetta er þörf ábending sem ég tek heilshugar undir Haraldur.
Ætli það sé af hreinni þjónustulund sem skipafélöginn yfirtóku landflutninganna og annast þá að mestu núna? Ekki held ég það.
Lestar myndu þeir einnig girnast ef þær kæmu.
Vandamálið við lestar er að fáir þekkja þær hérna. Ódýrar lestar fara hægt og bera ekki mjög mikið í hverjum vagni en hraðlestar (td. Bullet Train) kosta meira en flugvélar enda mikið sömu verksmiðjur sem framleiða hvorutveggja.
Teinar fyrir ódýra flutningslest, sem gæti að sjálfsögðu flutt fólk líka, kosta ekki mikið meira en einbreiður vegur með brúm og því sem til þarf. Hraði þeirra er 60 til 80 km. á klst. og má fá úrval af þeim notað en uppgert fyrir lítinn pening. Ekki nógu gott fyrir Íslendinga.
Alvöru vöruflutningalestar eru með olíuvagna sem taka 80 rúmmetra hver vagn. Það þarf dýra og sterka teina fyrir þær. Minni tankar myndu alveg duga okkur.
Okkar flutninga teinar eru sjórinn í kringum landið og notum hann endilega.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 12:53
Ég er ekki bjartsýnn á járnbrautakerfi fyrir Ísland. Bæði er landið fjallótt og fámennt. Það eru ýmsar leiðir til að örva strandsiglingar og draga úr stórflutingum með vörubílum. Sennilega eru veggjöld á slíka bíla allt of lá. St´poru flutningabílarnir eru allt of stórir fyrir okkar vegi. Ég hef hvað eftir annað lent í vandræðum þegar ég hitti slíka trukka á Mýrunum og viða annars staðar á vegum Íslands.
Haraldur Sigurðsson, 15.3.2013 kl. 13:31
Þannig er að vörur sem eru fluttar með skipi eru oftast fluttar tvisvar með vörubíl (í skip og úr skipi) á meðan vörur sem fluttar eru með vörubíl eru bara fluttar einu sinni. Á íslandi hagar því líka þannig til að sjóleiðin er of verulega lengri en landleiðin. Til dæmis Vesmanneyja x2 og til Akureyrar x1,8. Kostnaður (olíueyðsla ) við uppskipun eða umskipun er mjög mikill. Þetta geri það að verkum þeitta er ekki svona einfalt Haraldur. (svipað og með gróðurhúsaáhrifin og CO2).
Því er líklega best að þeir sem þurfa að koma vörumm á milli staða geri það með sínu nefi.
Guðmundur Jónsson, 15.3.2013 kl. 13:49
Annað sem mér hefur dottið í hug sambandi við strandsiglingarnar er að tengja þær við ferðaþjónustuna.Gefa ferðamönnum tækifæri á siglingum milli strjálbýlla staða fara í land meðan lestað er ,skoða og taka myndir,halda síðan áfram för eða verða eftir.Þýðir öðruvísi skipakost en gæti verið aukabúgrein fyrir skipafélögin og og gera siglingarnar hagkvæmari.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.3.2013 kl. 13:52
Hér áður fyrr var til fyrirtæki, sem hét Ríkisskip. Það annaði strandsiglingum með farangur, fragt og fólk. Ég tel að strandsiglingar með erlenda ferðamenn gæti átt mikla framtíð og slíkt er vinsælt meðal ferðamanna um heim allan.
Haraldur Sigurðsson, 15.3.2013 kl. 15:23
Sæll Haraldur. Var í strandsiglingum hjá Eimskipum fyrir margt löngu, man vel þá tíð þegar Ríkisskip silgdu og oftast mikið af farþegum. Norðmenn halda úti nokkuð sterkri strandsiglinu og get ég ekki séð afhverju það ætti ekki að ganga upp. Geymsluþol mjólkur er ca. 6 dagar þ.e.a.s. stimplun fyrir síðasta söludag, en hún er fyllilega geymslu og notkunarhæf í 3-4 daga í viðbót ef kæling er rétt.
Kjartan (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 15:34
Allt rétt en samt rangt.
Hverjar eru þarfir þeirra sem flytja? Hverjar eru þarfir þeirra sem kaupa þjónustuna?
Þeir sem dásama ríkisskip ættu nú aðeins að staldra við og athuga sinn gang og auðvitað hljómar vel að fara hring með strandferðaskipi sem túrhestur en það hljómar bara vel. Hverjar haldið þið að séu kvaðir og skyldur þeirra sem flytja vörur og tala nú ekki um fólk í skemmtiferð?
Af hverju er Eimskip undir smásjá Kanans þegar kemur að flutningum til USA? Af hverju eru sett upp hlið og umferð takmörkuð í og við útskipunarhafnir?
Gullfoss er löngu sokkinn!
Kv.
Sindri Karl Sigurðsson, 15.3.2013 kl. 21:21
Aðeins að setja þetta í betra samhengi og hætta að spyrja spurninga sem ekki er gott að svara. Hér er ein auðveld:
Ef valið væri að taka Akraborgina til Akranes eða vera komin á sama ferðatíma til Borganes í gegnum Hvalfjarðargöng, hvort væri valið burt séð frá kostnaði?
Sindri Karl Sigurðsson, 15.3.2013 kl. 23:32
Er ekki frjáls markaður á Íslandi? Ef strandsiglingar væru hagkvæmari en flutningar með bílum myndu stransiglingar vera notaðar. Eins og Gumundur bendir á er gallinn við strandsiglingar sá að það þarf að setja vörurnar í bíl tvisvar, og einu sinni í skip, í stað þess að setja vörurnar bara einu sinni í bíl.
Auðvitað væri langa hagkvæmast ef allir byggju á sama svæði en ekki hingað og þangað í kring um landið. Þá þyrfti ekki alla þessa flutninga....
Hvað varðar losun koltvísýrings, þá virðist mér ein besta lausnin að virkja fallvötn og nota rafmagnið til að knýja farartæki. Gallinn við það er hins vegar sá að margur svokallaðir "umhverfisverndarsinnar" sjá svo skammt að þeir berjast um á hæl og hnakka gegn slíku. Vilja líklega frekar að raforkan sé framleidd með því að brenna kolum, olíu eða kjarnorku. Sennilega halda þeir að það sé betra fyrir umhverfið. Skyldu þeir virkilega vera svona vitlausir eða skyldu einhverjar aðrar hvatir liggja að baki?
Ef þeim væri virkilega annt um umhverfið myndu þeir til dæmis gera einfalda hluti eins og að banna blýhögl. Ég væri ekki hissa á því ef notkun þeirra hafi valdið meira tjóni á náttúru Íslands en allar þær virkjanir sem hafa verið byggðar...
Hörður Þórðarson, 16.3.2013 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.