Náttúruminjasafn án náttúrufræðinga?

Í dag fór fram athöfn í Perlunni, þar sem stjórnmálamenn tókust í hendur, létu taka myndir af sér fyrir fjölmiðla og ákvörðuðu að hýsa Náttúruminjasafn í algjörlega óviðeigandi húsnæði í Perlunni.  Það er merkilegt með þennan fund, að enginn náttúrufræðingur var viðstaddur.  Það segir sína sögu.  Þetta er ekki verkefni sem er drifið áfram af náttúrufræðingum, heldur vandræðaleg lausn pólítikusa á því, hvað skammarlega hefur verið farið alla tíð með mál náttúruminja á Íslandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Söfn eru orðin verkfæri stjórnmálamanna og það skipti engu máli hvaða skussi stjórnar þeim. Stjórnmálaöflin munu alltaf finna einhvern "hentugan".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.3.2013 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband